Góðan og blessaðan daginn, gott fólk!
Á 17.-19. júní er alltaf þoka og kuldi hér á Akureyri. Það er ekkert að gerast og að undanskildum nokkrum slagsmálum og bíla- og tjaldaskemmdum er ekkert fréttnæmt héðan. Þetta er eins og á hjara veraldar, 8° hiti og flestir vinir og kunningjar að hverfa frá kuldanum úr bænum sem leggst yfir sveitina og dregur Eyjafjörð eiginlega niður í ekkert.

Af hverju? Auðvitað út af bæjarstjóranum hér á Akureyri, *Sturtuhengi*, eða hvað sem hann annars heitir.

Sama er mér og þér ætti að vera það líka, *Valhnetan* þín!


Svo er það líka kosningabaráttan! Hvílíkt annað eins ruglumbull. Allir stjórnmálamennirnir og flokkarnir þyrpast að í sjónvarpinu til þess eins að fá okkur sem búum hér og nennum að vera hér ennþá til að gefa þeim atkvæði, svei, svei, svei!
*Landinn* hérna á þessum byggða hjara veraldar þyrpist að kosningaskrifstofunum eins og mý að mykjuskán til að kjósa og kjósa og kjósa, til þess að fá nýjan *Bangsa* fyrir okkur, eins og við köllum bæjarstjóratitillinn.


Og svo um leið og við eignumst nýjan Bangsa erum við dreginn á asnaeyrunum út í Bónus til þess að kaupa nýja *banana* sem voru að koma og eru víst svo hollir og góðir, hver gæti trúað því?!

Og ef við ekki kaupum banananna strax mygla þeir eða þá að okkur liggur við köfnun af *eltihrellinum* auglýsingunum sem ásækja okkur bæði í vöku sem og svefni, undarlegt en satt.

Svo allt í einu eru bananarnir búnir og þá sýnir bangsinn okkar sig í auglýsingum og fréttum og segir að allt sé búið og ekkert fáist fyrr en í næsta mánuði, þvílík *eyðni* er þetta!


Svo erum við bara dregin áfram af hungrinu einu saman til að borða *raksápuna* sem bangsinn rakar sig með eða þá að við verðum að leita að bananahýðum í ruslafötum, vesælir sveitabúarnir.

Já þetta er grein um Akureyri eins og hún verður aldrei, því miður. En ef það væri svona, eins og ég hef líst hér, þá væri það og leitt fyrir okkur, íbúana hér á hjara veraldarinnar, eða öllu heldur hjara Íslands, því þegar ferðamennirnir koma yrðu þeir að borða banana, nema KEA myndi kannski luma á einhverjum fjölda gamalla súpupakka og auðvitað einhverju vatni og jafn vel einhverra nærri uppþornaðra, blóðlausra og seigra súpukjötsbita, til að ferðamennirnir geti fengið einhverja kjötsúpu eða stafasúpu, hver veit?

Svo verður náttúrulega að segja smá ágrip af sögu Akureyrar fyrir þá sem ekki vita, fengið af akureyri.is og kryddað með nokkrum orðum frá mér!
Akureyrar er fyrst getið í heimildum árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni, líklegast er verið að tala um Oddeyrina, yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð, sem auðvitað var harð bannað.
Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Og aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862.
Það er viðeigandi tilviljun að nafn Akureyrar er dregið af kornakri sem menn halda fyrir víst að hafi verið í einu gilja bæjarins. (Fleiri skýringar eru til á nafngiftinni en engin álíka skemmtileg og þessi). Ég segi viðeigandi því að Akureyringar hafa allt síðan á öndverðri 19. öld verið þekktir fyrir áhuga sinn á garðyrkju og bærinn annálaður fyrir gróðursæld. Kartöflurækt hófst á Akureyri rétt um aldamótin 1800 og tré uxu þar snemma og töldust til landsundra.
Reyndar voru það ekki innfæddir Akureyringar sem innleiddu þennan áhuga á garðrækt heldur danskir verslunarmenn. Allur sá gróður sem sjá má í kaupstaðnum nú á ofanverðri 20. öld, er því gleggsta dæmið um dönsk áhrif í bæjarlífinu.
Annað einkenni Akureyrar voru eyrarnar en í árdaga sköguðu ekki færri en fimm eyrar út í Pollinn en svo er sjórinn fyrir framan kaupstaðinn kallaður. Fjórar þeirra eru nú horfnar vegna dugnaðar Akureyringa við að nema land af sjónum. Sú nyrsta, Oddeyrin, er þó enn á sínum stað og vel sjáanleg en inn af henni var skjólið sem kaupmenn fyrri alda sóttust eftir fyrir skip sín. Og út af Akureyri var svo aðdjúpt að stærstu skip gátu legið þar steinsnar frá landi svo á örskammri stund mátti róa fullhlöðnum báti í land. Kannski voru skjólið og aðdýpið þó ekki afgerandi um uppvöxt Akureyrar sem kaupstaður heldur sú staðreynd að héraðið var gott til landbúnaðar og því betra sem innar dró, og Danir sóttust eftir kjöti og ullarvöru.
Á seinni hluta 19. aldar tóku eyfirskir bændur að ganga í samtök til að gera hlut sinn betri gagnvart dönsku kaupmönnunum. Þá varð til Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) sem alla 20. öldina hefur sett mark sitt á Akureyri og stjórnað miklu um uppbyggingu bæjarins, þó heldur hafi dregið úr áhrifum þess síðasta áratuginn eða svo. Með svolítilli leikfimi má því kalla KEA afsprengi Dana og minningartákn um áhrif þeirra í kaupstaðnum, rétt eins og áhuga bæjarbúa á görðum og gróðri. Enda þótt margslags iðnaður, tengdur landbúnaðarframleiðslu og iðulega rekinn í skjóli KEA, hafi spilað stóra rullu í atvinnulífi kaupstaðarins á 20. öld þá hafa útgerðarfyrirtæki einnig náð að hasla sér þar völl. Og ólíkt flestu öðru í sögu kaupstaðarins þá er nær ógjörningur að tengja þau dönskum áhrifum. Dönsku kaupmennirnir, sem höndluðu forðum á Akureyri, höfðu næsta lítinn áhuga á útgerð og það var ekki fyrr en Norðmenn hófu seinna landnám sitt í Eyjafirði árið 1867 að Akureyringar vöknuðu til vitundar um að græða mátti offjár á sumarsíldinni sem gengið hafði nánast upp á aðalgötu bæjarins í svo mörg ár sem elstu menn mundu. Í kjölfarið lögðu íbúar bæjarins á sig að læra handtökin við að salta þorsk. Hófst þá útgerðarsaga Akureyringa sem skrifast allar götur síðan en í hana hafa komið miklir deyfðartímar svo að bæjarbúar hafa nánast gleymt öllu sjávarlífi. Nú þegar við horfum fram á nýja öld er Akureyri í hópi mestu útgerðarbæja Íslands og hér er að finna höfuðstöðvar tveggja af fimm stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins.
Fjögur bindi eru komin út af sögu Akureyrar. Fyrstu þrjú bindin spanna tímabilið fram til 1920 en 4. bindið fjallar um árin milli heimsstyrjaldanna.
Og að lokum:
12 ástæður til að búa á Akureyri
1. Á Akureyri er barna- og fjölskylduvænt umhverfi
2. Veðurfar er gott, sólrík sumur, snjór á vetrum
3. Stutt frá heimili til vinnu eða skóla
4. Nálægð við náttúruna og sveitina
5. Brynjuísinn fæst hvergi annars staðar á landinu
6. Nálægð við fjölskyldu og vini
7. Lítil hætta vegna glæpa eða ofbeldis
8. Skólabærinn Akureyri - góð menntun
9. Úrval menningarviðburða
10. Góð heilsugæsla
11. Gróðursælt í hreinum bæ
12. Góð íþrótta- og útivistaraðstaða.
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.