Sæl verið þið. Hér er kominn partur númer 2 af þessari seríu minni. Dálítið löng bið … ég veit.
Fyrir þá sem vita ekki hvað þessi sería snýst um þá eru þetta sögur af sorpurum (sem nafnið gefur kannski til kynna) og lífi þeirra og ævintýrum. Það eru svona frægustu sorpararnir í þessu held ég …
Já og þar sem margar af persónunum eru hættir að vera sorparar sýni ég enga miskunn og drep marga af þeim í næstu sögum! Ég náði ekki að koma öllu fyrir í þessum hluta sem ég ætlaði að gera en ég er nokkuð ánægður með þetta svona …
Og ef að þér finnst að ég sé að gleyma einhverjum frægum sorpara þá endilega látið mig vita og ég bæti honum inní ef hann ætti að vera þar!
Njótið vel.




oRiley er Brynjar, ósköp venjulegur lögfræðingur en það sem fólk veit ekki er … að hann er einnig ofurhetja sem kallar sig … THE ATOM BOMB!
THT3000 er Þórður .. ofbeldisfulli presturinn sem drekkur.
Regza er Regí, margfaldur heimsmeistari í kappreiðum.
Sinsin er Sindri, illur bissness maður sem plottar heimsyfirráð.
ChocoboFan er The Don, mafíósi sem stjórnar flestri glæpastarfssemi á íslandi.
Echoes er Ívar, skrítinn fátækur saxófónspilari
Fuckface er Gunnjón, afskaplega disturbing gaur sem losnaði fyrir skömmu af geðveikrarhæli og hefur náð fullum bata …. eða hvað … :O
Hysteria er Írena, frekur spæjari … með regnhlíf, hún er ein af þeim fáu sem vitar að Brynjar er ofurhetja.
AllaWhite er Alída, rík kona sem er að fara að giftast Sindra .. en hún veit ekki að hann er illur :O
IamSoIndie er Haukur, söngvarinn sem heldur að hann meiki það í tónlistar bransanum, en hann er ekki góður.
OfurAlli er Alli, fyndið og kynþokkafullt módel.
Vansi er Atli, snjall leigumorðingi sem getur dulbúið sig á ótal vegu.
Mizzeeh er Leifur, ungur fornleifarfræðingur með dularfulla fortíð …
Fjolublarlitur er Þóra, fatahönnuður á daginn .. en á nóttunum er hún meistaraþjófurinn Foxy sem sérhæfir sig í demantaránum.
Zimpo er Birna, yfir vinnukonan hjá Sindra og Alídu .. hún er líka með mörg svört belti í ýmsum bardagaíþróttum ..
Brighton er Tinna, skrítinn blaðamaður sem lætur fátt stoppa sig í að ná í ýmsar fréttir
Parvati er Helga, ljósmyndari sem leitar að morðingja systur sinnar.
Padfoot er Ragga, mafíósi og vinnur fyrir The Don.
Kaea er Kata, mafíósi og eins og Ragga vinnur hún fyrir The Don .
HerraFullkominn er Hugi, hjálplegur læknir sem öllum líkar vel við.
Demona er Sara, fræg leikkona með amnesia (minnisleysi)
TobMarley er Þorfinnur, wannabe gangster sem heldur að hann sé svartur.
Raiden er Viggi, bissness maður sem starfar í SindriCorp
Supernanny er Bryndís, umboðsmaðurinn hennar Regí.
DrHaHa er Bjarni sjálfumglaður fréttamaður (anchorman s.s.) sem heldur mikið uppá sjálfan sig. En er þó snjall og hugrakkur sem ljón.
Pesi er Pési, Spilltur boxari sem tekur við mútum frá The Don.
BestThereIs er Nesi, var frægur píanó leikari á áttunda áratugnum og er núna í miðju “comeback-i”
Gexus er Geir, Grimmur grunnskólakennari sem er hataður af nemendum sínum og hann hatar nemendurna á móti!
LindeLou er Alexsandra, sálfræðingur sem hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir sálfræði afrek sín.







Það var nístingskuldi úti og það snjóaði. Og uppi á einu hæsta húsi bæjarins, stóð einhver vera. Og þessi vera hélt á kíki. Þessi vera hét Ragga og hún beindi kíkinum að svipað stóru húsi skammt frá.
Hvað er Doninn að láta mig vera að vinna í þessum kulda? hugsaði hún fúl með sér. The Don hafði falið henni það verkefni að njósna um náunga sem gæti tengt hann við mafíumorðmál eitt og hugsanlega sett hann í fangelsi. Maðurinn hét Alli og var karlmódel. Alli hafði unnið eitt verkefni fyrir The Don fyrir nokkrum mánuðum og hugðist segja frá öllu sem hann hafði komist að um Mafíuna. Ragga beindi kíkinum að glugga einum þar sem Alli sat við borð og var að láta mála sig fyrir myndatöku. Með honum var starfsmaður hjá lögreglunni sem átti að vernda hann þar til hann mætti í réttarsalinn til að segja frá öllu sem hann vissi. Verndari Alla hét Írena og var spæjari.
Er þetta nú ekki að verða búið? spurði Írena.
Slakaðu á elskan, svaraði Alli brosandi. Þetta tekur allt tíma, ég verð að líta rétt út fyrir myndavélarnar.
Jæja ljúfan, sagði hann svo við konuna sem var að farða hann. Hafðu engar áhyggjur, ef þú ert eitthvað máttlaus í hnjánum þá er það fullkomlega eðlilegt, ég hef þau áhrif á flestar dömurnar. Hann hló sínum smeðjulega hlátri og konan brosti taugaóstyrk.
Við verðum að fara að drífa okkur, sagði Írena óþolinmóð. Myndatakan á að vera byrjuð.
Jæja, jæja. Ég er að koma, sagði Alli og fylgdi Írenu út úr herberginu en ekki án þess að blikka förðunardömuna fyrst.
Ragga horfði á þetta allt gegnum kíkinn. Til allrar hamingju hafði hún lært vararlestur hjá Indverskum munkum á hennar yngri árum svo hún skildi allt sem þau höfðu sagt.
Ragga tók af sér bakpokann sinn og tók langt reipi með króki á úr honum. Hún kastaði krókinum yfir á hitt húsþakið þar sem Alli var. Ragga festi síðan reipis endann við sína hlið og byrjaði að klifra yfir með mikilli leikni. Hún náði yfir á skömmum tíma og klifraði inní loftræstiskerfi hússins. Þar var dimmt rakt og blautt og Ragga steig á eitthvað slímugt og ógeðslegt sem reyndist vera eldgamall banani. Að stíga á eldgamlan banana hefði verið nógu slæmt fyrir hvern sem er, en fyrir Röggu var það það versta sem gat komið fyrir hana. Alveg frá því Ragga mundi eftir sér hafði hún hræðst banana. Hún æpti upp yfir sig með mikilli skelfingu og byrjaði að hoppa um. Loks varð álagið of mikið undan henni og hún hrundi niður úr loftræstiskerfinu með miklum látum og beint inn á klósett hússins. Hún stóð upp og leit í kringum sig. Það var enginn inni nema hún. Hún ætlaði að drífa sig út og leita að Alla þegar hún heyrði raddir fyrir utan dyrnar. Hún skaust með hraði inní einn klósettbásinn.
Ég kem strax aftur ég ætla bara að fara á klósettið! Sagði ein röddin. Röddin hans Alla.
YAY! Hugsaði Ragga með sjálfri sér. Nú þarf ég ekki að leita að honum. Þetta er næstum OF heppilegt!
Alli gekk inní básinn við hliðina á Röggu. Ragga byrjaði að róta í bakpokanum sínum og fann loks það sem hún var að leita að. Fötu! Í margra ára þjónustu sinni hjá The Don hafði hún lært marga góða og nytsamlega hluti. Einn af þessum hlutum var að nota fötuna á fólkið. Að nota fötuna er einföld en áhrifarík píningaraðferð sem er einkum nytsamlegt á karlkyns mannverum, sérstaklega módelum.
Með háværu bardagaöskri óð Ragga út úr básinum sínum og inní básinn hans Alla með fötuna á lofti. Hún skellti henni með snatri yfir hausinn á honum og Alli æpti við af skelfingu.
Nei! Nei! Ahh! Hvað er í gangi! Hann barðist um og reyndi að losna frá Röggu og fötunni en Ragga var of sterk.
Loks fattaði Alli að hann gæti ekki komist undan og hætti að berjast um.
Jæja, auli. Sagði Ragga rólega. Nú vil ég að þú hlustir vandlega á mig því ég segi þetta bara einu sinni, skilurðu?
Alli jánkaði máttleysislega.
Þetta eru skilaboð frá The Don, hann sendi mig. Þú átt ekki að vitna gegn honum í málinu mikla, skilurðu það? Ef þú segir frá honum þá verða örlög þín mikið verri en fatann. Geturðu ýmindað þér slík örlög?
.. tv .. tvær fötur? Spurði Alli skelkaður.
Já … svaraði Ragga. Tvær fötur! Jæja, hvað ætlarðu svo EKKI að gera?
Ég .. ég ætla ekki að segja frá The Don! Svaraði Alli.
Gott. Ég kveð að sinni.
Ragga hljóp út um hurðina og henti sér út um næsta glugga og lenti ofan í ruslagámi, ómeydd.
Úff, ég þarf kauphækkun. Sagði hún pirruð við sjálfan sig.


Á sama tíma á öðrum stað var kona keyrandi um borgina í blæjubíl sínum. Þessi kona hét Helga. Helga starfaði sem ljósmyndari hjá Sorpfréttum, mest lesna dagblaðinu í Sorpborg. Hún hafði unnið til fjölda verðlauna fyrir ljósmyndir sínar og verið mikils metinn hvert sem hún fór. En það var fyrir löngu. Áður en atvikið gerðist. Áður en systir hennar dó. Þarna sat hún í bílnum, hárið flagsandi í vindinum, og hún hugsaði um þetta allt. Hún hugsaði um kvöldið sem hafði breytt lífi hennar fyrir fjórum árum … *FLASHBACK*

Helga var stödd í íbúð sinni með systur sinni … Jónínu! Þær voru að horfa á bíómynd í sjónvarpinu, gamlan vestra.
Ding dong! Dyrabjallan hringdi.
Ég skal fara til dyra. Sagði Jónína og stóð upp úr sófanum og gekk að hurðinni. Þegar hún opnaði heyrði Helga lága rödd segja. Halló Jónína, manstu eftir mér? Helga sá hendi draga upp byssu og miða á systur sína.
Noooo! Öskraði Helga. (athugið, næstu línur eru sýndar í slow-motion)
Helga greip myndavélina sína og henti í átt að byssugaurnum. Myndavélinn tók mynd í loftinu og flassið blindaði karlinn svo hann æpti upp yfir sig og rak sig í blómavasa. Blómavasinn datt niður á gólfið og splundraðist í milljón hluta, Jónína hrasaði á bleytu sem hafði myndast eftir vasann og datt í gólfið og hálsbrotnaði. Maðurinn flúði burt.
NOOOOOOO! Öskraði Helga og hélt á líki Jónínu í fangi sér. *END OF FLASHBACK*

Helga hafði svarið þann eið að finna morðingja systur sinnar, allt sem hún hafði til að finna hann var vitneskjan um að hann hefði eitthvað þekkt systur sína og léleg mynd af árásarmanninum sem lögreglan hafði ekki kannast neitt við og neitað að það hefði verið árásarmaður, Jónína hafði bara dottið og þetta hefði verið slys sögðu þeir. En Helga var staðráðinn í að finna morðingjann, þótt það myndi taka hana alla ævi myndi hún finna hann.



Á fréttastofu SorpBorgar, voru einnig mikilvægir hlutir að gerast.
Bjarni Ben. Sem var aðalfréttamaðurinn á svæðinu var í beinni útsendingu með glænýja og heita frétt.
… og súper karlmódelið Alli hefur allt í einu hætt við að uppljóstra öllu um mann sem er talinn reka eina stærstu mafíu allra tíma. Alli segir að hann hafi bara verið að ljúga öllu um að hann vissi eitthvað um gaurinn og segist ekkert vita. Grunsamlegt finnst ykkur ei?
En því miður lýkur fréttum okkar með þessu og ég kveð. Þetta hefur verið Bjarni Ben með ykkur á þessum dásamlega sunnudegi, sjáumst heil!
Og við erum hætt í útsendingu! Hrópaði kall með derhúfu sem virtist stjórna upptökum.
Góðar fréttir allir saman, hrópaði Bjarni yfir allt. Vel gert, góð samvinna. Hann byrjaði að klappa og brosti breitt.
Bjarni tók yfirhöfn sína og ætlaði að ganga heim á leið, þetta hafði verið langur og strembinn dagur. En áður en hann komst út greip einhver í handlegg hans. Það var gaurinn með derhúfuna, stjórinn hans. Hann hét Jón.
Er eitthvað að? Spurði Jón. Þú ert eitthvað svo utan við þig í dag Bjarni minn.
Ég er góður sko … svaraði Bjarni. Nema … það er eitt sem er að angra mig. Allt þetta Alla mál. Þetta er einum of grunsamlegt.
Hey maður! Þú veist að það er hættulegt að spyrja af mikið af spurningum hér í þessari borg, sér í lagi um The Don. Þú veist hvað þessi maður getur gert. Þú hefur heyrt um … fötu aðferðina hans?
Hvað? Ég hélt að það væru bara sögusagnir! Sagði Bjarni skelkaður.
Allt satt segi ég þér! Sagði Jón.
Ég fæ hroll þegar ég hugsa um það. Jæja, ég er farinn heim. Þetta hefur verið langur dagur. Góða nótt Jón.
Góða nótt Bjarni.
Bjarni gekk út í tunglskynsbjarta nóttina og rölti heim á leið. Þegar hann var kominn hálfa leið eða svo hringdi farsíminn hans.
Halló? Svaraði hann.
Sæll, er þetta Bjarni Ben? Spurði dularfull rödd.
Já þetta er hann. Hver er þetta með leyfi?
Nafn mitt skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég er með upplýsingar handa þér. Upplýsingar sem gætu varpað ljósi á alla starfsemi The Don og komið honum bak við lás og slá. Hefurðu áhuga?
Bjarni hugsaði sig um. Vildi hann flækjast í eitthvað sem var svona úber hættulegt.
Já. Svaraði hann loks. Já ég hef áhuga. Hvað viltu segja mér …?


Á annarri hæð í blokk í hinum hluta borgarinnar var maður að spila á gítar. Maður sá hét Haukur og var að semja lag. Hann var tónlistarmaður, en ekki mjög góður. Hann var enn að reyna að meika það í bransanum.
Sólin er gul eins og hár þitt. Úh yeah. Þú ert svo fín, og þú ert mín. Þú ert algjört beibí, ójá.
Haukur var enn að syngja þegar hann heyrði að einhver var að banka á dyrnar. Hann lagði gítarinn á sófann sinn og gekk til að gá hver væri við dyrnar. Þegar hann opnaði sá hann að þetta var vinur hans Gunnjón. Haldandi á ferðatösku.
Hva … hvað ert þú að gera hér? Spurði Haukur furðulostinn. Ég hélt þú værir enn á hælinu.
Mér var sleppt snemma út. Sagði Gunnjón. Og ég veit ekkert hvert ég á að fara núna, ég á ekkert heimili lengur eftir að við Dísa skildum. Tíkin!
Þú reyndir nú að drepa hana og börnin með ostaskera … ! Sagði Haukur þá.
… satt. Svaraði Gunnjón. En … má ég gista nokkrar nætur hjá þér Haukur. Á meðan ég leita mér að íbúð?
Auðvitað maður, komdu inn.
Gunnjón lagði ferðatöskuna á borðið og fylgdi Hauki inn í forstofuna þar sem Haukur greip gítarinn sinn og skellti sér niður í sófann. Viltu heyra lag, spurði hann? Ég var að semja eitt rétt í þessu.
Gunnjón hafði reynslu af tónlist Hauks og afþakkaði með þeirri afsökun að hann væri svangur.
Ó, það er matur í ískápnum. Fáðu þér bara það sem þú finnur, sagði Haukur.
Ókí dókí. Gunnjón sast niður við hlið Hauks skömmu síðar með nokkra kjúklingabita og kókglas.
Hvað er í sjónvarpinu? Spurði hann Hauk með fullan munninn.
Haukur kveikti á sjónvarpinu. Bjarni Ben var að flytja fréttirnar. Einhver samsærisfrétt um karlmódel.
Ullabjakk, sagði Haukur og skipti um stöð og hann og Gunnjón eyddu restinni af kvöldinu í að horfa á slæman raunveruleikaþátt. Þegar klukkan sló tólf seinna um kvöldið skreið Haukur uppí rúmið sitt og sofnaði en Gunnjón bjó um sig á sófanum. Allt í einu mundi hann eftir að læknirinn sem útskrifaði hann frá geðveikrahælinu hafði látið hann fá pillur sem hann átti að taka einu sinni á dag. Hann tók pilluglasið upp úr vasa sínum og skoðaði það.
Æi, pillur eru fyrir aumingja, sagði hann síðan og kastaði þeim út um gluggann. Síðan fór hann að sofa.




Yfirgefið vöruhús við höfnina, klukkan 12:00

Alída gekk inn í vöruhúsið. Það var frekar dimmt og hún sá ekki vel. Hún gekk um og kallaði.
Halló, er einhver hér? Ég fékk sent þetta bréf sem sagði mér að koma hingað í kvöld út af viðskiptum.
Þú líka? Hey! Það er kominn önnur! Kallaði einhver út úr myrkrinu.
Hver er þar? Kallaði Alída. Augu hennar voru byrjuð að venjast myrkrinu.
Ívar heiti ég, saxafóns spilari. Þú ert ekki sú eina sem fékkst skilaboð um að koma hingað í kvöld.
Fékkst þú líka skilaboð? Spurði Alída hissa. Hún sá núna betur í manninn.
Ekki bara ég … öll þau líka.
Alída sá nú að það voru að minnsta kosti fimm aðrar manneskjur í vöruhúsinu. Fenguð þið öll skilaboð líka um að koma hingað …?
Atli heiti ég, leigumorðingi. Sagði einn þeirra.
Fornleifarfræðingurinn Leifur heiti ég! Sagði annar.
Auk þeirra voru síðan Þóra, fatahönnuður. Sara, leikkona sem Alída kannaðist við úr sjónvarpinu. Og Bryndís, umboðsmaður.
Veit enginn hver sendi ykkur bréfin? Spurði Leifur.
Þau svöruðu öll neitandi.
Þetta er örugglega bara lélegur hrekkur hjá einhverjum lúða, sagði Atli. Ég ætla að koma mér, ég hef fólk sem ég þarf að drepa.
Atli tók í hurðinna, en hún opnaðist ekki. Hann blótaði hressilega.
Hún er læst! Sagði hann.
Fokk! Öskraði Þóra. Ef þetta er einhver hrekkur er hann kominn of langt. Ég …
Uss! Sagði Alída. Sjáið.
Hún benti á Sjónvarp sem stóð ofan á kassa í miðju herberginu. Við hliðina á sjónvarpinu var miði sem stóð á, Kveiktu á mér.
Sara kveikti á sjónvarpinu og andlit kom í ljós á skjánum. Andlit The Don!
Halló, sagði hann rólega. Ef áætlun mín hefur heppnast ættu menn mínir að vera búnir að læsa ykkur inní í vöruhúsinu gamla. Þið sjö eruð ekki hér að ástæðulausu. Sum ykkar skulda mér pening, sum ykkar hafa svikið mig á einn og annan hátt og sum ykkar … drápu ekki rétta gaurinn sem ég vildi drepa.
Allir litu á Atla.
… og þess vegna, hélt The Don áfram. Hef ég ákveðið að útrýma ykkur öllum! Ég hef komið fyrir miklu sprengiefni um allt vöruhúsið svo að þið drepist öll örugglega.
Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið svíkið mig. Veriði sæl.
Það slokknaði á sjónvarpinu.
…. ó, fokk! Sagði Ívar.

Síðan sprakk vöruhúsið.




Það ætti ekki að vera jafn löng bið í næsta kafla eins og það var í þennan, það er að segja ef þið viljið enn fá meira. Ég kveð að sinni og fyrirgefið ef ég var að sprengja ykkur þarna í lokinn.

Já og special thanks fá, Þórður (THT3000) fyrir að koma með hugmyndina um að sprengja þá sem hafa ekki stundað sorpið vel uppá síðkastið. Ragga (Padfoot) fyrir að ýta á eftir mér og styðja mig. Helga … (Parvati) einnig fyrir að reka á eftir mér á fullu og síðast en ekki síst, Bjarni (DrHaHa) fyrir að minna mig alltaf á nokkurra daga fresti á að ljúka við söguna. Takk, takk.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?