Jæja, OK hvað á maður svo að skrifa hér?

Nokkrar minningar:


Hmm ok í leikskóla á Selfossi þar sem ég bjó í 6 ár vorum við alltaf í svona “kyssuleik”. Og strákarnir flúðu alltaf undan öllum stelpunum nema einni, sem var auðvitað sætust og þegar hún nálgaðist stoppuðu strákarnir og hún smellti einum blautum á mann. Ohh good memories :P

Svo í öðrum bekk þegar ég var fluttur í 105 um áramótin þá kom einhver með kínverja inn ( frekar saklausir flugeldar ) og sprengdi hann í fatahenginu x'D og kennarinn og skólastjórinn héldu einhverja klukkutíma ræðu um að þetta væri bannað og eitthvað svona og við vorum bara “ it won't happend again, i sware” hahaha.

Svo í fjórða bekk flutti ég til Mosfellssbæjar, man svosem ekkert eftirminnilegt úr 4. og 5. bekk.

En sumarið eftir 5. bekk flutti ég aftur til Selfoss og í 6. bekk fór ég í minn fyrsta sleik…
úúújééé :P

Og svo flutti ég aftur til Mosó rétt áður en 7. bekkur byrjaði og þá um jólin byrjaði mesta drama árgangsins… Það var þannig að ég gaf vinkonu minni einhverja styttu eða eitthvað í jólagjöf og hún gaf mér geisladisk ( ég bjóst nú ekki við því sko ) og hún varð svo fúl að hún talaði ekki við mig í einhverja 4 mánuði, og öllum í bekknum fannst hún vera drusla og eitthvað svona. Já og svo er skemmtilegt að bæta við að 1 viku fyrir samræmdu prófin fékk ég berkjabólgu þannig ég slapp við að taka þau :D

Í 8. bekk gerðist eitt mjög eftirminnilegt… Allavega bekkurinn minn var svona óþekki bekkurinn. Og einn daginn fengum við að vera inni í stofu í frímínútum, og einhverjum fannst mjög fyndið að fara inná c700.com og hafa kveikt á skjávarpanum X'D. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Og svo voru einhverjir strákar kallaðir til skólastjórans og það var gert þvílíkt mál úr þessu!

Svo núna er ég fluttur ( ohh alltaf að flytja! ) til Danmörku og er í svona stuðningsbekk af því ég skil ekki þetta “tungumál”. Og svo skrópaðum við öll ( við erum 8 í bekknum ) í einn tíma. Og kennarinn KLIKKAÐIST! lét okkur skrifa ritgerð um afhverju við skrópuðum og hvernig skólinn heima á Íslandi myndi bregðast við. Frekar skondið!


En þetta voru mínar minningar úr skóla og vonandi eiga fleiri eftir að koma :D