Busunin í Verkmenntaskólanum á Akureyri Ókey ég sendi inn þessa grein inn á Sorpið vegna þess að hún á skilið að vera þar vegna þess að busunin mín var bara eintómt SORP! og já þetta er ekki blogg btw…

Núna í dag, 31. ágúst 2006, var Busahátíð, a.k.a. Busavígsla, í Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar sem 50 böðlar busuðu okkur um það bil 260 busa í VMA. Yfirböðullinn var eins og djöfullinn í mannsholdi. Böðlarnir réðust inn í kennslustundir hjá okkur busunum og drógu okkur fram og máttum aðeins labba eftir einni ákveðnri línu, með því fylgdi, hopp, reka haus í borð, tómatsósa í hár, blautir klessulitir í andlit og auðvitað var gert okkur að algjörum fíflum…

Ég persónulega var plöstuð við stólpa með öðrum “fellow” busa en sem betur fer var þetta bara plast eins og er notað á matvörur… en þessum heilvirtu snillingum, böðlunum, duttu í hug að láta okkur syngja fyrir sig Með Afa lagið, þetta gamla góða klassíska lag sem er búið að að skemmta manni síðan maður maður var 5 ára púki eða yngri, en því miður erum við busarnir alveg hrottalega feimnir stundum, og það reiddi bara böðlana ennþá meir og urðu ennþá meira kvikindislegri…

Svo datt þessum böðlum í hug að búa til leik, sem olli því að maður situr uppi með marga, marga, MARGA marbletti… vil ekki tala um það meir… en þegar það leið á tímann í þessum horbjóði fór einn og einn bekkur í svo kallaða “Draugahúsið” sem var í kjallara skólans, þar sem þessi skóli er alveg brjálæðislega stór og kjallarinn jafnstór og skólinn sjálfur næstum því, inn í þessu Draugahúsi var blaut og illa lyktandi rollu ull, hrossaskinn og það áttu víst að vera loppur af kindum hangandi niður úr loftinu, en einhvernvegin efast ég það að böðlarnir hafi skorið lappirnar af nokkrum rollum bara til þess að hræða okkur…

Að loknu Draugahússins var Sprell á túninu sunnan við skólann, þar voru tveir og tveir teypaðir saman á höndunum og fótunum og voru látir fara í svona svokallaða “Þrekbraut”, á meðan biðröðin að brautinni var gengu böðlarnir um með skálar fullar af deigi til þess að klína í andlit og hár okkar.

En þessi dásamlega braut innihélt:

-Braut full af drullu, (örugglega smá kúamíkja í brautinni trúi ég)
-Dekkjahlaup, eins og er alltaf í svona Fitness keppnum, en… dekkin voru öll út í drullu og KINDABLÓÐI!!
-Hjólböru hlaup, annar aðilinn átti að sitja í hjólbörum sem voru fullar af ískaldri drullu sem gjörsamlega gerði mann gjörsamlega tilfinningalausan í afturendanum.
-Eggjahlaup, það gekk út að það að vera með skeið upp í sér, öll mökuð út í mysu og með egg á skeiðinni, maður fékk bara 15 sek. til þess að hlaupa brautina og ef maður missti eggið átti maður að sleykja það upp af jörðinni.
-Labba á planka, það gekk bara út á það að labba einn planka, en sumir lenntu í því að þurfa að snúa sér við á honum, og þar sem plankinn var sleipur duttu sumir, en aðrir þurftu að stoppa á miðjunni og synga fyrir fólkið.
-Semi-Herbúðir, þetta var bara eins og herbúðir, rekið á eftir manni nánast með svipu, (en samt var engin svipa) og sá sem var seinastur með þessa braut þurfti að endurtaka hana.
-Seinast var svona “Soap-Slide” þar átti maður bara að láta sig renna eftir sápu og vatni.

Persónulega ég sjálf lennti ég í algjörun hremmingum í þessari “þrekbraut” ég lennti í því að æla næstum því á strákinn sem ég var teypuð við eftir að hafa skriðið í drullunni sem var örugglega kúamíkja í, svo hrinti böðull mér af plankanum og ég var sú seinasta að klára þessar svokölluðu “herbúðir” og þurfti þar með að endurtaka hana, en rétt áður en ég kláraði hana flúði ég, treystið mér, það er ekki góð hugmynd að flýja undan böðli, ráðlegg ekki busum að gera það…

En loksins þegar þetta “sprell” var búið þá vorum við aftur öll kölluð á túnið og látin þjappa okkur óþarflega saman og svo að setjast niður, en nei, allt í einu heyrðum við sírenu hljóð, anskotans slökkvuliðið hafði komið til þess að smúla okkur ÖLL, shit hvað þetta var það kaldasta vatn sem ég hef fundið fyrir á ævi minni! en loksins þegar þessu “sprelli” lauk, endaði þessi busavígsla með grilli.

Svona var mín busun í 31. ágúst 2006

og já btw, myndina fékk ég á síðu skólans og engin skítaköst takk fyrir…

-Zimpo