Jæja gott fólk, það hafa fáar greinar komið á sorpið undanfarið svo að ég ákvað að skrifa sögu. En ég vara ykkur við, þið munuð ekki fatta neitt hvað er að gerast í sögunni því að eins og stendur í titlinum er þetta 41. kafli, ég fatta heldur ekki sjálfur hvað er að gerast því að ég hef ekki samið hina 40 kaflana enn og mun líklega aldrei gera. Ef þið viljið þá getiði notað 3-D gleraugu við lesturinn en það má líka lesa án þeirra. Njótið vel :)

Steingrímur tók upp gúmmíhanskan og setti hann á sig, hann. Vilhjálmur kom til hans í síða bleika náttkjólnum sínum. Steingrímur hafði aldrei fyrr tekið eftir því hvað náttkjóllinn hans var fallegur.
Vilhjálmur sagði við hann með töfrandi röddu. “Forðaðu þér Steingrímur minn, þú vilt ekki að það komi fyrir þig það sama og kom fyrir Lárus (sjá kafla 28). Steingrímur þurfti ekki að láta segja sér það tvisvar. Hann hljóp eins hratt og hann gat og úr augsýn Vilhjálms.

Á meðan voru Jósefía og félagar að berjast við risastóru skopparakringluna.
“Þetta þýðir ekkert”, öskraði Hallur til Jósefínu. Þetta er engin venjuleg skopparakringla, þessi skopparakringla er ill.
En einmitt þegar Hallur var búinn að klára setninguna þá valtaði skopparakringlan yfir hann og hann kramdist eins og maur.
“Neeeeeeiiiiii!”, öskraði Jósefína. Hún tók upp rúðuþurkuna sína og henti í skopparakringluna sem öskraði þá.
“Noooooo, my one weakness, aaarrrggghhh”, og síðan sprakk kringlan og allt var hljótt. Jósefína hljóp að því sem var eftir að líkama Hallar. Hann var enn á lífi.
Hann sagði: “Segðu syni mínum …”.
Já, sagði Jósefína, hvað á ég að segja honum.
“Segðu honum …”
Já …?
“Segðu honum að … ugghh”, Hallur var dauður.
Ha? sagði Jósefína. Segja honum að ugghh … það meikar ekkert sense maður. Hallur? .. Hallur? Neeeeeiiiiii!

Á sama tíma var Þórhallur að hita sér samloku, hann horfði á brauðið snúast í hringi inn í örbylgjuofninum. Allt í einu var bankað á hurðina. Þórhallur labbaði í átt að dyrunum. Hver skyldi þetta vera? Var þetta Jón?
Hann opnaði hurðina. Friðrik stóð þarna rennblautur eins og flóðhestur.
“Ég vildi bara gefa þér þetta”, sagði hann og rétti honum myndaalbúm.
Þetta gat aðeins þýtt eitt, Fríða var enn á lífi.


Steingrímur var búinn að hlaupa nógu lengi, hann stoppaði til að ná andanum, en þar sá hann hana. Hann sá … Svínhildi. Hún sat á steini og horfði tómlega út í loftið. Steingrímur gekk til hennnar.
“ Sæl Svínhildur”, sagði Steingrímur.
“ Vertu blessaður Steingrímur” svaraði Svínhildur.
Það byrjaði að rigna og droparnir féllu á þau eins og gulrætukökur.
“Ég sagði þér aldrei eitt Steingrímur”, sagði svínhildur.
“Hvað sagðir þú mér ei Svínhildur”, spurði Steingrímur skelkaður.
Ég … er faðir þinn Steingrímur.

To be continued …
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?