Sagan 2. kafli: Og hvar erum við nú.... Játvarður hentist upp í loftið og sá fölsku tennurnar sínar springa í loft upp og vindillinn þeirra með. Hann meiddi sig ofur mikið þegar hann flaug upp í loftið og höfuðið skall í brennandi stólpana, höggið var svo mikið að hann missti meðvitund
*-*_*-*
Bíbí horfði á brennandi húsið ofan frá, þegar sprengingin kom hafði hún þeyst upp í loftið, hún var ekki viss hvar hún var og hún mundi bara að hún hefði verið á leiðinni heim.
*-*_*-*
Hún opnaði augun en sá ekki neitt í fyrstu, ljósið var of bjart, hvar var hún? Það ríkti dauðaþögn.
Hún reisti sig við, skrítin lykt, allt eithvað svo… fersk, var það rétta orðið, en það var líka önnur lykt í loftinu. Lykt sem var svolítið lík eldi, og, eyðingu?
“Öö halló?” Hver var það sem talaði?? Hún opnaði augun, en sá ekki neinn.
“Hver er þar?”
“Ég held ég heiti Joan, en ég er ekki viss…”
“Hvar ertu?”
“Ég er hérna beint fyrir framan þig” var svarað. En hún sá ekki neinn.
“Nei ekki í alvöru, það er ekki eins og ástandið sé ekki nógu ógnvekjandi.”
“Sérðu mig virkilega ekki?”
*-*_*-*
Joan var hrædd, gat það virkilega verið að stelpan sæi hana ekki…hún var alveg eins og hún hafði verið í… gær?
Hún leit á tærnar á sér og maginn tók dýfu, fæturnar, hvar voru þeir, hendurnar, maginn…
Hún lokaði augunum og opnaði þau aftur…
“Ha bíddu þú birtist bara allt í einu,” sagði stelpan og horfði forviða á hana.
“Áttu við að ég hafi verið ósýnileg?
“Ég veit það ekki, sagði hún, en áður en við pælum meira í því skulum við reyna að átta okkur á því hvar við erum,” en lágvær hósti sem barst úr öskuhrúgu skammt frá truflaði þær í þessum hugleiðingum.
*-*_*-*
Höfuðið… það var eins og höfuðið stæði í ljósum logum, áái….þetta var virkilega vont.
Hann opnaði augun og sá ekki neitt nema bletti sem dönsuðu fyrir augunum. Hann hóstaði og brá í brún þegar hann heyrði raddir nálægt.
*-*_*-*
“Hvað var þetta” spurði Joan og leit á hana.
“Ég veit það ekki, athugum það”
Þegar hún stóð fann hún til í fætinum og leit niður á hann. Hann var allur blóðrisa og mest af skinninu hafði verið tætt af.
“Þetta er ljótt sár.” sagði Joan og leit svoa á hana”hvað heitirðu??”
“Ég heiti Bíbí”svaraði hún og gekk af stað í áttina þaðan sem hljóðið hafði komið….
Þær lyftu sviðnuðu spítnabraki og undir lá mannvera… hún var ill farin og leit út fyrir að hafa orðið fyrir loftsteini.
Strákurinn opnaði augun og leit á þær. Hann virtist með óráði svo þær drógu hann undan spítunum og fóru svo að leita að einhverjum stað til að vera á.
*-*_*-*
“Hvað gerðist eiginlega?”Joan leit á hana strákurinn var að ranka við sér.
“Ég veit það ekki en við verðum að komast að því, ætli það séu ekki einhverjir aðrir hérna?”
“Ég veit það nú ekki það lítur út fyrir að eyðileggingin sé mjög mikil….” Það var strákurinn sem talaði. Hann var grannur og meðal hár, hárið var meðal sítt og brúnt hann var ekkert sérstakur fyrir utan agnlitinn grágrænblá……
“Hvað heitirðu?” spurði Joan og sagði svo” Veistu hvað gerðist? Manstu eithvað?”
*-*_*-*
Myrkur…. meira myrkur… bakið á honum logaði af sársauka. Þegar hann opnaði augun svifu svartir punktar yfir því sem hann sá. Hann sá… eða fann að hann lá í flæðarmálinu… Sjór, það minnti hann á eithvað eithvað gott, heimil? Hvar var hann?
Það eina sem hann var nokkurn vegin viss um var hvað hann hét og jafnvel það virtist ekki vera rétt… D eithvað… Hann gat ekki munað meira. Hann var einhvers staðar, í alveg nýjum heimi. Það var hann viss um.
*-*_*-*
nú á ég fullt af úrvals kartöflum dirilídæ