Ég er búin að pæla mjög mikið í því hvernig gosflöskur eru í laginu.. Af hverju geta þær ekki verið Kassalaga -Það kæmist mun meira fyrir í þeim og þær yrðu ekki eins valtar, það yrði mun auðveldara að halda gosinu í flöskunni af því að maður væri ekki alltaf að reka sig í hana og henda henni á gólfið.
Tökum sem dæmi Fantaflösku - Hvað er málið með hálsin á flöskunni.. Hann kemur svona inn og svo aftur út.. Og svo er verið að tala um betra grip.. HAFIÐI FLÖSKURNA KASSALAGA!!! Mér finnst þetta flöskudæmi alveg stórfurðulegt. Engar af þeim eru eins og svo er alltaf verið að breyta þeim og bæta.. ég meina.. af hverju ekki bara að hafa þær allar eins og halda þeirri gerð af flöskum í langa tíma, kannski svona 10-15 ár ef ekki lengur.. Það væri hugmynd.. Svo er líka annað í sambandi við þessar flöskur og það er hvernig þær verða til. Þær eru first svona eins og typpi í laginu og svo fara þær í gegnum einhverja vél og BOOM.. Það verður til þessi massa flaska.. Sem bæ ðe vei líkist EKKERT tippi.. Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt en það eru víst einhverjar svaka vélar sem sjáum um þessa háþróuðu tæknibrellur. Og svo þegar það er búið að af-tippa þær þá á eftir að setja þennan mjög svo merkilega miða á flöskuna, sem á stendur Fanta eða appelsín. Og hann þarf náttúrulega að vera rosa spes líka hann þarf að vera úr svona pappír sem nær allan hringinn og með svona ofsa flottu logo-i. Það er ekki nóg að skrifa bara Fanta á lítinn miða og lima hann svo á.. Ónei, held nú ekki.. Það þarf að eyða hellingstíma í það að teikna upp logo í svona tölvu og svo þarf að fá samþykki hjá öllum skjalatöskuköllunum hjá Flöskufyrirtækinu og það er ekkert alltaf sem að það fæst. Og ef að Skjalatöskuflöskukallarnir sammþykkja þá þarf logo-ið að fara í svokallaða prentun þar sem logo-ið er fjöldaframleitt á þennan mjög svo sérstaka pappír sem er svo límdur á flöskurnar. Alveg svakalega spes. Og svo eru það tapparnir, það er nefnilega ekki nóg að vera með svona flott logo á pappírnum það þarf líka að hafa það á tappanum.. Hver er tilgangurinn með því? Að prenta logo-ið líka á tappan er bara peningasóun.. Fólk getur alveg lesið á miðann.. Það þurfti nú að hamast andskoti nóg yfir honum. Og svo þegar það er búið að framleiða allt þetta stuff og koma þessu blessaða gosi í þessa áður umræddu flösku þá er farið með hana í búðirnar og svona manneskjur sem ganga um og drekka gos koma og kaupa þær – Með gosinu í, mér finnst flöskurnar svona einar og sér alveg nógu merkilegar.. En þegar fólkið er búið að kaupa þær, borga fyrir þær og búnar að fara með þær heim og búið að drekka úr þeim þá er komið að því að fara með flöskuna í endurvinnsluna. Þar er hún sett í poka ásamt mörg þúsundum annara stórmerkilegra gosflaskna sem eiga sér einga framtíð.. Nema sem Flíspeysur.. Já þið lásuð rétt, Flíspeysur. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar litlu-sætu-ekkikassalaga-gosflöskur meiga þola..

Þegar þið hafið lesið þessa grein eigið þið að vera uppfróð um lífsferil gosflaskna, þar að segja þeir sem nenntu að lesa greinnina. En þeir sem kláruðu ekki að lesa þessa mjög svo merkilegu grein um gosfloskur og umbúðirnar sem fylgja þeim.. svo sem miða og tappa eiga að byrja aftur á byrjuninni á greininni og gjöra svo vela ð klára að lesa hana.. Eftir allt þá er ég alveg viss um að allir sem lesa þetta (eða byrji að lesa þetta) hafi átt einhvern þátt í því að gosflöskur séu svona vinsælar.. Þannig að byrjiði nú að lesa litlu aparassarnir ykkar..

Takk fyrir mig..
Kv. Flöskuverndarinn


www.blog.central.is/kitty_5