Jæja þá er ég búinn með þriðja kaflan í þessari sögu minni. Ef þið hafið ekki lesið fyrstu tvo, klikkið þá á nickið mitt og gerið það.
Vinsamlegast commenta ef þið lesið.



Allir fjórir áhafnarmeðlimirnir gengu inn á gamalt gistiheimili. Það var feitur maður að lesa dagblað við afgreiðsluborðið.
Er einhver með einhverja peninga á sér? spurði Skúli.
Nei ekki ég, svaraði Mummi. Það er ein ástæðan fyrir því að ég er í þessari fjársjóðsleit.
Skúli leit á Finnboga.
Ég er bara með nokkrar uppfinningar í vasanum, sagði hann. En hvað um þig Kristján?
Ég eyddi öllum mínum pening í bjórinn sem Mummi drakk á síðustu kránni sem við fórum á, sagði Kristján og leit illilega á Mumma sem roðnaði.
Jæja þá, sagði Skúli. Ég sé um þetta.
Hann gekk upp að feita manninum með dagblaðið og sagði: Góði maður, við erum hér komnir til að fá herbergi með fjórum rúmum.
Feiti maðurinn leit upp frá blaðinu. Það kostar sjö skildinga.
Ehh já … málið er að við eigum eiginlega engan pening.
Feiti maðurinn leit reiðilega á Skúla. Engin peningur, ekkert herbergi. Hann sneri sér aftur að dagblaðinu.
Jæja þá, sagði Skúli. Megum við borga í einhverju öðru en peningum.
Hmmmm, hvað eruð þið með á ykkur, spurði sá feiti.
Tæmið vasana strax! skipaði Skúli þeim.
Þeir settu allt sem var í vösunum þeirra á afgreiðsluborðið og byrjuðu að fara yfir það.
Hmm látum okkur nú sjá, sagði Kristján. Tvær bréfaklemmur, títuprjónn og … barbídúkka? Hver á þetta, hann lyfti dúkkunni upp.
Ehhh … Mummi roðnaði. Ég á þetta víst hehe.
Hálfviti, sagði Skúli og Kristján rétti honum aftur barbídúkkuna sína.
Ég er hræddur um að tvær bréfaklemmur og títuprjónn sé ekki nóg drengir mínir, sagði feiti maðurinn. En ég skal glaður gefa ykkur herbergi fyrir þetta þarna, hann benti græðgislega á barbídúkkuna í höndum Mumma.
Ha? Nei aldrei, sagði Mummi. Ég keypti hana dýrum dómum og … uhh … sko ég meina að ég fann hana, já einmitt.
Skúli tók dúkkuna af honum og rétti feita manninum. Mummi gaf frá sér óánægjuhljóð.
Jibbí, sagði feiti maðurinn. Nú er safnið mitt fullkomnað.
Hann rétti þeim lykil. Það er herbergi sautján, sagði hann.
Þeir fóru upp stigan að herbergi sautján. Þetta var druslulegt herbergi, kóngulóarvefir allsstaðar og mikið af ryki.
Þið ættuð að fá smá svefn, sagði Skúli. Snemma í fyrramálið siglum við svo til Eldfjallaeyjunnar.
En ég sagði það áðan að klukkan er ekki einu sinni orðin fimm, sagði Finnbogi.
Skúli lamdi hann í nefið með stafnum sínum fast.
Einhver annar sem ætlar að mótmæla mér, spurði hann.
Nei alls ekki, sögðu Kristján og Mummi. Finnbogi nuddaði sárt nefið.
Þeir lögðust allir til svefns í rúmin sín af því að enginn vildi fá stafinn hans Skúla í andlitið.
Það var kominn nótt og Kristján gat ekki sofnað, hann var að hugsa um hvað hann myndi eyða peningunum sínum í þegar þeir finndu fjársjóðinn mikla. Þá heyrðist þrusk einhversstaðar á ganginum og Kristján heyrði einhverjar raddir.

Ertu viss um að þetta sé rétta herbergið?
Já ég er viss um það komdu nú, við verðum að ná kortinu af þeim.
Mennirnir sem voru að tala saman voru nú að ganga inn í herbergið. Kristján dró upp sverðið sitt og stökk að þeim en var kýldur burt af einum þeirra og datt harkalega í gólfið. Vinir hans vöknuðu við þetta hljóð, það tók þá ekki langan tíma að fatta hvað var í gangi.
Út um gluggan allir, æpti Skúli til þeirra. Farið um borð Feita Munksins, ég tef þá.
Finnbogi, Mummi og Kristján hoppuðu allir fimlega út um gluggan og hlupu í átt að skipinu.
Sjóræningjarnir tveir sem höfðu verið sendir til að ná kortinu voru Baldur og H. Karl.
Hahaha, hló Baldur. Heldurðu virkilega að við getum ekki sigrað gamlan karl eins og þig?
Skúli (sem var náttúrulega blindur) byrjaði að sveifla stafnum sínum í allar áttir í von um að hitta einhvern af þeim, sem hann síðan gerði. Hann hitti beint í hnéð á H. Karli sem æpti upp yfir sig af sársauka og byrjaði að gráta á öxlinni á Baldri. Skúli nýtti sér þetta og hoppaði út um gluggan og hljóp að skipinu þar sem hinir áhafnarmeðlimirnir biðu hans.
Skúli fór um borð Feita Munksins og sagði við Kristján: Sigldu með okkur til eldfjallaeyjunnar, þar finnum við fyrsta bútinn af kortinu, og drífðu þig að leggja af stað. Þeir sem voru að reyna að ná kortinu tilheyra líklega áhöfn, og sú áhöfn mun reyna að ná kortinu aftur.

Kristján stýrði skipinu af stað með stefnuna á Eldfjallaeyju.
Það fer að birta bráðum, sagði Mummi. Ég ætti að fara og undirbúa morgunmat handa okkur. Kristján sem var sá eini sem hafði haft reynslu af eldamennsku Mumma var fljótur að afþakka morgunverðinn en hinir áhafnarmeðlimirnir þáðu matinn.

Tvem tímum síðar þegar allir voru nýbúnir að æla í sjóinn eftir matinn hans Mumma spurði Finnbogi: Hvað haldið þið að það sé langt eftir af ferðinni?
Svona um það bil klukkutími, svaraði Skúli.
Hefurðu komið á eyjuna áður? spurði Kristján.
Einu sinni með pabba þínum þegar við vorum að leita að fjársjóðinum sjálfir, við urðum að fara til baka af því að við náðum ekki yfir gildrurnar.
Gildrurnar? sagði Mummi. Þú minntist aldrei á neinar gildrur.
Nú, sagði Skúli. Ætli ég hafi ekki bara gleymt því. Alla leið að eldfjallinu eru lífshættulegar gildrur sem …
Skúli komst ekki lengra því að fallbyssuskot flaug rétt fyrir ofan höfuðið á honum með miklum hávaða. Skipið sem hafði skotið á þá sigldi nokkur hundruð metra frá þeim og Kristján náði rétt svo að sjá nafnið á því með sjónaukanum sínum. “Gráa Klósettið”
Þetta eru sjóræningjarnir sem vildu kortið, öskraði Skúli. Fulla ferð áfram. Hlaðið fallbyssurnar. Þetta er Drullusokkur og menn hans. Skipið nálgaðist þá óðfluga. Mummi skaut úr einni fallbyssunni og hitti í sjóinn hægra meginn við Gráa Klósettið. Það kom stór vatnsgusa eftir skotið og hún lenti í stýrimanninum sem datt og skipið tók krappa beygju til vinstri og klessti á stein sem stóð upp úr sjónum.
Þetta ætti að gefa okkur nokkrar mínútur, sagði Kristján glaður.

Þeir sigldu í um það bil 45 mínútur og þá sáu þeir hana, Eldfjallaeyjuna. Engin lifandi maður hafði nokkru sinni komist að eldfjallinu, nema náttúrúlega gaurinn sem setti kortið þar.
Þetta var mjög stór eyja og næstum gróður allstaðar og í miðjunni á eyjunni var eldfjallið mikla. Svo stórt að þeir sáu næstum ekki toppinn á því. Einhversstaðar þarna var einn hluti kortsins. Kristján hugsaði með sér hvað þetta yrði erfitt og andvarpaði er hann steig út úr skipinu og lenti á ströndinni á Eldfjallaeyjunni með félögum sínum.


Lok Þriðja Hluta
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?