Klikkið á nickið mitt til að skoða fyrri hluta sögunar. (ekki að neinn muni gera það samt)

Ef þið lesið söguna KOMMENTA!!!

Jónasarvogur
Hetjurnar okkar fræknu allidude og Maggi Lýsi höfðu sloppið úr hellinum og frá hinum lífshættulega pirrandi grímuklæddu gaurum og höfðu nú eftir margra daga ferðalag komið að sjávarþorpinu Jónasarvogi.
“Við verðum að gista einhverstaðar” sagði Maggi.
“Ég hef oft komið hingað og ég veit því að besti gististaðurinn er ‘Gistihús Jósefínu’” sagði allidude.
Þeir gengu í gegnum þorpið þangað til að þeir stoppuðu fyrir framan gistihúsið.
allidude snéri sér að Magga. “Hvað sem þú gerir ekki borða gúrkugrautinn hennar Jósefínu.”
“Okei ég skal reyna að standast freistinguna” svaraði Maggi og álit hans á alladude lækkaði.
allidude bankaði á dyrnar. Risastór vera kom til dyra. Magga fannst ómögulegt að þetta væri mennskt.
“JEI gestir” sagði hin risastóra Jósefína.
“Já ég er hræddur um það” sagði allidude.
“KOMIÐ INN” öskraði Jósefína.
Þeir gengu inn á eftir henni.
“Hérna er herbergið ykkar” sagði Jósefína eftir að hafa fylgt þeim upp stigann.
“Takk” sagði Maggi og skellti dyrunum á nefið á henni. “Hvað gerum við nú?”
“Við förum og náum aftur í gulrótina þína” svaraði allidude.
“Afhverju vilt þú hjálpa mér að ná í gulrótina og hvernig eigum við svosem að ná í hana allidude?.”
“Afhverju? AFHVERJU?!? Ég fylgdist með þér í mörg ár og stal jarðaberjunum þínum og þú spyrð afhverju ég vil hjálpa” sagði allidude móðgaður. “Og til að svara seinni spurningunni: Við fáum hjálp konungsins.”
Það var á þeirri stundu þegar Maggi missti allt álit sitt á alladude. “AAAH ertu klikkaður?”
“Já það hafa margir sagt en afhverju heldur þú það.”
“Afhverju ætti konungurinn að vilja hjálpa mér?” sagði Maggi.
“Því hann …. ER FAÐIR ÞINN.”
“Er það?”
“Nei”
“Ókei … skil …. afhverju vill hann þá hjálpa mér?”
“Ég skal sko segja þér það” sagði allidude. “Við segjum honum bara að Rauður sé líklegur til að nota óskirnar til þess að gera árás á ríki hans og stela konungssætinu hans.”
“Og á hann að trúa því?”
“Já hann er mjög heimskur.”
“Ég skil.”
Allt í einu voru dyrnar opnaðar. “Komið og fáið ykkur gúrkugraut” sagði Jósefína sem stóð í dyrunum.
“AAAAAH” öskraði allidude og hoppaði út um gluggann.
“Nei takk við erum ekki svangir” sagði Maggi.
“… ahh the pain … the paaaaaain” heyrðist í alladude niðri á götunni.
En það sem allidude og Maggi vissu ekki var að úti á götum Jónasarvogs var dularfullur grímuklæddur gaur að nafni Jóhann eitthvað að læðupúkast.
Jóhann gekk að kofa og bankaði.
“HVAÐ?” sagði skeggjaður maður sem kom til dyra og klóraði sér í rassinum.
“Ert þú hinn illi kafteinn Nonni” sagði Jóhann.
“Já” sagði sá skeggjaði.
“Ég heiti Jóhann og ætla að gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.”

Hálf-sokkni Hrúðukarlinn
“Jæja” sagði allidude þegar Maggi var ný vaknaður. “Við þurfum að drífa okkur að finna skip til að sigla til Konungsborgarinnar.
“Hvar finnum við skip” sagði Maggi.
“… úti hvar annarstaðar” svaraði allidude.
“Þú meinar.”
Þeir gengu niður og Jósefína kom á móti þeim. “Eruð þið að fara strax” spurði hún. “Viljið þið ekki fá ykkur smá gúrku….”
allidude greip um eyrun, lokaði augunum, byrjaði að söngla og hljóp út eins hratt og hann gat en klessti á vegg.
Stuttu síðar komu þeir á bar í grenndinni. “Hérna ættum við að finna skip” sagði allidude.
Þeir gengu inn. Það var allt morandi í blindfullum sjómönnum sem kýldu tennurnar úr hverjum öðrum til skiptis. allidude settist við borðið og lét braka í puttunum.
“Hver ert þú og hvað viltu” sagði feitur og skítugur barþjóninn.
“Ég er hinn rosalega fallegi og geðveikt frábæri allidude, þó ég segi sjálfur frá og ég hef áhuga á að fara með skipi til Konungsborgarinnar.”
“Sagðistu vilja fara til Konungsborgarinnar” sagði skeggjaður maður sem sat rétt hjá þeim. “Það vill svo til að ég er tilbúinn að fara með þig þangað algerlega ókeypis”. Hann brosti svo að sást í allar fimm tennurnar gulllituðu.
“Hmm .. hvað kostar það?” sagði allidude huxi.
Það varð löng þögn. Sá skeggjaði snéri sér að Magga. “Er hann að grínast ég var að segja að þetta væri ókeypis.”
“Já, hann er dáldið skrýtinn.”
“Ókeypis segir þú” sagði allidude allt í einu. “Skoðum þá bátinn.”
“Hérna er hann” sagði sá skeggjaði þegar þeir voru komnir niður á höfn.
Þetta var mjög illafarið skip svo götótt að það leit út fyrir að vera nokkrir fljúgandi viðarbútar. Á hliðinni á því stóð Hálf-sokkni Hrúðukarlinn.
“Jámm það er … já” sagði Maggi.
“Við tökum það en aðeins ef þú lækkar verðið um 15%” sagði allidude.
“Já en …” sagði sá skeggjaði. “Já en ég var að segja … jæja þá ég skal lækka það.”
allidude hló og snéri sér svo að Magga. “Maður á alltaf að reyna að græða í viðskiptum.”
“Já mér skilst það” sagði Maggi og álit hans á alladude var komið niður fyrir núll.
“Leif mér að kynna ykkur fyrir áhöfninni” sagði karlinn. “Þetta er Jonni”, hann benti á tveggja metra háan tattúveraðann sköllóttann gaur með hring í nefninu.
“Má ég lemja þá stjóri, mig langar að lemja þá” sagði Jonni.
“Nei ekki núna Jonni þeir eru viðskiptavinir.” Sá skeggjaði snéri sér að nokkrum öðrum illilegum gaurum. “Ég nennti ekki að læra nöfnin á þessum svo ég kalla þá bara alla Finn.”
“Einmitt það er mjög gáfulegt” sagði allidude.
“Sjálfur heiti ég Kafteinn Nonni og ég get lofað ykkur því að ferðin verður stutt … mjög stutt HAHAHAAA.”
“Takk fyrir það” sagði allidude.
Svo fóru allidude og Maggi til herbergis síns án þess að vita að það var annar farþegi með þeim á skipinu …. grímuklæddur gaur að nafni Jóhann.

O-Ó Nú er illt í efni ekki tyggja má! Hvernig sleppa félagarnir úr þessu? Bölvar allidude bak við tölvuna? Hvert er hið ótrúlega plan Nonna? Hvað verða eiginlega margir hlutar í þessa andsk. sögu? Hvað er að ske hjá Drésa? Fylgist með …