“í Sögusamkeppnina”

A.T.H. SAGA ÞESSI ER EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA OG ANNARRA VIÐHVÆMRA SÁLA!!!

Ef áhugi er til staðar er líklegt að það komi framhald ;Þ


Svo góða skemmtun…





Psychopathinn

“Hmmmm.. Hvar ætli það sé nú best að byrja? Nú, líklega á byrjuninni!

Ég, Kári Sigurðsson, er hálfþrítugur, fyrir þá sem ekkert skilja þá þýðir það fimmtán ára, ég er vitleysingur héðan úr miðbænum.

Foreldrar mínir, Sigurður og Klara, eru alkahólistar í afneitun, ásamt því að vera í dópi… Eftir nokkur ár í slíkri fjölskyldu segir það sig kannski sjálft að ég og Sæþór, yfirleitt kallaður Þórir, erum að sjálfsögðu líka í dópi, en þar sem við erum engir hálfvitar þá erum við alls ekki í neinni afneitun… Ég var 10 ára þegar ég byrjaði fyrst að reykja hass með Sæþóri og vinum hans…

Okey þetta er ekki byrjunin, byrjum á byrjuninni…

Ég, Þórir og Guðný, erum alsystkini, í dag er ég 15 ára, Þórir 19 ára og Guðný 8 ára.

Fjandinn hafi það, þetta er ekki byrjunin! Hvar í fjandanum er helvítis byrjunin?

Jæja, tökum því rólega, höfum þetta einfalt, í grófum dráttum, en kannski ekki of grófum, en ég lofa engu…

Jámz, móður minni var semsagt nauðgað þegar hún var 13 ára, af manni sem var nú bara 17 árum eldri en hún, en hvernig sem á því stendur þá var þessi sick maður faðir minn smekklegt ekki satt? Eins sorglegt og það getur orðið þá varð hún ólétt,en þar sem fæstar 14 ára stelpur eru tilbúnar í að ala upp barn þá tóku foreldrar hans með glöðu geði við barnabarninu, sem var að sjálfsögðu Sæþór bróðir minn. Aumingja Þórir þurfti að alast upp hjá ömmu og afa, hann talar sjaldan um það en mér skilst það á hinu og þessu, sem hann hefur látið útúr sér á fylleríi, að hann hafi ekki átt sjö dagana sæla þar.

Tveim árum seinna byrjaði slutið hún móðir mín með nauðgaranum, föður mínum, ég veit það er sick en svona er það nú samt.

Eftir 3 fóstureyðingar á einu ári, áttu þau ekki neina peninga og því neyddust þau til að leyfa næsta fóstri að lifa. Allir peningar heimilisins fóru náttla í dóp og brennivín. Svo þegar mamma var 18 ára, fæddist ég inn í þetta sorglega líf… Demit, sjálfsvorkunnin átti ekki að vera með en hvað um það.. Hvert var ég annars komin?

Tja.. Einhverstaðar hérna, jámz, lífið gekk sinn vanagang þegar ég var 6 ára… Hvað gerðist aftur þá?

Já einmitt, mamma varð aftur ólétt, af Guðnýju að þessu sinni, að sjálfsögðu… Bla, bla, bla, það líða fjögur ómerkileg ár.. En hvað gerðist svo? Jámz, amma dó svo Þórir flutti inn, yay! Loksins eitthvað jákvætt í þessari sögu, Já, ég og Þórir urðum fljótlega góðir vinir, þrátt fyrir fjögurra ára aldursmun.

Þórir tók mig með sér út, að hitta fólkið hans, þar var reyndar lítið annað gert en drekka og dópa en okkur fannst það ekkert svo slæmt. Þegar Þórir hafði sagt þeim frá heimilis aðstæðum þá var ég ávallt velkominn með, og varð svo fljótlega óaðskiljanlegur hluti af hópnum…”

Hvað er ég að segja skólanum frá þessu? Það kæmi bara fullt af góðu fólki í vandræði! Svo er þetta náttla bara ein ritgerð. Mamma á hvort eð aldrei eftir að gera neitt, held ég, svona ef hún kæmist að því að ég læri ekki heima, ekki það að það séu einhverjir möguleikar á að hún komist að því. Hún er alltaf of full til að muna að mæta á foreldrafundi og síma höfum við aldrei átt, þegar þeir geta ekki hringt hvað gera þeir þá? Kannski senda þeir bréf? En ég efast stórlega um að mamma og pabbi kunni að lesa, svo það færi bara í arininn með öllum hinum póstinum, aðallega reikningum, sem eru reyndar eina upphitunin sem við fáum í þessum kofa skrípi sem við búum í. Hvað ætli sé langt í að okkur verði hent út í þetta sinn? Svo ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, eða hvað?

Jæja, þá er ég að verða kominn heim, en hef ekki minnsta áhuga á að fara inn, það heyrist greinilega í pabba, fkn screemer, og það skilja ábyggilega flestir að ég hef ekki mikinn áhuga á að horfa á foreldra mína… Æji hvað um það ég varð að fara inn, það er að nálgast miðnætti og Guðný þurfti að fá að sofa, skóli á morgun… Vesen…

Það fyrsta sem ég sé þegar ég kom inn fékk mig til að herða takið á hafnabolta kylfunni, sem ég hafði fyrr um kvöldið notað til að lemja strák sem hafði ekki borgað dópið sem ég seldi honum… Mamma var (líklega) drykkjudauð á sófanum. Helvítis fíflið hann pabbi var þá að halda framhjá, ekki það að það kæmi mér eitthvað mikið við, en ég ákvað að henda alla veganna mellunni út.
-