Hendur hans snertu kalt járnið í brunastiganum á blokkinni. Úti var 10 stiga frost, snjókoma og kolniðamyrkur. Hann fann fyrir þunga hnífsins í vasanum og reyndi að sannfæra sjálfan sig að bráðlega yrði þessu lokið og hann yrði kominn heim í hlýjuna. Hann hýfði sig upp á fyrsta pallinn, Hann leit niður götuna og sá að hann var einn.Gott hugsaði hann, þetta má alls ekki mistakast. Eftir að hafa fylgst með fórnarlambinu í nokkra daga var stundin loks runnin upp. Þetta myndi binda enda á öll vandræði þeirra. Á neðri hæðunum var engan að sjá. Hann staðnæmdist fyrir framan 4. gluggann og leit inn. Hann leit inn í kunnuglega 3ja herbergja íbúð. Hann heyrði þrusk úr íbúðinni sem benti til þess að einhver var vakandi. Um leið og hann er kominn inn dettur hann um tóma Jack Daniels flösku og um leið og hann féll heyrði hann að hún var á leiðinni.

Síðustu vikur höfðu verið erfiðar fyrir Örnu Grétarsdóttur. Vonandi yrði þetta búið eftir nokkra daga, það var ömurlegt að þurfa að vinna í þessu skítapleisi. Samt var hræðslan við að hann væri á eftir henni verst.Að vera sífellt hrædd um að einhver væri að elta hana var óbærileg.
Hún var sífellt hrædd og sannfærð um að einhver lægi í skugganum til þess eins að stökkva þaðan og veita henni náðarhöggið.
Eftir að hún komst að leyndarmáli hins valdamikla prófersors Mike Wallsons hafði hún þurft að flýja heimili sitt og flytja hingað. Hann hafði fundið hana eftir að hún sendi honum bréfið um styrkin til lögfræðistofunar hennar.
Hún var að ljúka við skýrsluna fyrir skjólstæðing sinn þegar hún heyrði háan og ónotalegan dynk innan úr stofunni.
Hún hrökk við, stóð upp úr stólnum og gekk fram í stofu.
Þar stóð maður svart klæddur með trefil fyrir andlitinu og hélt á gríðarstórum kjöthníf.
Um leið og hann kom auga á hana stökk hann í átt að henni hún. Hún æpti og reyndi að víkja frá honum en hann náði taki á henni. Hún náði taki á treflinum, reif hann af og leit í augu árásarmanninum. Hún þekkti hann samstundis, er hann gerði sig reiðu búinn að stinga hana. Hún sparkaði frá sér en hann tók hana hálstaki og fleygði henni í gólfið og reiddi hnífinn til höggs. Hún öskraði af öllu afli þar til hún fann hnífinn stingast í kviðinn á sér.
Það varð algjör þögn. Svo reiddi hann hnífinn aftur til höggs og stakk hana aftur og aftur og aftur……

Barið var að skrifstofudyrum Jóhanns leynilögreglumanns. “Það er opið”kallaði hann.
Inn kom ritari hans og virtist í uppnámi.”Hvað”spyr Jóhann.
“ Það var framið morð í nótt og við viljum þig þangað”.
”Segir hver”
“Nú, Gunnar”
“Ha getur sá maður ekki bara höndlað þetta sjálfur, egóið hans segir það að minnsta kosti”
“Hann þarfnast “sér”þekkingar þinnar að minnsta kosti núna”
“Allt í lagi. ég kem þá”
Jóhann var orðinn þreyttur á þessu starfi, búin að vera í þessu of lengi, þessi morð og sakamál voru virkilega niðurdrepandi. Það er ekki kúl að vera Jón spæjó í 10 ár…..samfleytt með tveimur til þremur fríum til sólarlanda. Síðustu mánuðir höfðu verið slæmir hann gat ekki einu sinni sofið sex tíma á dag lengur. Nú loksins þegar allt var að róast kom þetta leiðindamál upp sem þýddi að hann yrði að vinna eins og brjálæðingur. Eftir hálftíma keyrslu var hann kominn á staðinn og sá að þetta var íbúðarhverfi með nokkrum blokkum. Hann sá starfsfélaga sinn,Gunnar,á tali við íbúa í einni af blokkunum. Jóhann ákvað að fara fyrst á vettvang glæpsins og skoða sig um þar. Í íbúðinni var lítið um sönnunargögn. Sjá mátti á líkinu að það hefði verið stungið mörgum sinnum í kviðinn. Eftir að íbúðin hafði verið skoðuð hafði ekkert fundist nema eitt hár og DNA sýni undir nöglunum á fórnarlambinu. Eftir að hafa skoðað sig þar um fór Jóhann niður og talaði við Gunnar.
“Hvað sögðu nágrannarnir”sagði Jóhann við Gunnar
“Ekkert sem nýtist okkur mikið”sagði Gunnar “nokkrir höfðu mikinn umgang, einn heyrði öskur og reyndi að banka uppá hjá henni og þegar enginn svaraði fór upp í brunastigann til að kíkja inn um gluggann”sagði hann á meðan þeir gengu í kringum húsið í átt að brunastiganum, sem var mjög líkur þeim sem að Jóhann hafði séð í mörgum Amerískum bíómyndum þ.e. hann var í laginu eins og Z.
“Þegar að hann kom þangað”hélt Gunnar áfram “var neyðargluggin opinn upp á gátt og svartklæddur maður hljóp burt frá húsinu, nágranninn fann líkið inni í íbúðinni og hringdi í okkur.
Eftir að DNA sýnið hafði verið sent yfir á rannsóknarstöðina ákváðu þeir að reyna að finna eitthvað skjölum hennar eða tölvu sem gæti bent þeim á rétta braut. Þeir byrjuðu heima hjá henni, þeir skoðuðu skýrslur og rigerðir en ekkert fannst sem sagði þeim að einhver hefði myrt hana. Þar til að Jóhann sá gamallt bréf sem stílað var á hana. Hann opnaði það og las þessi orð

Þér er hollast að halda þér saman
og vera ekkert að tjá þig um mín mál við fjölmiðla,
kláraðu bara málið
og fáðu hann sýknaðan

dr. W.

Hann spurði því næst Gunnar hvort að minnst hafi verið á einhver dr.W í dagbókum hennar en ekkert hafði verið minnst á hann þar. Þeir ákváðu því að skoða fyrrverandi vinnustaði hennar.
Vinnustaðurinn var í gamalli skrifstofubyggingu þar sem fjöldi annara fyrirtækja var starfandi
Þeir gengu framhjá fjölda tölva og sölufyrirtæka. Þarna voru einnig lögfræðiskrifstofur.
Á hurðinni stóð “ Arna Grétarsdóttir lögfræðingur ”. Inni á skrifstofunni var mikð af dóti og drasli. Þar voru tvö skrifborð sem varla var hægt að sitja við út af drasli. Þarna voru skjalaskúfur sem voru að springa af drasli og skjölum.
Jóhann leit einu sinni yfir staðinn snéri sér við og sagði við tvö lögregluþjóna sem þar stóðu “snúið öllu við og leitið að skjölum um einhvern dr.W, ég verð í mat”. Þreytusvipur kom á andlit lögreglumannanna. Það var yndislegt að vera yfirmaður.

Þrem tímum síðar var hringt á skrifstofu Jóhanns og var spurður um að koma niður á skrifstofuna, þeir höfðu greinilega fundið eitthvað.
Þegar Jóhann kom aftur sá hann að staðurinn var miklu skipulagðari, búið að taka mest af blöðum og bunkum burt þó að en var þar talsverð óreiða.
“Svo að ég komi mér beint að efninu” sagði lögreglumaðurinn um leið og Jóhann kom inn “fundum við skjöl sem herma um að maður að nafni Mike Wallson, sálfræðingur var skjólstæðingur Örnu. Hann var hér í rannsóknum á einhvers konar þunglyndi,var ákærður fyrir tilraunir á heilaþvætti”.
“Stendhal syndrome, þeir ákærðu fá þann rænda til liðs við sig” sagði Jóhann áhugasamur.
“Einmitt, við fundum einnig dagbók í tölvu Örnu þar sem hún segist viss um að hann sé sekur og segist ekki vilja halda áfram að vernda hann”.
“Hann var fundinn sekur og sendur aftur til Bandaríkjanna”
“Og við gerðum gott betur en það” sagði annar lögrglumaður sem gekk út úr hliðarherbergi “við fundum einnig nafn á starfsfélaga Wallson’s en hann var látinn laus vegna skorts á sönnunum”
“jæja drífum okkur þá,náum honum áður en hann fer eitthvað” sagði Jóhann og þeir þustu niður stigann.

Eftir stutt stopp á skrifstofunni voru þeir komnir með heimilisfangið hjá Magnúsi Árnasyni,sálfræðinema, og voru á leiðinni þangað þegar sími Jóhanns hringdi. Hann svaraði og heyrði æsta rödd aðstoðarmanns síns.
“Jóhann, komdu strax”
“Af hverju ”
Niðurstöðurnar úr DNA prófinu eru komnar og það er ekki Magnús“
”Nú,hver þá“
”Það er gamall kærasti Örnu en hann er einnig frændi Mike Wallsons“!
”Hvað í ósköpunum er í gangi. Ertu með heimilisfang mannsins.“
”Já, hann býr í Grafarvoginum. Nánar tiltekið Logarfoldi 19“
”Takk, við förum þangað"
Jóhann sleit samtalinu og sagði Gunnari frá því. Þeir drifu sig í Grafarvoginn og komu að að því virtist mannlausu Logarfoldi 19. En við nánari athugun sáu þeir að það var einhver inni í húsinu. Þeir ákváðu að bíða eftir aðstoð því að maðurinn gat verið vopnaður. Eftir um 10 mínútur komu þrír lögreglubílar og þá var ekki eftir neinu að bíða. Þeir réðust inn í húsið og komu að manninum þar sem hann var að fá sér að borða. Manninum brá sýnilega og þá sáu mennirnir að hann var vopnaður. Hann öskraði móðursýkislega og skar sig á púls með hnífnum, blóð heltist út um allt gólf á meðan lögreglumennirnir stukku að honum.

Eftir að sjúkrabíllinn kom og sótti manninn var hann færður upp á sjúkrahús en hann hafði særst illa og myndi líklega ekki lifa það af.
“Jæja” sagði Jóhann eftir að sjúkrabíllin var farinn “þar fór síðasta góða víbendingin”
“Ég fer þá og sé um pappírsvinnuna” sagði Jóhann og gekk af stað að bílnum.
“Nei hafðu ekki áhyggjur af því ég sé um það farðu heim og hvíldu þig” sagði Gunnar
“Ætli ég leyfi þér það ekki” sagði Jóhann, settist inn í bíl og keyrði burt.