Þessi er lengri en sú fyrsta, njótið vel. Ó og ég mæli með ef þið hafið ekki lesið fyrstu að klikka á nickið mitt og lesa hana af því annars fattið þið ekki neitt í þessu.



Kristján vaknaði við sterka brunalykt. Hann reis á fætur og reyndi að finna hvað var að brenna. Mummi kom hlaupandi inn í herbergið.
Góðan daginn, sagði hann. Ég er að baka pönnukökur. Kristján vonaði að maturinn yrði ekki jafnvondur og lyktin af honum var og fór inn í eldhúsið. Mummi setti disk fullan af pönnukökum fyrir framan hann og beið brosandi eftir að hann tæki fyrsta bitan til að sjá hvort honum þættu þær góðar. Kristján gleypti hikandi nokkra bita og gaf frá sér ánægjuhljóð um leið. Mummi varð glaður og sagði. Ég get gert meira ef þú vilt.
Nei, nei ég er saddur, var Kristján fljótur að svara og henti restinni af pönnukökunum út um gluggan fyrir aftan hann þegar Mummi sá ekki til.
Jæja, sagði Mummi. Hvert förum við svo til að finna menn í áhöfnina okkar.
Við siglum til Stórabæjar, þar ættum við að geta fundið nokkra menn og ekki langt frá bænum er eyja sem samkvæmt kortinu ætti að vera einn partur sjö parta kortsins.
Kristján stýrði skipinu sínu Feita Munknum út úr höfninni og þeir lögðu af stað til Stórabæjar. En það sem þeir sáu ekki var að laumulegur náungi hafði verið að fylgjast með þeim úr leyni og hafði heyrt allt sem þeir sögðu.
Náunginn stökk niður á bryggjuna þegar þeir voru að sigla burt og hljóp hratt að öðru skipi skammt hjá sem hét Gráa Klósettið. Hann opnaði dyrnar af skipstjórakáetuni og opnaði munninn til að segja eitthvað en lokaði honum undir eins aftur. Það stóð hávaxinn gráhærður maður með sítt skegg í ballettkjól þarna.
S…Skipstjóri, sagði maðurinn sem hafði komið inn, hvað ertu að gera í þessum kjól?
Skipstjórinn sem af öllum líkindum hafði verið eitthvað að dansa öskraði á mannin.
Hve oft hef ég sagt þér að banka fyrst Nonni!
F..fyrirgefðu Kafteinn Drullusokkur, sagði maðurinn sem kallaður var Nonni. Ekki halda að Nonni hafi eitthvað verið að móðga kafteininn. Nei kafteinninn hét bara Drullusokkur og var einn af alræmdustu sjóræningjum allra sjö hafanna.
Bíddu mín í eldhúsinu Nonni ég kem þegar ég er búin að skipta um föt. Nonni gerði eins og honum var sagt og fór fram í eldhúsið að bíða. Þar var öll áhöfn Gráa Klósettsins samankominn að borða morgunverð. Þar var Baldur, hann var sköllóttur og stór með eyrnalokk í öðru eyranu. Það var Haraldur Karl eða A.K.A. H. Karl, hann var með mikið og loðið dökkt hár og þykkt skegg. Síðan var það Ingibjörg sem þrátt fyrir nafnið var ekki kvenmaður heldur stór og illilegur svartur náungi með fullt af tattúum framan í sér. Eftir nokkrar mínútur kom kafteinninn inn í eldhúsið í sínum venjulegu fötum og spurði: Jæja Nonni, hvað er svona mikilvægt að þú getur leyft þér að trufla eh … svefninn minn ?
Ég heyrði tvo sjóræningja tala saman um … sjö bita kortið, hann setti upp dularfullan svip.
Virkilega, sagði Drullusokkur og nuddaði hökuna. Segðu mér allt sem þú heyrðir Nonni minn.

Kristján og Mummi voru enn að sigla til Stórabæjar. Kristján stóð við stýrið með sítt hárið flaksandi til í vindinum eins og sjóræningjafáninn þeirra sem þeir höfðu sett upp. Mummi var að skoða kortið hans Kristjáns.
Heyrðu Kristján, sagði hann.
Hvað, svaraði Kristján.
Ertu viss um að fjársjóðurinn sé rétt merktur inn á korrtið.
Auðvitað er ég viss um það Mummi, af hverju spyrðu?
Af því að það er þá einhverstaðar á þessu eldfjalli hérna, sagði Mummi og benti með skítugum vísifingri á exið á kortinu. “Eldfjall Dauðans” var nafnið á fjallinu. Mér líst ekki á nafnið á því, sagði Mummi.
Þeir sigldu áfram um stund þangað til Kristján heyrði einhvern öskra.
Hjááálp!
Heyrðir þú eitthvað, spurði Kristján Mumma.
Mér heyrðist einhver öskra kál … svaraði Mummi.
Núna var öskrað hærra svo þeir heyrðu það báðir.
Hjáááálp! Einhver!
Kristján skimaði í kringum sig til að reyna að koma auga á upptök hljóðsins. Hann sá litla eyju ekki langt frá skipinu þar sem ljóshærður maður með svartan hatt stóð og veifaði til þeirra, hjálpið mér vinsamlegast, öskraði hann. Þeir sigldu að eyjunni og maðurinn klifraði upp í skipið til þeirra. Takk fyrir þetta, sagði hann. Ég var skilin þarna eftir af einhverjum sjóræningjum sem rændu mig. Ég hefði getað verið fastur þarna í margar vikur en þið björguðuð mér. Maðurinn ókunnugi faðmaði Kristján þétt að sér svo hann átti í erfiðleikum með að anda. Síðan faðmaði hann Mumma þangað til að hann varð rauður í framan.
Ég heiti Finnbogi og er uppfinningamaður, sagði hann.
Uppfinningamaður? sagði Kristján. Hvað finnur þú upp?
Uppfinningar auðvitað, svaraði Finnbogi.
Ég meinti hvers konar uppfinningar.
Ó ég finn upp allskonar tól og tæki til að auðvelda mönnum lífið.
Hefurðu einhverntíman farið í fjársjóðsleit?
Bara með afa mínum í bakgarðinum, við leituðum alltaf að moldvörpum og létumst að þær væru gull og gersemar, ég varð leiður þegar að afi var færður á geðspítalann.
Ehh … einmitt, sagði Kristján. Hvernig litist þér á að ferðast með okkur í leit að fjársjóði.
Hmmm hvaða fjársjóði eiginlega?
Kristján sagði Finnboga allt sem hann vissi um fjársjóðin og kortinn. Þegar hann var búinn tók hann eftir að Finnbogi var sofnaður.
Ertu búinn að vera sofandi allan tímann? spurði Kristján pirraður.
Finnbogi hrökk upp og sagði síðan: Nei ég sofnaði bara í lokinn, fyrirgefðu þetta var skemmtileg saga, sagði hann um leið og hann geispaði hátt. Finnbogi samþykkti tilboð Kristjáns um að ef þeir fyndu fjársjóðinn myndi hann eiga hlut í honum og allir þrír félagarnir sigldu áleiðis til stórabæjar.

Klukkan var orðinn tvö þegar þeir komu loks til bæjarins. Það var mikið um fólk á bryggjunni. Sjómenn köstuðu pokum og kössum í báta sem áttu að leggja af stað fljótlega og börn léku sér við stóran bláan kolkrabba sem var þarna. Kristján Mummi og Finnbogi stigu af skipinu og löbbuðu inn á krá til að fá sér að drekka og plana hvenær þeir ættu að fara að ráða menn um borð Feita Munksins.

Þrjá bjóra takk, sagði Kristján við stóru skegguðuð konuna sem var að afgreiða. Þeir settust niður við autt borð.
Eigum við að setja upp auglýsingu eða eitthvað svoleiðis? spurði Mummi.
Ég held við ættum bara að leita að efnilegum náungum á áhöfnina, sagði Finnbogi.
Þeir samþykktu þessa uppástungu Finnboga og ætluðu strax að fara að leita að mönnum eftir að þeir höfðu lokið við bjórana. Þegar Kristján og Finnbogi voru búnir úr glösunum sínum var Mummi kominn á fimmta glasið sitt, hann kláraði úr glasinu í einum sopa þegar hann sá að þeir voru búnir og þeir gengu út.
Þeir gengu um borgina og reyndu að koma auga á hugsanlega áhafnarmenn en flestir mennirnir þarna voru bara feitir hárskerar eða eitthvað slíkt. Eftir nokkra stund settust þeir niður á bekk til að hvíla sig, Finnbogi tók upp bók sem hét “ Hvernig á að finna upp hluti sem enginn hefur fundið upp áður” og Mummi var sofnaður, en Kristján beindi athygli sinni að gömlum skeggjuðum síðhærðum manni með staf sem kom gangandi í áttina að honum. Hann var greinilega blindur því að hann rakst á næstum alla sem voru þarna í kring.
Gamli maðurinn kom loks að honum og potaði í hann með stafnum sínum svo að Kristján öskraði.
Ert þú Kristján? sagði hann.
Já það er ég, svaraði Kristján. Hvernig veistu hvað ég heiti.
Ég vissi það af því að ég þekkti öskrið sem kom þegar ég potaði í þig. Ég heiti Skúli og var vinur pabba þíns, þið eigið ansi lík öskur þykir mér.
Uhh … takk? sagði Kristján.
Það er orðrómur að þú ætlir að leyta að fjársjóðinum á sjöbitakortinu. Er það satt?
Já en ég veit ekki hvernig þú fréttir það.
Ég á vini sem eiga vini sem eiga bræður sem vinur þeirra var herbergisfélagi barþjóns hjá öðrum aðila sem veit margt. Svo að ég frétti þetta. Ég ferðaðist með pabba þínum til að finna þennan fjársjóð fyrir löngu en við fundum hann aldrei. Lof mér að fara með þér, ég er kannski blindur en ég get barið ansi fast með þessum staf. Hann lyfti stafnum upp stoltur á svip. Sjáðu bara, hann byrjaði að slá í Mumma.
Ææææ áiii þetta er vont, veinaði Mummi.
Jæja allt í lagi þá þú getur komið með Skúli gamli, sagði Kristján.
Jibbíííí, Skúli hoppaði upp í loft nokkrum sinnum af kæti. Síðan sagði hann: Það er áliðið við þurfum að safna kröftum fyrir morgundaginn, fylgið mér ég veit um ágætis gistiheimili hér skammt frá.
En klukkan er bara hálf fjögur, sagði Finnbogi.
ÞAÐ ER ÁLIÐIÐ SEGI ÉG, öskraði Skúli og sneri sér hratt við að Finnboga en sló óvart í Kristján í leiðinni sem datt um koll.
Jæja, sagði Skúli, fylgið mér. Við finnum fleiri gaura í fyrramálið til að fara með okkur, en við verðum bara að passa okkur að engin gráðug illmenni viti af þessu.
Bara rólegur, sagði Kristján, það vita engir af þessu nema við fjórir.

En nokkrum húsum frá var Drullusokkur og menn hans að fylgjast með. Við náum kortinu af þeim í nótt strákar, sagði hann og hló lágum illum hlátri.


Lok annars hluta.


Jæja þá er þessi búinn, þriðji hluti væntanlegur.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?