Endlega skoðið fyrri hluta sögunar:
Klikkiði bara á nickið mitt ég nenni ekki að setja þetta allt upp hérna lengur.


Smá Upprifjun:
Maggi Lýsi fann töfragulrót sem getur veitt honum þrjár óskir með hjálp múmíu andans Drésa.
Maggi og Drési fundu svínið Patrek og börðust við aðstoðar mann Hr. Rauðs Valgeir.
Maggi, Drési og Patrekur komust upp á Steppdanandi Fjallið.
Þeir ákváðu að besta leiðin til að komast aftur niður sé að fara upp.
Hinn illi Hr. Rauður confrontaði þá vopnaður leyserbyssu.
Maggi drap Patrek til að bjarga sjálfum sér.
Drési sveik Magga til að græða pening.
Maggi rotaðist og var þá farið með sögusviðið yfir til fortíðar.
Maggi hitti fílinn Konráð og fór með honum að hitta Bubba hinn vitra í þeim tilgangi að geta svarað spurningu til að komast inn í helli einn.
Og nú heldur æsispennandi sagan áfram…


Fjallið Baldur
Eitthver gekk hægum þungum skrefum inni í kofanum. Það ískraði þegar að hurðin var hægt opnuð og eitthver gekk út.
Maggi tók andköf.
Gamall, lítill kall svo hrukkóttur að það sást ekki í augun á honum með skalla og yfirvaraskegg sem náði niður á gólf, klæddur í eitthverskonar hvítann baðslopp sem stóð á SjúggSjúgg með bleikum stöfum stóð í dyragætini.
“Bubbi” spurði Maggi.
“Ef þú pælir í því þá eru allir Bubbar” sagði Bubbi.
“Já einmitt … ég heiti Maggi Lýsi og kem frá hinu fjarlæga landi Sjötta Áratugnum” sagði Maggi og rétti fram hendina.
“Hendur eru fyrir aumingja” sagði Bubbi og sló Magga með stafnum sínum í hendina.
“AAAAAAH”. Maggi greip um hönd sína og hopaði um á einum fæti af engri ástæðu.
“Meistari það er gaman að sjá þig” sagði Konráð.
“hver ert þú” sagði Bubbi.
“Þetta er ég Konráð lærlingur þinn”.
“Ó, já þessi heimski” sagði Bubbi “Ég man eftir þér”. (Á meðan var Maggi haldandi um hendina á sér öskrandi í bakgrunninum og enginn tók eftir honum). “Komdu inn Konráð hinn heimski”.
“Takk meistari”.
“Jæja hvað viljið þið” spurði Bubbi þegar þeir þrír voru allir komnir inn í kofa Bubba.
“við viljum vita hvað miðjan á sklúminu er” sagði Maggi.
“Já, ég vissi það áður en þú sagðir það” sagði Bubbi ánægður með sjálfan sig. “Enda er ég ekki kallaður meistari út af engu”. Bubbi sneri sér að “myndavélinni” og blikkaði.
“Já en afhverju spurðir þú mig þá” sagði Maggi.
Bubbi varð mjög vandræðalegur á svip. “ÞEIGIÐU”. Bubbi lamdi Magga í hausinn með stafnum.
“AAAAAAHHHH”.
“Ef þú vilt læra svarið við “spurninguni miklu” (Hann gerði gæsalappamerki með puttunum) þá verðuru að fara í gegnum stranga þjálfun”. Bubbi tók sér smá pásu sem hann notaði til þess að sparka í Magga.
“AAAHH”.
En hélt svo áfram með mál sitt. “Og ég mun þjálfa þig”.
“Frábært svo að þú ætlar að þjálfa mig” sagði Maggi glaður.
“Nei, þú ert ekki þjálfunarefni” sagði Bubbi og setti upp fýlusvip.
“Já en þú sagðir … AAAAAAHHH”. Bubbi hafði lamið Magga aftur í hausinn. “Þeigiðu!!!”. Bubbi hugsaði sig lengi um. “Jæja þá ég skal þjálfa þig fyrst þú endilega vilt”.
“Já en ég bað þig aldrei …”.
“ÞEIGIÐU” öskraði Bubbi og sló Magga í fótinn með stafnum.
“AAAAAAAHHHH”.
“Hvernig verður þá þjálfunin” spurði Maggi með þjáningarsvip á andlitinu.
“Ja, fyrst byrajarðu á því að þrífa inni hjá mér svo skrúbbaru gólfin síðan fægirðu silfurbúnaðinn og svo kaupirðu handa mér ný húsgögn, skiptir um rúmföt og málar veggina eftir það ferðu út og málar húsið utan frá og skiptir um þakhellur, hreinsar til í garðinum og vökvar plönturnar og á meðan því stendur mun ég nota hvert tækifæri sem gefst til að minna þig á hversu illa þú gerir það og á að þú sért versti lærisveinn sem ég hafi nokkurntímann fengið og lem þig þónokkrum sinnum með stafnum mínum”.
“… ókei?” sagði Maggi.

Þjálfunin
Þar sem ég tel víst að allir hérna viti hvernig þjálfunin fer fram er þessi kafli víst óþarfur.

Fjallið Baldur Part II
“Til hamingju” sagði Bubbi við Magga þegar hann rétti honum Bubba merkið sem tákn um styrkleika hans.
“Þetta var gaman en þú ættir að drífa þig” sagði Bubbi og byrjaði að hlaupa burt.
“Hei bíddu nú aldeilis hægur” sagði Maggi og greip í Bubba “Þú átt eftir að svara spurningunni.
“ummm … njah” sagði Bubbi. “Ég svaraði henni áðan”.
“Nei það gerðir þú ekki”.
“ókei ég skal svara henni en aðeins ef þú gefur mér heimska fílinn þinn”.
“Ha, ég ætla ekki að gefa þér Konráð” sagði Maggi.
“Já en ég er svangur” sagði Bubbi þá gremjulega.
“jæja, þú mátt fá Konráð hvað er þá svarið?”.
Bubbi hvíslaði eitthverju í eyra Magga.

Ódáða Hliðið
“HOJJ” sagði vörðurinn.
“einmitt” svaraði Maggi. “Ég er með svarið”. Maggi hvíslaði eitthverju í eyra varðarinns.
“Það er rétt” sagði vörðurinn. “En ég verð að vara þig við, ef þú ferð inn í heillinn þá muntu gleima öllu sem gerst hefur síðastliðna daga”.
“okei” sagði Maggi og yppti öxlum.
“Jæja ég verð að fara” sagði vörðurinn. “Mín er þarnast annars staðar” svo settist hann upp á risastórann skopparabolta og hoppaði í burtu.

Hvað gerist inn í hellinum? Æ, já þið ættuð að vita það. Varð Bubbi saddur eftir að hann át Konráð? Bragðaðist hann vel? Hvenær endar eiginlega þessi endalausa saga? Finnið út sumt af þessu en þó líklega ekkert af því í næsta parti af Magga Lýsi …