Maggi Lýsi og gamla töfra Gulrótin, Part 4: Maggi: The Beginning Endilega skoðið fyrri hluta ævintýrsins.
Part 1
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2810802
Part 2
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2956993
Part 3
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2986074

Ég verð nú samt að segja að þetta er lélegasta Magga Lýsis sagan hingað til. (Mitt álit).

Bardaginn við kanínuna
Herra Rauður stóð fyrir framan Magga sem var í vondum málum.
“Getum við ekki talað um þetta” spurði Maggi vongóður en var svarað með góðu skoti í jörðina einum cm. fyrir framan fótinn.
“Engann veiginn”.
“Þá hef ég ekkert val” sagði Maggi. “Búðu þig undir að kremjast undan ótrúlegum mætti mínum”. Maggi fór í rosalega bardagastellingu en benti svo upp í loftið. “Sjáðu hvað er þetta? Blár himinn”.
“Hvað”. Hr. Rauður skimaði í kringum sig í óratíma þegar hann uppgötvaði að það var ekkert sérstakt við bláan himinn, hann hafði verið blekktur. Hann leit aftur fyrir sig og sá Magga vera að klifra lengra upp í fjallið með Drésa og Patrek á bakinu.
“Þetta er of þungt” sagði Maggi sem reyndi vonleysislega að klifra burt frá Hr. Rauðum. “Ég verð að losna við smá þunga”. Hann snéri sér að hinum gaurunum sem voru að komast til meðvitundar. “Strákar ég þarf annað hvort að henda ykkur niður eða risastóru járnstykki sem ég geng alltaf með í vasanum af engri ástæðu og þið verðið bara að skilja að járstykkið er mjög dýrmætt fyrir mér svo að …”. Hann geip um Patrek og fleigði honum niður.
“AAAAAAAAAAH” öskraði Patrekur og skall svo harkalega á jörðina rétt hlinðina á Hr. Rauðum. “Hefndu mín”sagði Patrekur og kreip í Hr. Rauðann. Svo dó hann.
“PLL-ÍS, hvað sýnist þér ég vera að gera” spurði Hr. Rauður sem var að miða byssuni í átt að Magga.
“NEEEEEEEEEEEEIIIIIIII” sagði Maggi.
“Já en þú hentir honum niður” sagði Drési.
“Já samt var þetta næstum jafn sorglegt og þegar að Valgeir dó”. Maggi minntist þess þegar að heilinn á brjálaða leigumorðingjanum honum Valgeiri hafði breist í blómkál.
“Njah ekki svo sorglegt” sagði Drési.
“Komið með gulrótina” öskraði Rauður.
“Aldrei” sagði Maggi.
“Hvað borgaru okkur mikið fyrir hana” spurði Drési og græðgissvipur færðist yfir andlit hans.
“Ja, maður getur nú grætt heilmikið á gulrótinni og við gætum skipt ágóðanum á milli” sagði Rauður. “Ég fæ eitthvað um 50% svo fæ ég hin 50%-in líka og þú færð síðan afganginn”.
Drési hugsaði sig um vel og lengi. “Já það virðist sangjarnt”. Drési tók gulrótina af Magga sagði: “Hah lúði”, ullaði á hann, stökk niður og hló illum hlátri.
Bæði Rauður og Drési hlógu saman. “Hahaha, nú verðum við illir ríkisbubbar með einglyrni og pípuhatta hahaha”.
“Nei, svikari” sagði Maggi og greip stein sem hann sá og kastaði í áttina að Drésa en af eitthverjum ástæðum snérist steinninn við og fór beint framan í Magga.
Maggi fann að hann var að detta niður. “Nei ég er of fallegur til að deyja” stundi hann rétt áður en hann missti meðvitund.

Fortíðin: Maggi og kortið
Maggi gekk eftir veginum með sitt nýja kort að helli ódáðana.
Upp í brekku einni fylgdist svört kanína með öllu sem var að gerst “Hné Hné” sagði kanínan. “Fíflið mun leiða mig rakleitt til hellisins og gulrótin verður mín hahahahaaa”.
“Úff þetta tekur of langan tíma” sagði Maggi.
Allt í einu heirðist þungt fótatak í fjarska. “huh” sagði Maggi og velti því fyrir sér hvað þetta gæti verið.
Allt í einu kom hann auga á risastórann fíl. “Halló halló” sagði fíllin ofurglaður. “Ég heiti Konráð”.
“uuu … hæ” spurði Maggi frekar en sagði. “Hei heldur þú að þú getir fylgt mér til helli Ódáðana?”.
“Ekki málið” sagði sá stóri og opnaði hurð á maganum á sér. Maggi gekk inn.

Nokkrum klukkustundum síðar komu þeir til helli Ódáðana. En stór brynjuklæddur vörður stóð fyrir inngangnum. “HOJJ” sagði vörðurinn.
“uuuu…. hojj?” sagði Maggi.
“Rétt er það” svaraði vörðurinn og ég efast um að hann hafi sjálfur skilið hvað það átti að þýða.
“Meigum við koma inn” sagði Konráð.
“Já …. en aðeins ef þið svarið einni spurningu”.
“okei” sagði Maggi.
“Hvað er miðjan á sklúminu?”.
Maggi og Konráð horfðu stjarfir með galopinn munninn á vörðinn. “Sklúminu?” spurði Maggi hægt.
“Já hvað annað” sagði vörðurinn geðveikt hneikslaður.
“Segum svo að við vitum ekki svarið” sagði Konráð.
“Þá verðið þið teknir af lífi” sagði vörðurinn og tók upp sverð (þá heirðist hátt SJING!) sem var eitthvað um helmingi stærra en Konráð.
“Já…” sagði Maggi og leit vandræðalega í kringum sig. “Svarið er mjög líklega …. FLÝJUM”.

“Hvað gerum við nú” sagði Maggi.
“Við finnum svarið” sagði Konráð og benti upp í loftið meðan hann leit beint áfram.
“Hvernig” spurði Maggi.
“Það er aðeins einn maður nógu gáfaður til að geta svarað þessari spurningu … BUBBI”.

Konráð og Maggi höfðu ferðast í þrjá mánuði á fjallinu Baldri þegar að þeir loks komu að kofa Bubba.
“Brátt muntu sjá meistarann” sagði Konráð.
“uuu ….. Kúl?” sagði Maggi.
“Ó mikli Bubbi” sagði Konráð þegar hann bankaði á hurðina.
Eitthver gekk hægum þungum skrefum inni í kofanum. Það ískraði þegar að hurðin var hægt opnuð og eitthver gekk út.

Hvað gerist næst? Hver er hinn dulafulli Bubbi? Hvernig lítur hann út? Hvað hét amma hans? Er hann ættaður frá Egilsstöðum? Er komið nóg af spurningum um hann? Já það held ég! Fylgist með næstu sögu …