Jæja þá er ég búin að skrifa þriðja og síðasta partinn í Ásgeir hinn ofursnjalli ofurapi sem bjargar málunum. Ef þið hafið ekki lesið fyrstu tvo kaflanna þá legg ér til að þið gerið það áður en þið lesið þennan.Previously on Ásgeir hinn ofursnjalli ofurapi sem bjargar málunum.
Illugi sprengdi skólann í loft upp og Ásgeir stökk í átt að glugganum. Lifði hann af ? Ég er nú ekki svo heimskur að drepa aðal persónuna mína strax.

Sprenginginn fleygði Ásgeiri út um gluggan sem hann var að hoppa í áttina að og hann datt á runna sem hét Jón.
Ááááiiii marh hva etta gera gaur, sagði Jón.
Fyrirgefðu, sagði Ásgeir, það var sprenging og …
…þejiðu marh aulinn þinn.
Runninn hann Jón ullaði á Ásgeir og hljóp snöktandi í burtu. Ásgeir var enn að pæla í hvernig runninn gæti hlupið án fóta þegar sími hans hringdi skyndilega.
Halló, svaraði Ásgeir.
Forsetinn hér Ásgeir. Ég heyrði hvað gerðist. Gott að heyra að allt er í lagi. Njósnarar mínir hafa tilkynnt að Illugi er kominn á tunglið með dauðalaserinn og hann fer í gang eftir 12 klukkustundir. Þú verður að drífa þig. Ég hef undirbúið geimskutlu handa þér. Komdu í ofur secret basið núna á stundinni.
Ásgeir stal línuskautum af lítilli stelpu sem hann sá og skautaði upp í basið. Þegar hann kom þangað tók massaður lífvörður forsetans á móti honum. Þessa leið, sagði hann.
Hann fylgdi honum inn í stórt herbergi þar sem geimskutlan hans var. Forsetinn kom að honum og sagði: Ef þér tekst þetta ekki Ásgeir erum við dauðadæmdir … DAUÐADÆMDIR. Síðan kýldi hann lífvörðinn sinn og hoppaði ofan í holu í gólfinu og öskraði, frjáls loksins er ég frjáls hahaha.
Ásgeir gekk inn í skutluna. Þar beið lágvaxinn gaur með gleraugu eftir honum og hristi hendi hans um leið og hann sá hann. Hann sagði með lúðalegri röddu: Ásgeir híhíhí, æ em jor nomber vonn fan.
Þessi maður hét Doddi. Allt í einu fékk hann hjartaáfall og datt niður dauður. Ásgeir hrópaði upp yfir sig, neeeeeiiiii Dooooodddiiiiiii.
Þegar hann var búinn að jafna sig henti hann líkinu af Dodda út og flaug skutlunni af stað til tunglsins.
Hann var búinn að ferðast í nokkrar mínútur þegar hann varð var við hreyfingu fyrir aftan sig. Hann sneri sér við og Friðgeir stóð brosandi þar. Svo að Friðgeir hafði laumað sér inn í skutluna einhvernveginn. Hann kýldi Ásgeir fast í magann svo að hann datt á gólfið og hóstaði upp nokkrum líkamspörtum af þjónunum sínum sem hann hafði borðað á afmælis daginn sinn. Ásgeir sveiflaði fótunum sínum og felldi Friðgeir svo að hann datt harkalega í gólfið. Friðgeir var fljótur að jafna sig og standa á fætur. Hann tók upp stóran banana, Ásgeir tók líka upp banana. Ekki fara að halda að þetta séu eitthvað venjulegir bananar. Þetta voru geisla bananar. Eitt högg frá þeim sker mann í tvennt. Þeir börðust lengi lengi og voru báðir orðnir býsna þreyttir þegar að Ásgeir mundi loksins að hann var með ofurkrafta. Hann notaði augun sín til að skjóta geisla að Friðgeiri en hann varði sig með banananum. Ásgeir henti sápustykki í Frigeir en hann hitti ekki og það datt í gólfið. Frigeir náði að slá bananan úr höndum Ásgeir og var að fara að slá hann þegar hann rann á sápunni og rotaðist. Ásgeir hló að undraverðum hæfileikum sínum og lenti skutlunni fyrir aftan dauðalaserinn hans Illuga þar sem hann var efst upp á. Þetta var risastór laser og Ásgeir varð að eyða honum, það var aðeins um hálftími eftir þangað til að Illugi myndi skjóta. Hann byrjaði að klifra upp stigann sem lá upp til Illuga og stýrikerfisins. En þegar hann var kominn hálfa leið upp datt bauna dós á hausinn á honum og hann missti næstum takið á stiganum. Hann nuddaði sáran hausinn og leit upp. Illugi var efst uppi og hafði kastað baunadósinni í hann. Þú nærð mér aldrei, ég er með fullt af drasli sem ég get grýtt í þig, sagði hann. Hann henti sjónvarpi niður og Ásgeir rétt náði að sveigja sér frá því. Því næst henti hann ryksugu og svo kom loðfíll. Hvar fær hann allt þetta dót, hugsaði Ásgeir með sér þegar hann náði rétt svo að forðast risastór loðinn sólgleraugu. Hann náði loksins upp á toppinn á lasernum en strax og hann var þar þá fékk hann högg á hausinn frá Illuga. Ásgeir reyndi að standa upp en var alltaf kýldur niður aftur. Illugi hló virkilega illum hlátri. Ég drep þig Ásgeir, sagði hann.
Ef hann drepur mig, hugsaði Ásgeir. Þá fæ ég ekki að borða starfsfólkið mitt aftur, þá get ég aldrei montað mig eða verið í bleika leðurbúningnum mínum. Ásgeir gaf frá sér bardagaöskur og hoppaði á fætur og sló til Illuga en hann náði að forðast höggið. Ásger sparkaði þá í sköflunginn á Illuga og hann æpti í kvölum sínum. Illugi hrinti þá Ásgeiri fast aftur fyrir sig og hann náði rétt svo að grípa í stigan til þess að detta ekki niður. Illugi hló og fór að traðka ofan á fingrum Ásgeirs sem var alveg að fara að sleppa. En löngunin til að borða starfsfólkið sitt var nógu serk til að hann sleppti ekki og tók um fótinn á Illuga og kippti honum niður. Illugi datt niður allan dauðalaserinn og um leið kippti hann óvart laseernum úr sambandi svo að hann hætti að virka. Ásgeir hafði sigrað. Hann fór í geggt kúl stellingu og flaug heim á leið til að fagna sigri sínum.


Forsetinn (sem var kominn aftur) hélt mikla veislu fyrir Ásgeir sem stóð í 3 vikur. Lífvörður forsetans giftist klikkuðu skókonunni og búa þau nú í litlu sveita þorpi ásamt ættleiddu barni síni Þresti. Ásgeir kom heim eftir veisluna og borðaði restina af starfsfólki sínu nema að einn þjónanna slapp og er núna í felum einhversstaðar í ástralíu.


ENDIR
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?