Halló gott fólk, langaði bara allt í einu að skrifa sjóræningjasögu á huga svo ég gerði það, njótið vel.


Árið er 1724 og sjóræningjar sigla um höfin og ræna fólk. En þó eru ekki allir sjóræningjar svona illir, það var til dæmis einn sjóræningi að nafni Kristján sem var mjög góðhjörtuð manneskja. Á þessari stundu sat hann á heimili sínu við hlið pabba síns sem var dauðvona.


Aaaahh, æpti pabbinn í þrítugasta skiptið til að láta vita að hinsta stund hans væri runnin upp. Pabbi, sagði Kristján pirraður, þú þarft ekkert að vera svona dramatískur, ég veit að þú ert að fara að deyja. Mig hefur alltaf dreymt um dramatískan dauðdaga, svaraði pabbinn brosandi.
En áður en ég dey Pétur,
Kristján, skaut Kristján inní. Ég heiti Kristján pabbi.
Nú er það? sagði pabbinn hissa. Ég hefði getað svarið að ég skírði þig Pétur.
Nei pabbi, sagði Kristján brosandi, Pétur var svínið okkar manstu, þessi með offituvandamálið.
Ó já nú man ég, sagði pabbinn.
Kristján minn, hélt pabbinn áfram, ég vil gefa þér eitt áður en ég kveð þessa veröld fyrir fullt og allt.
Hvað er það? spurði Kristján.
Pabbi hans dró kistu undan rúminu sínu sem hann var liggjandi í og opnaði hana. Hann tók upp rykfallið kort og rétti Kristjáni það. Ég vil að þú eigir það, sagði hann. Kristján leit forvitinn á kortið, ehh takk en af hverju ertu að gefa mér sultu uppskrift, spurði hann.
Sultu uppskrift? spurði pabbinn hissa og tók kortið aftur í hendurnar og leit á það. Hann renndi augunum fljótt yfir línurnar á kortinu og sagði svo vandræðalegur. Úps, vitlaust kort.
Hann seildist aftur í kistuna og dró upp annað, stærra og fallegra kort og rétti Kristjáni það.
Þetta er fjársjóðskort, sagði Kristján hissa.
Já, sagði pabbinn. Fyrir 30 árum fór ég og leitaði að fjársjóðinum á þessu korti, fjársjóðinum hans Svartsauðar skipstjóra, ég fann hann aldrei. En þú … þú ert enn ungur. Lofaðu mér því að þú finnir áhöfn og siglir til að finna fjársjóðin.
Jæja þá pabbi ég lofa því.
En, sagði pabbinn. Þetta er samt miklu erfiðara en þú heldur. Það er ekki aðeins eitt kort heldur sjö.
Sjö! sagði Kristján hissa.
Já, svaraði pabbinn. Sjö, þetta kort sem ég gaf þér vísar þér á kort númer tvö, og númer tvö vísar þér á þrjú. Og framvegis þangað til að þú ert kominn með öll sjö og …. , hann stoppaði til að ná fram smá dramatísku effecti.
Og þá getur þú sett kortin öll sjö saman í eitt stórt kort ef þú setur þau í rétta röð og þau vísa þér á fjársjóðin sem er sagður vera meiri en allir aðrir fjársjóðir samanlagt. Vertu nú sæll, sagði hann við Kristján, tími minn er runninn upp. Og svo sagði hann síðasta orðið sem nokkur átti eftir að heyra hann segja. Orðið var baunasúpa. Líkami hans varð máttlaus og tungan lá hreyfingarlaus á kinn hans og slef lak niður andlit hans, hann var dáinn.
Neeeeeeeiiiii! öskraði Kristján.


Kristján hélt sorgmæddur að næstu krá sem hann fann, Dauða mávinn og settist við autt borð í horninu. Hann mátti ekki bregðast pabba sínum. Í fyrramálið ætlaði hann að taka gamla skipið hans pabba síns og ráða nokkra menn í áhöfn til að hjálpa sér að finna fjársjóðinn. Hann pantaði sér bjór sem var grár og ógeðslegur á litinn. Þegar enginn sá til hellti hann honum út um gluggan.
Ojjjjj, heyrðist fyrir neðan gluggan. Maðurinn sem hafði verið sitjandi fyrir neðan gluggan stóð upp og leit pirraður á Kristján. Hann var með fölt andlit og rauðan klút á hausnum, í hvítri skyrtu.
Ef þú ætlar að fara að hella bjórum út um gluggan geturðu alla veganna sleppt því að miða á mig, eða að minnsta kosti gefið mér hann bara í staðinn fyrir að hella honum.
Fyrirgefðu, sagði Kristján skömmustulegur.
Fyrirgefðu! sagði maðurinn. Maður kemur hér til að fá sér smá kvöldlúr undir glugga á friðsælu kvöldi og fólk fer bara að hella yfir mann bjór. Fólk nútildags er svo skrítið. Maðurinn setti upp fýlusvip og sneri sér frá Kristjáni með hendur í kross.
Má bjóða þér einn eða tvo bjóra í sárabætur, spurði Kristján.
Hmm, sagði maðurinn og sneri sér hægt við. Maður getur nú ekki neitað fríum bjór. Hann stökk fimlega inn um gluggan og settist við hliðina á Kristjáni. Kristján pantaði bjór handa honum, og maðurinn drakk hann í einum sopa, sleikti svo útum og ropaði hátt. Kristján pantaði annan bjór handa honum og spurði hann um leið. Hvað heitir þú?
Menn hér um slóðir kalla mig Mumma. Í þýskalandi er ég kallaður blýantshaus en ég vil ekki fara nánar út í það.
Ég er Kristján og ég er að leita að áhöfn til að finna fjársjóð.
Fjársjóð? sagði Mummi og lagði frá sér tómt bjórglasið. Hvaða fjársjóð?
Kristján sagði Mumma frá allri sögunni sem pabbi hans hafði sagt honum.
Hefur þú áhuga á að vera með, spurði Kristján.
Hvort ég hef, svaraði Mummi brosandi. Ég hef ekki haft vinnu síðan dýrabúðin rak mig fyrir að stela frá þeim skúnki.
Komdu þá, sagði Kristján glaður. Það er orðið áliðið. Við gistum á skipinu mínu í nótt. Í fyrramálið förum við síðan og finnum áhöfn.
Þeir gengu hægt eftir bryggjunni og virtu fyrir sér störnurnar og tunglið sem endurspeglaðist skært í dökkbláum sjónum. Þeir komu að skipinu sem Kristján átti nú. Það var dökkbrúnt fallegt og frekar stórt. Það eina sem eyðilagði fagurleika þess var stytta úr viði af feitum munki fremst á skipinu. Nafn skipsins var líka Feiti Munkurinn.Kristján vísaði Mumma á herbergið sem hann átti að sofa í og fór svo inn í skipstjóraherbergi, setti fjársjóðskortið á skrifborðið sem var þar og lagðist upp í rúm sitt. Morgundagurinn yrði merkilegur, hugsaði hann með sér og sofnaði síðan.Lok fyrsta hluta.


Ætlaði að hafa fyrsta hlutan lengri en mér fannst þetta góður staður til að hætta. Annar hluti væntanlegur ef að fólk er eitthvað að fíla þetta.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?