Endilega skoðiði fyrri hluta “of the epic saga”:
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2810802 PART 1
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2956993 PART 2

Steppdansandi fjallið
Maggi vaknaði afgóðum blundi. Þoka hafði breitt sig yfir allt. Það var hin fullkomna endurspeglun á hinum hræðilegu atburðum gærdagsinssem rifjuðust upp fyrir Magga. Dauði hins mikla Valgeirs, morðingjans sem ætlaði að drepa hann. Maggi þurfti að beita sig miklu til að tárast ekki.
“Jæja grípið regnhlífarnar ykkar við þurfum að fara” öskraði svínið Patrekur.
“Já en afhverju” sagði Drési sem var að borða fótinn á sér.
“Því þetta er hið hræðilega steppdansandi fjall”.
“Hvað meinarðu”.
Allt í einu tók allt fjallið sem þeir sátu á að hristast óstjórnlega.
“Ég skil” sagði Maggi sem hafði rekið sig í klettasillu fjórum metrum yfir jörðinni þar sem hann hafði vaknað nokkrum mínútum fyrr.
“Þú átt en tvær óskir eftir” sagði Drési um leið og hann klessti á ósýnilegan hest.
“Ó fyrigefið mér fyrir að vera ósýnilegur” sagði hesturinn móðgaður meðan hann japlaði á peru. “Fólk klessir á mig þegar ég er að gera ekki neitt og ég er allt í einu orðinn vondi kallinn iss”.
“Ja, ég gæti svo sem óskað þess að við kæmumst burt en það er alveg rosalega flottir ullasokkar sem mig langaði í” sagði Maggi. “Ég meina ef ég slepp héðan og fæ mér sokkana þá klára ég allar óskirnar”.
“Góður punktur” sagði Patrekur.
“Þá verðum við að stökkva niður með hjálp regnhlífana” sagði Drési og benti stoltur á regnhlífina sína.
“Það er ekki svona einfalt” sagði Patrekur. “Ef fjallið sér að við erum á leiðinni niður þá mun það reyna að hoppa ofan á okkur og treystið mér það eru sáralitlar líkur á að við lifum það af”.
“O, jæja” sagði Drési og ætlaði að snúa sér að prjónadótinu sínu en sá að það var horfið. “GASP prjónadótið NEIIIIIIIIII afhverju AFHVERJU PRJÓNADÓTIÐ NEIIIIIIII”. Drési brotnaði niður og datt á jörðina. “Afhverju prjónadótið mitt afhverju tókstu ekki frekar Magga afhverju”.
“Ég skil hvernig þér líður” sagði Maggi og faðmaði Drésa að sér.
“Strákar ég veit” sagði Patrekur sem var kominn með þrjár stórar kúlur á höfuðið af öllum “hoppingnum”. “Við komumst ekki niður eeeeeen ef við förum svo hátt upp að við komumst alveg eins hátt og hægt er og enn lengra en það svo að við komum aftur upp á byrjuninni sem sagt á botninum – niðri”.
“Þetta er svo klikkað að það gæti virkað” sagði Drési.
“Nei, það er svo klikkað að það fer út allan “gæti virkað” mælinn og kemur aftur á byrjuninni svo að já það gæti vel virkað” sagði Maggi og gaf sjálfum sér hausverk af öllum pælingunum.
“Já mamma sagði alltaf að ég yrði snillingur” sagði Patrekur mjög stoltur. “en þegar ég sagði henni að ég vildi verða ísbjarnafangari þá …” Patrekur var mjög fjarrænn. “O, jæja drýfum okkur þá!”.

“Uppklifringur” fjallsins
Rosalega hetjuleg tónlist heyrðist í bakgrunninum þegar þrímenningarnir klifruðu upp fjallið.
En OH-Ó hvað sjáum við hér? Ef þetta er ekki bara hinn illi Rauður ….. HERRA Rauður standandi uppi á fjalls tindinum með rosalegan sjónauka að fylgjast með ferðum Magga og félaga.
“Úff púff” sagði Maggi þegar hann klifraði upp.
“Iss piss, aumingja skapurinn í fólki nú til dags sagði Drési á meðan hann hélt sér fast í bakið á Magga og borðaði ís í rólegheitunum.
Eftir langan tíma komst Maggi þó upp á tindinn lafmóður.
“HEHEHEEE” sagði Rauður þegar hann stóð fyrir framan Magga. “Það er Herra Rauður” sagði Rauður stoltur og byrjaði síðan að söngla “þím songið” sitt.
Hinir biðu og létu sér leiðast á meðan Rauður stóð með lokuð augun og gleymdi sér í sönglinu. Patrekur byrjaði að leggja kapal.
Hálftíma síðar rankaði Hr. Rauður við sér. “Já einmitt” sagði sá svarti vandræðalegur. “Ég ætlaði að gera þetta hehe”. Hann dró upp gríðalega ofur leysibyssu og öskraði “ÉG MUN EYÐA YKKUR ÖLLUM”.
“Ekki ef ég fæ eitthverju að ráða” sagði Patrekur og tók upp bleiku regnhlífina sína og hjó í byssuna. Ekkert gerðist. “Ummm já hehe mér heirist mamma vera að kalla BÆ!”. Patrekur hljóp eins hratt og hægt var í butu og kallaði “HAHA suckers” en klessti svo á ljósastaur (sem af eitthverjum ástæðum var uppi á fjallstindinum) og rotaðist.
“Einmitt en aftur að eyðingunni” sagði Hr. Rauður.
“Veistu” sagði Drési við Magga. “Ég myndi hjálpa þér en ég hef bara svo ógeðslega mikið að gera”. Svo hljóp hann nákvæmlega sömu leið og Patrekur og klessti líka á ljósastaurinn.

Maggi var einn eftir. Hvernig gæti hann sloppið undan hræðilegum dauðdaga? Var Drési búinn með hnetusmjörið sitt? Og er ég orðinn of seinn til tannlæknisins? Finnið það út næst í Magga Lýsi.