Jæja þá er ég búin með framhaldið af ásgeiri og persónulega fynnst mér þessi betri en sú fyrri. Ef þið hafið ekki lesið hanaq mæli ég sterklega með því að gera það, hérna er hún.
http://hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2948288#item2960761
Njótið vel.


Previously on Ásgeir hin ofursnjalli ofurapi sem bjargar málunum.

Ágeiri var hent inn í herbergi af Illuga og aðstoðarmanni hans Friðgeiri. Hann hélt að hann væri einn en svo var ekki. Hann sá eitthvað hlaupa á móti honum. Það var … það var …


Það var feitur hamstur sem kom æðandi í áttina að honum og Ásgeir vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hamsturinn feiti stökk hátt upp í loft og sparkaði Ásgeiri harkalega utan í vegginn. Ásgeir reyndi að kýla í feitan líkama hamstursins en hann var of snöggur og náði öðru höggi á Ásgeir og hann datt í gólfið.
Þá mundi Ásgeir eftir dálitlu. Hann hafði tekið með sér tvær gular skjaldbökur. Hann tók eina þeirra upp úr vasa sínum og grýtti henni af öllu afli í hamsturinn sem hét Pétur by the way og skjaldbakan fór að bíta í hann. Pétur æpti upp yfir sig og stökk út um gluggan og féll niður á jörðina dauður … sem var ansi skrítið af því að þeir voru á fyrstu hæð.
Ásgeir fór í montna stellingu og hugsaði með sér hvað hann væri kúl. Þegar hann var búin að því ákvað hann að fara og finna vondukallana. Hann braut niður hurðina í herberginu með stærðfræðikennara sem hann fann í vasanum og tók lyftuna upp á 19 hæð þar sem skrifstofa Illuga var. Illugi var ekki þar, skyndilega mundi Ásgeir af hverju. Illugi kenndi nefnilega í háskóla afríku, hann kenndi illsku og var mjög góður kennari (taldi hann sjálfur a.m.k). Ásgeir hafði nú the element of surprise. Hann ætlaði að koma Illuga á óvart og taka hann úr umferð áður en að dauðalaser byssan væri tilbúin. Geimverurnar voru nefnilega enn að koma honum fyrir á tunglinu. Hann stefndi aftur á lyftuna en þá gekk stór rostungur í svörtum fötum með sólgleraugu fyrir hann.
“ Þú ferð ekki neitt”, sagði hann nokkuð kúl fannst honum. Ásgeir gaf frá sér ægilegt ninja öskur og júdó choppaði hann í öxlina en meiddi sig bara, rostungurinn var erfiðari andstæðingur en hann hélt. Hann reyndi líka hina gulu skjaldbökuna sem hann átti eftir, hún virkaði ekki. Rostungurinn hló asnalegum hlátri og skallaði Ásgeir sem datt þá aftur fyrir sig. Ásgeir stóð upp og sagði, “hey sjáðu þarna þetta eru talandi gleraugu”. Rostungurinn gaf frá sér heimskulegt hljóð og leit þar sem Ásgeir hafði bent. Þar var ekkert. Rostungurinn áttaði sig á því að hann hafði verið plataður og sneri sér aftur, en það var of seint. Ásgeir var þegar kominn í lyftuna og búin að ýta á takkan sem lokaði hurðinni. Í örvæntingu sinni stökk rostungurinn í áttina að honum enn lenti á lokaðri hurðinni og rotaðist. Ásgeir hugsaði með sér að hann þyrfti að fá sér aðstoðarmann til þess að getað montað sig við af afrekum sínum. Það tók Ásgeir ekki langan tíma að komast að háskólanum eftir að hann stal bíl frá sexfættri belju með magapest. Hann gekk inn í andyrið og sá konu við skrifborð.
“Afsakaðu”, sagði hann.
“En gætirðu sagt mér hvar kennslustofan hans Illuga er”.
“Ég veit ekkert um það”, sagði konan, ég vinn ekkert hérna.“Ég færði bara skrifborðið mitt hingað fyrir átjan árum og hef verið hér síðan, ég hef lifað á tyggjóklessum sem fólk hendir hér og tómum kókdósum sem fólk grýtir í mig þegar ég reyni að stela skónum þeirra.Þetta eru fallegir skór sem þú átt”, sagði hún við hann.
Ó þakka þér fyrir, sagði Ásgeir, ég bjó þá til sjálfur og … Hann hætti af því að konan var starandi græðgislega á skóna hans með brjálæðisglampa í augunum. Hann flýtti sér í burtu. Gamall einfættur farandssöngvari kom upp að honum.
Geturu sagt mér hvar Illugi er …? spurði Ásgeir. Farandssöngvarinn söng þá falskt lag sem hljómaði einhvernveginn svona. “ Ó Jósefíííínaaa þú ert ekki Líííína langsokkuuuuuur ó yeah. Ásgeir flýtti sér að drepa manninn með fljúgandi svíni og öskraði svo. ER HÉR EINHVER HEILBRIGÐ MANNESKJA SEM GETUR SAGT MÉR HVAR ILLUGI ER.
Já, sagði nemandi á bekk við hliðina á honum, hann er í stofu númer 48.
Ó, takk.
Ásgeir gekk inn í stofuna en sá ekki neinn, allt í einu heyrði hann rödd tala … illa rödd.
Hahahah sagði Illugi, röddin kom frá upptökutæki á kennarastólnum. Ég vissi að þú myndir koma Ásgeir, en ég er því miður ekki hér. Ég lagði þessa gildru fyrir þig. Ásgeir hafði séð of margar hollywood myndir til að fatta ekki hvað myndi gerast næst. Illugi ætlaði að sprengja staðinn í loft upp. Ásgeir byrjaði að hlaupa í átt að dyrunum (ath. þetta er slow motion atriði).Og nú, sagði rödd Illuga. Ásgeir stökk í átt að glugganum. … núna deyrðu. KABÚMM. Öll byggingin sprakk í loft upp.


To be continued.

Hvað mun gerst næst, er Ásgeir dauður?
Af hverju er konan við skrifborðið svona æst í skó?
Og síðast en ekki síst, hefur kúl bleiki leðurbúningurinn hans Ásgeirs verið eyðilagður í sprengingunni.

Einhverjum af þessum spurningum verður svarið í næsta hluta.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?