The FIRST adventures of Swordie, Die & Hammer.. 1. kafli 1. Chapter: The hunt of a lifetime


“ÞEGIÐU!” öskraði Swordie; hann var að rífast við konuna sína aftur, hann var byrjaður að sjá eftir því að hafa gifst einungis þrítugur(sverðar[sem að var sú tegund veru sem að Swordie var] lifðu í mörg hundruð ár og voru ekki taldir fullorðnir fyrr en um þrítugt, semsagt Swordie hafði gifst um leið og hann varð nógu gamall), hann og Saphira, konan hans, höfðu átt mjög brösulegt hjónaband síðustu 10 árin en höfðu látið það ganga vegna Arreris – sonar þeirra – sem að var bara 10 ára og myndi ekki skylja það ef að þau hættu saman.
Hann var búinn að fá algjörlega nóg! Hann gat ekki staðið þetta lengur! Og þá sagði hún það; “Ég vill fá skilnað”
“Guði sé lof” stundi Swordie út úr sér áður en hann gat einu sinni hugsað.
“Jæja, ef þér finnst það þá geturðu bara hypjað þig út undir eins sverðfjandi!” öskraði Saphira á hann “Taktu þessi helvítis kort þín, drullaðu þér út og aldrei láta sjá þig hér framar!”
“En hvað með Arreris?”
“Þegi þú þarna sverðdjöfull! Þú færð ekki að koma nálægt honum nokkurntíman framar! Og hundskastu nú til að taka þetta djöfulsins ‘ævintíradót’ út og fara svo!”
“En.. En..”
"Ekkert en! FARÐU!
Það var ekkert sem Swordie gat gert; í Grikklandi átti konan húsið og réð yfir barninu ef að kom til skilnaðar. Swordie tók til niðurlútur, tók kortin sín og allar glósubækurnar og fór út á Hlöllabáta og hringdi í Hammer.
”Halló“ svaraði djúp og hálf-þunglyndisleg rödd.
”Hey“ sagði Swordie niðurlútur ”Nennirðu nokkuð að hitta mig á Gaujakrá?“
”Jájá, er eitthvað að? Þú hljómar eitthvað niðurlútur og þú drekkur aldrei svona snemma.“
”Hittu mig bara“ svaraði Swordie hastarlega og skellti á.

Hammer gekk inn á Gaujakrá og svipaðist um eftir vini sínum og sá hann að lokum sitjandi einan við borð úti í horni með Pint af bjór.
”Swordie? Hvað er að?“ spurði Hammer.
”Mmm“ rumdi í Swordie.
”Góðan dag, má bjóða þér eitthvað herra minn?“ spurði gengilbeina.
”2 expressóa takk“
”Það verður komið eftir svona 3 mínútur“
”Takk“ sagði Hammer.
Þegar expressóið var komið og Hammer var búinn að fá vin sinn til að drekka það sagði Swordie honum allt að létta.
”Sagði hún þér bara að fara?“
”Ertu hissa?“ svaraði Swordie
”Tja..“ sagði Hammer ”Nei.. eiginlega ekki. Ekki þegar ég hugsa um það allaveganna“
”Einmitt“
”En þú verður að gera eitthvað samt; þú getur ekki bara hangið hérna!“ sagði Hammer.
”Hvað á ég að gera?“
”Þú ert alltaf að tala um að fara í einhverja leiðangra til að finna einhverjar gersemar!“ sagði Hammer.
”Og hvar á ég að finna pening fyrir því?“ svaraði Swordie.
”Ég skal styrkja þig“ missti Hammer út úr sér án umhugsunar.
”Hah! Fyrr mun Saphira styrkja mig en þú!“ sagði Swordie og hálf-hló. Þessi hlátur yljaði Hammer um hjartaræturnar og fékk hann til að hugsa hvað hann vildi heira þennan hlátur oftar.
”Jú, VÍST mun ég styrkja þig!“ sagði hann og stóð upp.
”Ha? Er það?“ sagði Swordie undrandi.
”Heldurðu að ég sé að ljúga að þér?“ sagði Hammer.
”Nei.. NEI! Neineinei, auðvitað ekki.. En.. En hvað eigum við að gera?“ spurði Swordie.
”Það veit ég ekki! Þú ert sá sem að er alltaf að tala um þetta. Ég kem bara með þér og sé um peninginn.“
Swordie hugsaði sig um í svolítinn tíma og sagði svo ”Ég veit!"