Það er dáldið stutt síðan síðasti partum kom “út” en samt.

Bezt væri að check út fyrri sögur fyrst:
Mummi Slökkvuliðsmaður-http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2796767
Andartök Örvæntingar 1-http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2945724


Mummi slökkvuliðsmaður lá undir sófanum sínum og smjattaði á gömlu stígvéli þennan laugardagsmorgun. Eina hugsanlega ástæðan fyrir því að maður jafn myndarlegur og sjarmerandi og Mummi væri liggjandi undir sófa þegar hann gæti verið að fanga fjólubláar hænur í bænum er sú ástæða að hann er að fela sig frá sínum nýja aðstoðarmanni, hinum skapilla, portúgalska broddgelti Skúla Götusleiki.
Skúli á það til að verða mjög svangur og uppáhaldsmatur hans eru hendur og þar sem eini nálagi maðurinn í síðasta kastinu hans var Skúli kom upp “kvæt ðe siddjúeisjon” svo að Mummi faldi sig undir sófanum. Nú voru fjórir tímar liðnir og taldi Mummi að óhætt væri að koma fram.
Eyðilegging blasti við Mumma þegar hann skoðaði herbergið. Allt í húsinu hans var annað hvort ónýtt eða á hvolfi.
“Skúli” kallaði Mummi. “Skúli?”. Enginn svaraði. Allt í einu gerði Mummi sér grein fyrir að hann stóð upp á eitthverjum. Mummi greip í gamlan kall og togaði hann upp. “Skúli?”.
“Hér er enginn Skúli” sagði gamli kallinn. “Ég hef búið hér í þrjátíu ár”.
“Já en þetta er húsið mitt” sagði Mummi.
“Já ég veit, ég er búinn að vera liggjandi á gólfinu þínu síðan þú fluttir inn”.
“Skrítið ég tók aldrei eftir þér”.
“Ég veit” sá gamli varð mjög leiður. “En allavega ég heiti Jón Hrukkótti”.
“En fallegt nafn” sagði Mummi og leit grunsamlega í kringum sig. “Sástu nokkuð hvað varð um Skúla broddgöltinn?”.
“Já það komu nokkrir feitir, ljótir gaurar, tóku hann og skildu eftir spólu”.
Mummi setti spóluna í tækið.
“Sælt veri fólkið” sagði undarlegur blár og mjór, ófrýnilegur kall á skjánum.
“Ég er hinn illi og rosalega flotti Rugludallur” hann þandi út brjóstkassann . “En áfram með smjörið, eins og þú líklega hefur tekið eftir er broddgölturinn horfinn”.
Mummi leit í kringum sig. “Hei, já hann er horfinn”.
“Ég hef rænt honum ó, já það hef ég” sagði Ruggludallur þá með stolti.
“O, jæja” sagði Mummi, yppti öxlum og byrjaði að borða skinkubrauðsneið.
Ef þú vilt bjarga honum þá ráðlegg ég þér að koma í skúnkalýsis verksmiðjuna í vesturbænum”.
“Þetta er leiðinlegt” sagði Mummi og skipti um sjónvarpsrás en sá sér til mikillar skelfingar að enginn önnur stöð virkaði.
“Ef þú prófar að skipta um sjónvarpstöð kemstu að því að ég átti aðeins við tækið” hélt Rugludallur áfram.
“Skepna” sagði Mummi og skalf.
“Svona svona” sagði Jón Hrukkótti og klappaði mumma á bakið.
“En ókei sem sagt ef þú vilt bjarga broddgeltinum þarftu að mæta í vesturbæar verksmiðjuna…”.
“Hverjum er ekki sama um Skúla ég vil að sjónvarpið virki aftur” öskraði Mummi.
“…Og þar finnuru líka “lækningu” fyrir sjónvarpið þitt”.
Það slökknaði á sjónvarpinu.
“Örvæntu eigi” sagði Mummi á mjög dramatískan hátt. “Ég bjarga þér Hr. Sjónvarp jafnvel þó það kosti mig líf Jóns Hrukkótta”.
“Hei” sagði Jón móðgaður.

Á meðan voru hetjurnar Grétar aka Ofur-Grétar og Stefán aka Stebbi Stuð hlauðandi að skúnkalýsisverksmiðjuni í austurbænum.
“Hérna er það” sagði Grétar þegar hann kom auga á stórt skilti sem stóð á “Skúnkalýsi er hollt og gott” og við hliðina, mynd af manni, grænum í framan haldandi á skúnkalýsisflösku.
“Halló” kallaði Grétar þegar hann steig inn í verksmiðjuna.
Hlátur heirðist í fjarlægt. “Fífl” Rugludallur gekk fram. “Mér tókst að plata ykkur” Rugludallur brosti svo að skein í grænar tennurnar. “Ég slökkti ekki á upptökutækinu til að plata ykkur hingað MUHAHAHAHAAA”.
“Djöfullegt” sagði Stefán.
“Þetta var allt partur af planinu mínu og nú …”Rugludallur smellti saman fingrum og þrjár feitar ninjur duttu niður úr loftinu.
Stefán gaf frá sér rosalegt stríðsöskur og bjóst undir bardaga. Ein ninjan stökk á Grétar og byrjaði að pota í öxlina á honum. “Nei” Grétar datt niður af þjáningum.
“Meistari” Stefán hljóp í áttina að Grétari með feitt kökukefli á lofti. BAMM. Ninjan rotaðist.
“Ég hefði svosem getað sigrað hann sjálfur” sagði Grétar og dustaði ryk af ýkt flotta ofurhetju búningnum sínum.
Hinar tvær ninjurnar hlupu í átt að gaurunum tveimur. Grétar rak upp ægilegt óp, greip í Stefán og fleigði honum í ninjurnar og hljóp út. “NEIIIIII …” heirðist í Stefáni þegar að báðar feitu ninjurnar settust á hann svo heirðist ekkert meira nema óþægileg brakhljóð.

Mummi var um borð á fljúgandi teppinu sínu á fleigi ferð á leiðinni til Rugludallsins. Hann heirði öskr í fjarska. Hann leit niður og sá skikkjuklæddann hund af hlaupum og tvær feitar ninjur beint á eftir honum. “Heilög hrossafluga” sagði Mummi og tók stefnuna beint niður í átt til þeirra.

Grétar fann að ninjurnar væru að nálgast þegar hann sá teppalaga skugga fyrir neðan sig stækka eins og banana á páskadag. Svo datt Mummi á hann.
Mummi var fljótur að stíga ofan af hinum nýrotaða Grétari og laga ómótstæðilegu hárgreiðsluna sína. “Engar áhyggjur ágætu nijur” sagði Mummi og brosti hetjulega. “Ég náði afbrotamanninum”.
“uuuu …. takk” sagði ein ninjan og klóraði sér á feitum botninum.
“Það var ekkert ég lít á það sem skildu mína…”. Mummi var sleiginn aftan frá með rosalegu ninja “choppi” af einni ninjuni sem stuttu seinna fékk hjartaáfall.

Grétar opnaði augun hann var bundinn við stól. Rugludallur stóð fyrir framan hann og Mummi var bundinn við hliðina á honum.
“Úldna úrþvættið þitt” sagði Grétar við Rugludall.
“Þetta eru stórar ásakanir” sagði Rugludallur móðgaður. “en allar eru þær sannar”.
“Slepptu mér eða ég “önnlísa mæ osom fjúrí” á þig” urraði Grétar.
“HAHA þú? Þú ert bundinn mjög tel ég víst”.
“Kanski það en þú vilt samt ekki gera mig reiðann”.
“Ó, jú þú sérð, ég ætla að pína þig til að borða eintómt smjör þar til þú breitist í górillu ef þér er sama”.
“Þú ert illur en enginn er svo illur” sagði Grétar með fyrirlittningu.
“Ó, jú” Rugludallur tók stóra skál af smöri úr buxnavasanum og kallaði á feita-ninju-aðstoðarmanninn sinn. “Haltu munninum á honum opnum”.
Grétar reyndi að berjast á móti en það var tilgangslaust.
Smjör bragðið fyllti munn hans. “NEIIIIII”.
Grétar fann að hann var að breitast í górillu. En allt í einu minnkuðu augasteinarnir hans og feldurinn tók á sig grænan blæ.
“Huh” sagði Rugludallurinn heimskulega svo datt skálin í gólfið.

Mummi vaknaði af rotinu “GEISP mig dreymdi svo fallegan draum ég gat flogið og hét Jóhanna”. Mummi gerði sér grein fyrir að hann var í eitthverskonar skúnkalýsisverksmiðju.
Stórt hundslaga gat var á veggnum, tóm skál lá á gólfinu ásamt feitri rotaðri ninju og blárri górillu.
“Haha ég er svo sterkur að ég get sigrað vondu kallana meðvitundarlaus … en afhverju er ég þá bundinn?”.

Eftirmáli:

Mummi var kosin alþjóðleg hetja fyrir sigur sinn á hinum illa og eitursvala Rugludalli sem var orðin górilla því hann hafði neitt of stórum skammti af smjöri.

Mummi fékk sjónvarpið sitt til að virka en fann aldrei Skúl en var nokk sama.

Jón Hrukkótti breittist í háhyrning af engri ástæðu og giftist sokknum sínum.

Og eitthverstaðar í Kanada gengu um sögur af stórum grænum (en ótrúlega myndarlegum) hundi …