Áður en þyð hefjið lesturinn væri betra að kynna sér forsöguna fyrst.
http://www.hugi.is/sorp/articles.php?page=view&contentId=2796767

Síðastliðna þrjá mánuði hafði hundurinn Grétar setið í risastóru strandhúsi sínu chillandi allann daginn með þjóninum sínum Stefáni (sem þekktur er í Kanada sem Gulrótin Fljúgandi af einhverjum ástæðum sem munu seint skýrast).
Grétar hafði fyrir fáeinum árum byrjað glæstan feril sinn sem kvikmyndastjarna og hefur nú leikið í “hitt”-myndum eins og í Jón Jónson trilogyuni hanns Stefáns Spilaborgar (Jón Jónson fer í bankann, Jón Jónson borðar tómat og síðast en ekki síst þreföldu óskarverðlauna myndin Jón Jónson eignast kött). Einnig lék hann á móti Silvester Stálljón í “Dansað við skjaldbökur” sem fékk ekki jafn góða dóma eins og vonast var eftir (hugsanlega af sökum ótrúverðugrar túlkunar Stálljóns á marsbúanum Málmfríði).
En það sem flestir vita ekki er að Grétar lifir þreföldu lífi, sem hinn kynþokkafulli hundur Grétar, Risastóra græna skrímslið Gulk en einnig sem ofurmennið Ofur-Grétar!
Það er nú þannig að á hverri nóttu fer Grétar á Grétarmobilinu sínu ásamt Stefáni (sem þá kallast Stebbi Stuð) og berst gegn glæpum.

Jæja, þar sem nú er komið við sögu er hinn forljóti og hálfheirnalausi aðstoðarmaður/þjónn Grétars hann Stefán að fara að ná í póstinn handa “húsbóndanum”.
“Herra, Herra þér hefur borist myndabandsspóla” sagði Stefán þegar að hann hljóp inn til Grétars með póstinn.
“Hversu oft hef ég bannað þér að trufla síðdegisblundinn minn?” Grétar gaf Stefáni leiftursnöggt högg á hausinn með reglustriku. “Þetta kallar á refsingu, þrír tímar í kakkalakka pottinum ættu að duga.”
Á meðan Stefán staulaðist í burtu setti Grétar spóluna í tækið og kveikti á óleifilega stóra sjónvarpstækinu sínu og settist í rándýra nudd-hægindastólinn sinn.
Það kveiknaði á skjánum.
Óvenju mjór, blár náungi var sitjandi í skugga. Náunginn hló stanslaust í rúmar tuttugu minotur áður en hann byrjaði að tala “Eins og þú væntanlega veist er ég hinn illi Rugludallur.”
“GASP Erkióvinur minn Rugludallur” sagði Grétar þá í rosalegu sjokki.
“Já ég er það og eins og þú líklega sérð hef ég sloppið af hælinu húhúhúhúhúú og ætla mér að fremja mörg ódæðisverk og þú getur ekki stoppað mig hahahahahahahaaaaa.” Altt í einu stoppaði Ruggludallur og hugaði sig vel og lengi um. “Þetta voru ansi tilgangslaus skilaboð” sagði hann svo við sjálfann sig. “Ég þyrfti að segja eitthvað gáfulegra annars verður bara vandræðalegt þegar hann sér spóluna.” Aftur hugsaði hann sig um. “AHA, Þú getur stoppað mig” sagði Rugludallur þá og fannst hann greinilega vera geðveikt kúl. “Þú þarft bara að fara í skúnkalýsisverksmiðjuna í austurbænum” þegar að hann hafði lokið við þau skilaboð fór Ruggludallurinn og náði sér í samloku sem hann smjattaði á í heilt korter. “Hahahaa fíflið veit ekki að þetta er gildra og alvöru felustaðurinn minn er í skúnkalýsisverksmiðjuni í vesturbænum hahahahaha” svo leit hann á klukkuna. “ó, nei klukkan er þrjú það er kominn tími á kjúklingadansinn minn. Rugludallur setti gamla plötu í spilarann og heirðist mjög hallærislegt lag í bakgrunninum svo stóð Ruggludallur upp og fór að dansa.
“Þetta er nóg” öskraði Grétar og slökkti á sjónvarpinu. “Augun mín” sagði hann og hélt um hausinn.

Nokkrum tímum síðar kom Stefán úr kakkalakka herberginu haldandi á blárri hænu og sá “eiganda” sinn liggjandi á gólfinu í fósturstellingu að muldra “hryllingurinn nei láttu dansinn hætta láttu hann hætta” eða eitthvað í þá áttina.
“Meistari” hljóðaði Stefán og fleigði frá sér kjúklingnum. “Meistari hvað gerðist, ertu búinn að horfa á spóluna?”
Allt í einu rankaði Grétar við sér “SPÓLAN”. Grétar stóð upp og benti út í loftið “Það er tími fyrir Ofur-Grétar og Stebba Stuð.”

Hvað gerist nærst mun Rugludallur sigra?
Mun dansinn ásækja Grétar í drauma hanns um alla eilífð?
Hvar er Mummi sem öllum fannst svo vænt um?
Og verður eitthvern tíman gerð fjórna Jón Jónson myndin sem fer beint á DVD?
Fylgisti með í Antök Örvæntingar: Seinni hluti, Skuggar hins liðna.