Hér er ég með sögu sem ég skrifaði mér til gamans. Síðan ef ég nenni kemur framhald.



Einu sinni var bleikur flóðhestur að nafni Jónas. Jónas átti vin sem hét Lúðvík og var svín. En Jónas og Lúðvík voru ekki venjulegir … gaurar. Þeir voru ofurhetjur, á hverri nóttu læddust þeir út og börðust gegn glæpum og þeir voru einmitt að gera það þegar þessi saga byrjar.


Jónas og Lúðvík voru nýkomnir út í eftirlitsferð þegar þeir sáu þjóf vera að ræna veski af gamalli konu. “Komdu með veskið gamla” sagði þjófurinn. Konan gamla reiddist tók upp ruksugu og saug upp þjófinn. Konan þurfti greinilega enga hjálp svo að hetjurnar héldu áfram ferð sinni. Þeir voru á leið í gamla vöruhúsið því að þeir höfðu fengið nafnlausa ábendingu um að eitthvað illt væri á seiði þar. Þeir komu að húsinu og gægðust inn um einn gluggan, þeir sáu ekki neitt og ákváðu þá að fara inn. Þegar þeir stigu inn fyrir var þeim haldið föstum af tvem fílum sem flugu með þá í burtu alla leið til rússlands og tóku þá inní hús þar sem stór banani sagði við þá, “ ég er banani og ég heiti banani. Hvað ætlarðu þér með okkur?, sagði Lúðvík. Ég ætla að drepa ykkur, svaraði bananinn. Af hverju? sagði Jónas. Af því að ég er illur banani og ég drep fólk muhahahaha. Jónas notaði ofurkrafta sína til að rota einn fílinn og stökk í átt að banananum með frisbídisk í hendinni en bananinn náði að sveigja sér frá og lamdi Jónas og hann rotaðist. Bananinn tók þá upp byssu og ætlaði að skjóta Lúðvík en hann henti hinum fílnum í byssuna og hún skaust upp í loft og ofan í fiskabúr með þrem rauðbrúnum hákörlum sem voru að steppdansa. Arrg þá verð ég víst að kalla á félaga minn, sagði bananinn. Halldór komdu hingað. Stór górilla með rauðan pípuhatt og vindil kom að þeim. Hvað er það stjóri, sagði Halldór. Hjálpaðu mér að binda þessa tvo við eldflaugina sem við eigum. Halldór og Banani voru vopnaðir svo að ofurhetjurnar tvær gátu ekki gert mikið og voru bundnir við risastóra eldflaug sem Halldór geymdi í vasa sínum. Elflaugin skaust út í geim og lenti á tunglinu og þar sátu þeir fastir í heila tvo daga. Þá kom feitur rostungur upp að þeim og sagði “ ég heiti Páll en þið?” Nei við heitum ekki Páll, sagði Jónas. Þá tók rostungurinn upp tvo hesta og sagði, þið megið fá þessa til að komast til jarðar. Þeir þáðu hestana og lögðu af stað aftur til jarðar því þeir ætluðu að ná hefndum á Banana og Halldóri. Þeir voru komnir hálfa leið þegar þeir voru stoppaðir af víkingi með ljóta bláa hárkollu. Það fer engin hér yfir nema að svara mér 3 spurningum, sagði hann. Allt í lagi þá, sagði Lúðvík. Jæja, fyrsta spurningin er … hver er tilgangur lífsins. Uhhhhh … er það ég, sagði Jónas vongóður. Víkingurinn reiddist og sprakk og vinirnir tveir héldu áfram ferð sinni að banananum. Þeir komu aftur að jörðinni eftir að hafa tekið bensín á hestanna. Þeir læddust upp að húsi bananans, ég er með plan, sagði Jónas.


Bananinn var að æfa ballett með Halldóri sem virtist ekkert kátur á svip þegar Jónas og Lúðvík komu inn. Áráááás, öskruðu þeir og stukku í átt að banananum og átu hann. Halldór tók upp pönnu og öskraði, þið átuð vin minn litlu ógeðslegu ofur aularnir ykkar. Hann lamdi í Jónas með pönnunni og reyndi að lemja Lúðvík en hann náði að sveigja sér frá og kýldi Halldór og hann rotaðist. Vondu kallarnir voru fluttir í fangelsi og ofurhetjurnar tvær fengu verðlaun, tvo fría tannbursta fyrir allt erfiðið.



Allt er gott sem endar vel ekki satt ???
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?