Já, það skemmtilega gerðist um daginn að ég sá Elton John! Gaman að þessu.

Formáli - Gleraugun
Ég eignaðist gleraugu fyrir stuttu/reyndar fann ég þau bara inní skáp og fyrir löngu en það er ekki aðalatriðið/ og eru þau alveg afar afar svöl! Ég var t.d. með þau um daginn þegar ég var með Björk/geimveru hárgreiðsluna og tók mig alveg rosalega vel út að sögn margra. Þessi gleraugu eru alveg kringlótt, með litlum glerjum og svona hálfappelsínugulum og þau er gyllt. Ótrúlega stórkostleg hönnun!

Annar formáli - vinur bróður míns
Já hann er tvíburi, gaman að því og með svona hár og fleira…Skemmtilegt, skiptir ekki öllu máli…Eða jú en það kemur í ljós

Þriðji formáli - Ég að koma heim úr skólanum
Ég að koma heim úr skólanum er sérstök sjón…Í grænu kápunni minni með grænbláu skólatöskuna mína í brúnu Converse-skónum mínum, blautum! Jæja, Not Relevant/Biðst afsökunar á því að kunna ekki að skrifa þetta, finnst þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt!/Og nú hefst sagan…Eða bíddu…

Fjórði og síðasti formálinn - Bróðir minn
Bróðir minn í tölvunni og vinur hans við hliðina á honum!

Sagan - Cho hittir Elton John
Ég kem labbandi í slabbinu niður götuna mína og kem að græna húsinu, sem allir halda að sé hvítt!/ÞAÐ ER GRÆNT! GET IT!/

Opna hurðina með fallega lyklinum mínum og labba inn í nett pirruðu skapi og beygi mig niður til að fara úr skónum en átta mig svo á að ef ég beygi mig þá kemst ég ekki upp aftur því að taskan er 9 kíló./Ég er ekki að grínast, hún er nánast alltaf svona þung og ég er með vöðvabólgu:( Vorkennið mér/

Þannig að í staðinn reyni ég að sparka af mér skónum án þess að detta aftur á bak…Þegar bróðir minn stekkur alltíeinu útúr stóraherberginu/tölvuherberginu og Æpir - Elton John! Elton John! Sjáðu! Sjáðu! Sjáðu!

Og ég í hinu mesta sakleysi mínu segi bara - Wha'/Með Odds stæl, með Odds stæl, Muniði það!/
Þar sem bróðir minn heldur bara áfram að hoppa þá ákveð ég að kíkja á málið sjálf og athuga hvað er á seyði!

Þannig að að á einum skó með 9 kílóa skólatösku á bakinu labba ég í átt að hurðinni/Svona Jaws tónlist og þið sjáið mig svona eins og þið séu ofan í fiskabúri með miklum öldugangi og augun flökta á yfirborðslínunni. You get me, right?/

Þetta er stutt labb þar sem ég stóð hjá stólnum í forstofunni og það eru svona tvö skref að hurðinni! Bróðir minn heldur áfram að hoppa og hoppa og ég er orðin frekar pirruð á honum.

Og Þá! Allt í einu! Out of the Blue! Like a BOLT from the Blue/athugið, Ég er ekki að tala um bolta á Ísl-ensku/Ég er að tala um eldingu/ Æjji, þið föttuðu það líklega, þið eruð ekkert vitlaus, eða hvað?/
*Lítur rannsakandiSlashFlóttalega í kringum sig*

Og þar sem við erum nú stödd mitt í mómenti þar sem mikil hætta er á að fólk hrynji niður, fáandi hjartaáfall úr spennu, ætla ég að hlaupa upp og ná mér í vatnsglas. Er orðin frekar þyrst. En ein spurning, Horfðuð þið á Extras áðan? Bara spurning. Engin þörf á svari. Engin pressa.
Jæja, ætla ná í vatnið og kem svo strax aftur til að halda áfram!

*Fer og kemur aftur*
Byrjum þar sem við stoppuðum!
…from the Blue! BIRTIST! Dididid…Elton John! Og ég alveg Wha’/Aftur með Odds stæl, Með Odds stæl/
Og ég verð auðvitað voða hissa því að hvers vegna ætti Elton John að vera heima hjá mér í GRÆNA húsinu mínu? Maður spyr sig. Og auðvitað verð ég líka voða glöð því að það er alltaf gaman að hitta einhvern frægan…Ég veit hvað ég er að tala um, ekki einu sinni reyna að mótmæla! Og ekki koma með eitthvað skítakomment eins og Ómægod, hann er bara venjulegur gaur, skiluru, etta skittir ekki máli! Dettur reyndar ekki í hug að ég fái eitthvað komment sem hljómar gelgjulega en þið vitið vonandi hvað ég á við! Ehemm…Aftur að sögunni!

Þegar ég er búin að undirbúa mig fyrir að missa mig úr gleði og er búin að hoppa einu sinni eða tvisvar þá átta ég mig á því að þessi Elton John er frekar lítill.

Og svo fatta ég að þetta er ekki Elton John heldur bara vinur bróður míns með ógurlega svölu gleraugun!

Big disapointment/ness!

Svo að ég fór bara og fékk mér beyglu með Hummus. Enn með skólatöskuna á mér því að ég var svo hrædd um að ef ég tæki hana af mér þá myndi ég aldrei getað sett hana á mig aftur!

Endir

Vó, þetta er aðeins lengra en þetta átti að vera. Kannski að maður sendi þetta bara inn sem grein í staðinn fyrir kork. TikTak!

Off…

Ein pæling, afhverju er þessi takki - ég staðfesti að þetta er mitt eigið verk! Það getur hver sem er hakað í hann, jafnvel þó að hann sé ekki sá sem hann er í raun og veru, nei ég meina sá sem hann er að þykjast vera!
Þannig að ekki er mikill tilgangur í þessum takka/boxi þarna…Hvað finnst ykkur?

Off..