[Mín fyrsta sorpgrein *vonar að hún verði samþykkt*]

Já kæru Sorparar - jólin eru að koma!

Ég vaknaði morguninn 23.desember 2005 og það fyrsta sem ég hugsaði
“Ji. Jól … á morgun!” og síðan þá hef ég ekki slakað á! Mín er að fara YFIRUM!
Ég ákvað því, til að fá útrás að skrifa um jólin mín.
ÉG VEIT að það er til jólaáhugamál en það hefur borið á því að fólkið hér sé ekki í nógu miklu jólastuði þannig að ég vona að þetta verði til þess að þið finnið smá skap þarna inn við beinin.

Þorláksmessa!
Bara stutt yfirlit yfir hvað verður gert í dag á mínu heimili!
Frammi er verið að leggja lokahönd á baksturinn og ég vaaar að taka af rúminu [oj, þarf að ryksuga rúmið >_<]
Í kvöld eftir kvöldmat verður tréið síðan tekið úr baðinu [þar sem að það hefur drukkið nægju sína] og sett í fót, skreytt og pússað.
Svo er öll íbúðin skreytt hátt og lágt og svo kem ég mér í rúmið fyrr en venjulega [fæ í skóinn frá Kerta ;D]

Á aðfangadag heima hjá mér er ég vakin [eða vakna úr hreinum spenningi] klukkan átta til að fara með litlu systkinum mínum [9 og 6 ára] inn i stofu að horfa á teiknimyndirnar.
Ég er kannski 15 en þetta er bara byrjunin. Ég læt eins og fimm ára á jólunum! Venjulega sofna ég yfir leiðinlegustu teiknimyndunum en þetta er bara svo gaman og jólalegt.
Í hléinu, þegar að fréttirnar eru þá hef ég ætlað mér að labba í svona eins og 10 mínútur með jólapakka til beeestu vinkonu minnar [Sem ég þarf svo að fá lánað þegar að hún er búin að lesa - þetta er stóór feeeit Narinu bók með öllum sögunum uss!] og fá minn í staðinn!
Svo tölti ég aftur heim og horfi á meiri teiknimyndir og skelli mér í eitt stykki jólabað og tek minn tíma í að gera mig sæta og fína með kremum og hárgreiðslu fyrir jólin!
Svo horfi ég ef til vill á fleiri teiknimyndir [ef að það er ennþá verið að sýna þær] eða skrepp í tölvuna.
Í kringum 4 til hálf 5 leytið ætla ég svo að byrja að hringja í vini mína, bæði sem búa í bænum og ekki. M.a. Kyril, QUELASTA og tukall =D
Það á eftir að taka sinn tíma en eftir það er bara tvennt eftir: Setja pakkana undir tréið og

BÍÐA

NÚ!
Klukkan sex slá klukkurnar jólin inn, foreldrar og systkini kysst og gleðileg jól gaman gaman. Við fáum að opna einn pakka [sem tekur mig laaangan tíma að velja] og svo er það jólamaturinn. Venjulega hefur það verið hryggur en það á að breyta til og hafa læri þetta árið.
Svo þegar að allir hafa borðað nægju sína nær mútta í frómasinn og fólk keppist við að borða til að finna píínulitla ananasbitann og fá verðlaun! Mér finnst frómasinn ekkert sérstaklega góður en ég borða þangað til að bitinn er fundinn. Svo göngum við frá [við krakkarnir alveg að drepast, hendum öllu bókstaflega í uppþvottavélina eins hratt og mögulegt er] og svo er komið að PÖKKUNUM!
Venjulega tekur það MJÖG stuttan tíma að rífa pakkana upp, en ég tek mér minn tíma enda fæ ég færri pakka en venjulega [heimskuleg hefð - hætti að fá frá systkinum m&p eftir fermingu] og svo fer hver í að skoða sína pakka og pakkana frá hinum.
Ég fæ venjulega nógu margar bækur svo að ég geti lesið langt fram á nótt!

Svona eru jólin mín, kannski kemur framhald um jóladag og annan í jólum á morgun ef að ég er í stuði!

GLEÐILEG JÓL!!