Jæja, nú er greinin sem ég lofaði on its way. Hún fjallar að vísu ekki um Ríkan mann sem missir vitið á meðan við fylgjumst með. Þetta var góð hugmynd en ég gat ekki unnið úr henni. Ekki nógu gott…kannski seinna!

En allavega, greinin í dag fjallar um strauj! Ykkur finnst það kannski ekkert voðalega merkilegt og eflaust einstaklega óáhugavert. Og ég er alveg sammála! En þetta er líka nauðsynlegur hlutur og einmitt þess vegna þurfti ég að strauja í dag. Og hér kemur sagan af því hvernig ég byrjaði sem fáfróður straujunarskúbbi en varð að lokum MegaSvakaVaga straujsérfræðingur!

Og við byrjum…Núna!

Ég var bara í hinu mesta sakleysi mínu að horfa á The importance of being Earnest þegar mamma mín kom æðandi upp og sagði – Þú verður að strauja sængurfötin þín.
Ég nennti því ekkert enda er the importance of being Earnest einstaklega skemmtileg mynd og ég vildi klára að horfa á hana. Þannig að ég svaraði ekki og beit bara í kexið mitt í staðinn. Mamma fór og ég kláraði myndina.

Hún kláraðist. Já indeed, þannig að ég labbaði niður, enn í mesta sakleysi mínu og er mér þá ekki bara kippt inn í þvottahús, ég sett fyrir framan straujbrettið og sagt að byrja! Mér brá að sjálfsögðu þar sem ég var alveg búin að plana að fara á Sorpið og senda inn eitt stykki grein ef ég gæti fundið eitthvað til að skrifa um. Þegar þetta gerðist þá vissi ég ekki að kannski var þetta lán í óláni. Ef ég hefði aldrei lent í þessari aðstöðu og þurft að strauja þá hefði ég líklega aldrei sent inn þessa grein. Svo að kannski var þetta gott eftir allt saman.

Ég sá mér ekki fært að komast út og því var bara best fyrir mig að hefjast handa. Ég fyllti nýja straujjárnið okkar af vatni, það gamla var bara On fire fyrir nokkrum dögum þannig að það þurfti að kaupa nýtt. Þetta nýja straujjárn var keypt í Pfaff!
Ég tók mér stöðu við straujbrettið og mundaði nýja straujjárnið keypt í Pfaff og byrjaði að strauja.

Fyrst straujaði ég sængurverið mitt. Það var auðvelt. Og þá hélt ég að ég væri búin. En, neinei…Var þá ekki heill haugur af allskonar drasli liggjandi á borðinu, bíðandi eftir straujun.
Ég greyp efsta hlutinn, sem reyndust vera buxurnar mínar, og straujaði hraðar en vindurinn. Hengdi þær svo upp á snúru og greip gallbuxur sem höfðu legið undir þeim. Það var lítið mál og eftir smástund var ég búin. En þá, þá var komið að bolunum.

Það er kannski ekkert erfitt að strauja boli, margir segja það og ég er ein af þeim, en það ógeðslega leiðinlega við þetta allt, og líka það erfiðasta, er að brjóta þá saman!
Það er sama hversu mikið þú vandar þig við að hafa brotin jafnstór, alltaf, ALLTAF þegar þú brýtur síðasta brotið og snýrð bolnum við til að sjá hvernig til tókst þá er bolurinn skakkur! Þetta er það mest óþolandi í heimi! Nei, ekki alveg, það er ýmislegt fleira óþolandi, en það er flest allt tengt straujun! Og, já hvert var ég komin? Já, bolirnir…

Þessir bolir sem ég er að tala um núna, eru þeir bolir sem eru enn þá í laginu eins og þeir eiga að vera, hafa ekki aflagast í þvottavélinni eða í þurrkaranum, og það er engin leið að gera þá beina aftur, hvað þá að brjóta þá saman! Þannig að eftir að ég hafði tekið eittt æðiskast og hent einum skakka bolnum upp í loftið en séð svo eftir því þar sem ég þurfti að strauja hann aftur eftir það þá kom ég með nýja aðferð.
Ég braut bolinn saman og hugsaði um jólin á meðan þannig að ég gleymdi alveg hversu asnalegt þetta var og svo henti ég honum bara ofan á balann! Það var gott!
Þetta er gott að gera við t.d. ljóta svarta boli af pabba ykkar og enn ljótari gula sjellmótsboli af bróður ykkar. Þessi síðarnefndi þarfnast ekki einu sinni samanbrotun vegna þess að sama hversu oft þú straujar hann og brýtur hann saman, hann verður alltaf jafn ljótur og krumpaður! Þannig að don’t waste your time on that kind of bols!

Annað mál á dagskrá hjá mér voru náttföt. Ég skil voða lítið í því tilhvers þarf að strauja náttföt þar sem það sér þig varla nokkur í þeim og um leið og þú ferð í þau þá ertu líklega bráðum að fara að sofa og eftir eina nótt í þeim þá eru þau orðin svo krumpuð að það var aldrei neinn tilgangur í því að eyða tíma í að strauja þau. Þetta var því fyrir mér tilgangsleysi mikið en mamma stóð yfir mér þannig að ég neyddist til að strauja þau, reyndar ekkert voðalega vel, þannig að þetta reddaðist!

Síðan var komið að koddaverunum. Þau eru ágæt í sjálfu sér, ekkert vesen að brjóta þau saman, en getur farið í pirrurnar á sumum að þurfa að opna þau og strauja sér inní þeim áður en þú getur straujað að utan. Best eru samt litlu-koddaverin sem tekur ógeðslega lítinn tíma að strauja og þarf ekki að brjóta saman því að þau eru svo lítil! Ég elska svoleiðis.

Og nú er þetta að fara að verða búið, þessi saga af straujeríinu vegna þess að ég þarf að fara útí búð. En eitt loka mál bara til þess að hafa góðan endi á þessu!

Þegar ég hélt að allt væri búið, rek ég þá ekki augun í tvo langerma boli sem liggja voðalega lúmskir á borðinu. Ég gríp þá og ætla bara rétt að strauja yfir þá til að klára þetta nú alveg svo að ég þurfi ekki að koma aftur á eftir! Gríp einn bolinn og strauja lauslega yfir hann en festist þá ekki straujárnið eitthvað í efninu og allt krumpast aftur! Ég verð pirruð og fer að ímynda mér að einhver hálviti hafi sett leiðbeiningar á rússnesku á bolinn sem segðu að það mætti ekki strauja hann og að auðvitað gæti ég ekki lesið þær þvi að þær væru á rússnesku. Ég meina, hver kann rússnesku? Og eftr að hafa í huganum hent tómati í þennan mann þá opna ég bolinn og ætla að byrja að strauja hann á venjulegan, tímafrekan hátt! En, nei, er þá ekki einhver fáránlegur blettur í bolnum og ég verð óstjórnlega pirruð því að nú þarf að þvo bolinn aftur og þar af leiðandi að strauja hann aftur og ég á aldrei eftir að sleppa úr vítahring straujsins!

En í staðinn fyrir að pirrast meira yfir þessu þá ákveð ég bara að snúa bolnum við þannig að nú sést ekkert í blettinn og ég strauja bara bolinn aftan frá. Síðan gríp ég þennan síðasta og finn að hann er úr samskonar efni og þessi sem ég var að strauja. Ég leita því að miða á rússnesku með straujunarleiðbeiningum og finn hann laumulega falinn bakvið eitthvað dót á hálsinum. Ég, sem er nýbúin að læra rússnesku, finn út að ég megi bara strauja þennan bol á vissum hita. Ég stilli því á vissan hita/Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki en það er takka á nýja straujjárninu keyptu í Pfaff sem stendur á ‘Viss hiti’/ og strauja bolinn í mestu makindum. Að því loknu geng ég frá straujjárninu og flýti mér í burtu, vissulega hraðar en vindurinn og hoppa í tölvustólinn og bruna á Sorpið með litla hugmynd að grein í kollinum!

Endir!