Maggi Lýsi og gamla töfra Gulrótin Ég vil bara benda á að ég skrifaði þetta fyrir þó nokkrum árum en þar sem ég fann þetta í tölvunni minni varð ég að senda þetta inn er ég hræddur um.
Ekki fara að kvarta ef eitthvað er aðeins of … (ég var til dæmis að spá í að þurka algerlegaút sögumannspartinn þar sem enginn á eftir að fatta hann en ég leyfði honum að fylgja með).


Maggi Lýsi og gamla töfra Gulrótin

Hellir Ódáðana
Einu sinni var gaur sem hét Lýsi, Maggi Lýsi hann var eitthvern veginn kominn inn í helli sem hann vissi ekkert hvernig hann komst inn í. Og hann ætlaði að gera sem best úr hella vistinni en allt í einu kom svo ógeðslega pirrandi kanína að Magga langaði mest til að sparka í hana. Kanínan sem við köllum af eitthverjum virkilega asnalegum ástæðum Hr. Rauðann (það er skrítið því kanínan var svört) en allavega þessi ákveðna kanína bauðst til að selja Magga kortið til að komast í Helli Ódáðana.
“Helli Ódáðana?” spurði Maggi
“Já Helli Ódáðana” svaraði Rauður.
“Hvaða hellir er það?”.
“Hellirinn sem við erum í einmitt núna”.
“Meinaðu að þú sért að selja mér kortið til að komast á staðinn sem ég er á einmitt núna?”
“Ég held nú það”
“Bíðum við” sagði Maggi skrítinn á svip. “Ég man hvernig ég komst hingað til að byrja með, það gerðist fyrir löngu það var mitt diskó-tímabilið …….”

Mitt DiskóTímabilið
Ú, Ú, Ú, Ú STAY IN THE LIGHT, STAY IN THE LIGHT heirðist í Magga, hann vantaði aðeins 1 centimetra upp á að slá heimsmetið í stærsta afro hárinu og það heimsmet ætlaði hann að slá. Hann hafði ekki komið út úr húsinu í marga mánuði út af því að dyrnar voru of litlar. En allt í einu var bankað Maggi fór til dyra, á dyraþrepinu stóð svört kanína sem sagði “Viltu kaupa kortið af leiðini í helli ÓDÁÐANNA?”
“Humm … NEI” Maggi skellti dyrunum á nefið á kanínunni. Aftur var bankað á dyrnar, og þar var kanínan aftur “PLÍÍÍÍÍÍÍS”
“NEIIII” svaraði Maggi,
“En-en viltu kaupa skæri þau eru tilvalin til að hár klippinga?” spurði kanína þá
“Klippa hár KLIPPA HÁR?” svaraði Maggi og náði næstum að virðast rólegur ég legg áheyrslu á orðið næstum … … … … … … … … Það kallast kaldhæðni (úff þessir lesendur eru SVO vitlausir).
“Veistu að það eru aðeins fáeinir dagar í heimsmetið…” Maggi náði ekki að klára setninguna því hljóðin í skærum kanínunnar voru of hávær. Áður en Maggi vissi var hann orðinn sköllóttur “NOOOOO” sagði Maggi “Þú hefur rústað lífi mínu”.
“Fyrigefðu” sagði kanínan þá “Ég skal gefa þér kortið ókeipis í skaðabætur”.
“O.K.” sagði Maggi svo rétti kanínan honum kortið. “Þetta gera 3000 krónur takk” …………..

Hellir Ódáðana Part II
“Þetta var sagan mín sáli … hei þú ert ekki sálfræðingurinn minn” Maggi benti reiður á kanínuna svörtu. “Þú ert gauinn sem seldi mér kortið, þetta geriðst á miðju diskó tímabilinu ….”.
“O.K. þú ert búinn að segja mér söguna!!!!1”. “Ó, en sagði ég þér frá kortinu?”
“Umm … já”.
“Ó, ég var sem sagt búinn að segja þér frá því að ÞÚ EYÐINLAGÐIR LÍF MITT AULI !!!” Þetta er það sem við vorum að tala um: Kaldhæðnin … … FATTIÐI EKKI ENÞÁ *sniff* ég reyni eins og ég get að vera sem bestur sögumaður en þið viljið ekki hlusta á mig, viljið ekki skilja ef THT3000 höfundur sögunar hefði ekki platað mig til að skrifa undir þennan fjandan… ó má ekki blóta í sögunni ??? Ha meiga allir blóta nema sögumaðurinn ÞETTA ER ÓSANGJARNT, ó já hvert var ég kominn … ef THT3000 hefði ekki platað mig til að skrifa undir þennan *hóst*frábæra*hóst* samning um að vinna sem sögumaður MAGGA LÝSIS OG CO. án launa væri ég löngu hættur. Lélegu lesendur og hlustendur náið ekki góðri kaldhæðni, mér bíður við ykkur BÍÐUR VIÐ YKKUR … … … O.K. Hr. THT3000 ég skal róa mig niður, ég skil annars verð ég rekinn og þarf að borga 22 milljónir í skaðabætur … … … Já eins og ég var að segja Maggi og kanínan Rauður sátu í hellinum. Þá rauf þögnina sem myndaðis af 230 þúsund lúðrablástursgaurum sem voru að æfa í næsta herbergi Rauður með því að segja “AHA Ég skal bæta þér allt þetta upp með því að næstum gefa þér kortið til að finna TÖFRA GULRÓTINA” Hann lagði áheirslu á næstum … … þið vitið kaldhæðnin … … AFHVERJU ÉG? AFHVERJU ÉG? reyna þeir sérstaklega að velja sjóga lesendur en alla vegana höldum áfram með söguna.
“Hvað mikið kostar það og hvað ku þessi gulrót að gera ???”
“Kortið kostar ekki nema 11.000 en þú færð það á 10.999 mínus þrjár krónur plús sjö, tilboð sem þú getur ekki hafnað”.
“Og gulrótin ?”.
“Gulrótin ó já gulrótin, hún á að geta kallað á hinn mikla anda Algört Féplokk sem getur látið hvaða ósk sem er rætast”.
“AHA, ég gæti sloppið úr þessum leiðinda helli ef ég næði í andann … Ég held þá á stað”.
“Ekki gleima kortinu” sagði Rauður þegar hann rétti Magga kortið “Þetta gera 17.000 krónur takk” og þá hélt Maggi burt frá Kanínuni og dýpra inn í hellin ………….

Dýpra Inn Í Hellinum
Þegar Maggi var búinn að labba í 7 daga í hellinum án þess að sjá svo mikið sem bút af gamalli gulrót var myglaði harðfiskurinn næstum búinn svo hann gekk að sölubás rétt hliðana á honum afgreiðslumaðurinn var svört kanína sem leit nákvæmlega út eins og Rauður en var með yfirvaraskegg. “Ég ætla að fá myglaðan harð…” Maggi náði ekki að klára setninguna því yfirvaraskeggið á aðgreiðslumanninum datt af Maggi flýtti sér að ná í skeggið og rétta aðgeiðslumanninum en þá áttaði hann sig á því að aðgreiðslumaðurinn var í raun RAUÐUR (ekki rauður á litinn bara Rauður þið vitið svört kanína … … ó þið vissuð það, tssk Know it alls,).
Again with the story: Afgreiðslumaðurinn sem var í raun Rauður tók þá hatt uppúr vasanum sínum og setti á höfuðið á Magga svo hann sá ekkert þegar hann náði hattinum af næsta dag var Rauður farinn “Damn ég rétt missti af honum” sagði Gulli þá … ég meina Maggi “Og hann tók kortið NOOOO, nú finn ég alldrei andan”.
“Var eitthver að kalla” heirðist þá …
Það var stór blár hundur sirka 3 og hálfur metri á hæð sem stóð fyrir aftan Magga og var að borða lakkrís. “Nei ég sagði ANDI”.
“O.K. kúl” sagði hundurinn þá og labbaði burt.
Þremur dögum seinna var Maggi búinn að labba í hellinum jafn marga daga og orðið sem ég sagði þegar að allt í einu kom hann að enda hellisins. Þar var stórt hlið með lúgu þar sem eitthver gaur sat inní og sagði “Leyniorðið?”.
“Umm… HA???” sagði Maggi.
“Viltu fá töfragulrótina eða ekki … SEGÐU MÉR ÞÁ leyniorðið”.
“Já en ég veit það ekki” sagði Maggi rosalega pirró.
“Giskaðu þá” svaraði lúgugaurinn “Þú færð fjórar tilraunir”.
“Umm… Kalkúnn? … Banani? … Waterloop?” Maggi hugsaði sig lengi um þar til AUÐVITAÐ!
”Leyniorðið er: Eiginlegarauðhærðurgaursemerhálfhænaoghálfarbuxurog3/2úrfroskisemgenguralltafí gráblárrihúfumeðgrænumdeplumá“.
”Tók það svona langan tíma að fatta það djísess" og hliðið opnaðist.

Hvað gerist nærst? Mun Maggi finna andann? Mun Hr. Rauður sigra? Og mun græni sokkurinn sem ég gróf í garðinum mínu lifna við og taka yfir heiminn? Fylgist með …