Góðann samkundudag góðu sorpvinir.
Nú ætla ég að segja ykkur frá skondinni hljómsveit að nafni Roadkill.

Hún er í augnablikinu að taka Where is my mind - The pixies, Chop Suey - System of a down og Mustang Sally - The commitments (Tek það fram að það lag ákváðum við ekki sjálfir).

Fyrsta gigg Roadkill er 19.desember og ég hvet alla til að fjölmenna í Kársnesskóla á litlujólin til að sjá hina einu sönnu hljómsveit sorparanna!

Meðlimirnir eru eins margir og þeir eru ólíkir.

Hugi - HerraFullkominn. Hann er söngvari hljómsveitarinnar og gríðarlega skemmtilegur náungi. Hugi minn er algjört englabarn og hagar sér eftir því, hann hefur mikinn metnað og leggur sig allan í allt sem hann gerir. Hann er einn af upphafsmönnum Jawbraker klíkunnar goðsagnakenndu.

Viggi - Raiden. Okkar elskaði trymbill er enginn annar en hinn brenglaði skrattakollur Vignir. Ofsalegur góður gæi!
Hann er einn af upphafsmönnum Jawbraker klíkunnar goðsagnakenndu.

Gunni - Gunnisnigill. Annar okkar æðislegu gítarleikara er enginn annar en Gunnar. Hann er einsog sagt er virkilega góður gaur.
Hann er ekki einn af upphafsmönnum Jawbraker klíkunnar goðsagnakenndu.

Elli. Hann er hinn æðislegi gítarleikarinn. SKemmtilegur náungi þar á ferð. Hann er víst í TeamX klíkunni sem leggur sig fram við að gera EXTREME hluti. En annars er hann góður gæi sá litli.

Danni - Rivian. Ég! Sá elskaðasti af þeim öllum er hér mættur á svæðið. SKemmtilega flottur og æðislegur náungi sem er einfaldlega æðislegur.
Bassaleikari hinnar rómuðu Roadkill.
Tha Bassplayahomie.


Takk fyrir mig.
Ég vil þakka:
Mömmu
Pabba
Systur minni
Og öllum sorpurnum



Mín fyrsta grein og alls ekki sú síðasta ;)