Eplabitinn
Smásaga

Frábært! Fjóla var ekki einu sinni hálfnuð á leiðinni í skólann og það var strax búið að hringja. Hún hafði ekki komið við hjá Grétu á leiðinni eins og hún var vön, hún þurfti að drífa sig svo mikið og auk þess þá var einhver fýla á milli þeirra og þær höfðu ekki talast við alla helgina. Annars höfðu þær verið bestu vinkonur síðan Fjóla man eftir sér.
Fjóla greikkaði sporin og nánast hljóp en þegar hún kom að skólanum sem var yfirleitt fullur að glaðlegum andlitum á mánudagsmorgnum var eins og það þyngdi yfir henni. Hún fann að eitthvað var að en fór ekkert að hugsa um það, bara dreif sig í verk og list stofuna. Hún var tilbúin að banka á dyrnar því að yfirleitt voru þær lokaðar en í þetta skiptið voru dyrnar opnar svo hún gekk inn ,, Afsakið hvað ég kem seint, vekjaraklukkan datt í gólfið og….” hún þagnaði, það var eins og hún hefði rofið mjög langa þögn. Bergljót sem var kennarinn í verk og list hrökk við það að Fjóla rauf þögnina en benti henni síðan á að setjast. Fjóla settist þegjandi. Enginn sagði neitt í langan tíma og allir voru eitthvað svo niðurdregnir og undrandi yfir því að Fjóla væri ekki niðurdregin, hún reyndi að komast að því hvað væri að því að hún iðaði af forvitni jafnvel þótt að hún vildi augljóslega ekki vita það eða allaveganna miðað við það hvernig hinir voru. En þegar hún spurði einhvern hvað væri að þá litu strákarnir í A.K.Þ. bekknum bara skömmustulegir niður og stelpurnar brotnuðu saman. En kvalirnar hjá Fjólu enduðu snöggt því að þegar klukkutími var liðinn eða svo fannst henni, kom skólastjórinn og tveir lögregluþjónar á eftir honum.
Hann benti Sigurði, Tamari og Ólafi að fylgja sér og lögregluþjónunum, sneri sér síðan að hinum krökkunum í bekknum og sagðir ,, þetta er mikill sorgardagur í Ölduselsskóla, þess vegna höfum við skólastjórarnir ákveðið að þið megið fara, við hittumst öll á morgun, vonandi hressari en nú.” Síðan gekk hann út með lögregluþjónunum og strákarnir dröttuðust á eftir þeim.
Fjóla var gjörsamleg ringluð, sama hvað hún reyndi að íminda sér hvað gæti mögulega hafa gerst þá vissi hún ekki neitt. Mjög hugsi og ferlega utan við sig var Fjóla á leiðinni út þegar Valdimar kallaði á hana og benti henni á að koma til sín. Valdimar leiddi Fjólu inn í skrifstofuna sína og settist ,,Fjóla,” byrjaði hann, “ég er ekki viss hvernig ég á að segja þér þetta..” Hann átti greinilega ferlega erfitt með að segja þetta og Fjóla var að drepast úr óþolinmæði og spennu yfir því að hún væri mögulega að fá að vita afhverju allir fengu frí í skólanum. Valdimar byrjaði aftur að tala.:Mér skilst að þú og Gréta hafi verið mjög góðar vinkonur, ekki satt?” Fjóla varð undrandi hvernig hún Gréta tengdist þessu en hún svaraði samt ,,já, af hverju.“ ,, Þú kannski vissir af því að nokkrir krakkar lögðu hana í hálfgert einelti?” ,, já” svaraði Fjóla.” En hvernig tengist þetta því sem gerðist í dag, hugsaði hún og varð enn þá óþolinmóðari. Valdimar gaf því engan gaum hvað Fjóla var orðin pirruð og hélt áfram :Gréta æfir sund ekki satt?” ,,Jú það gerir hún, æfing á hverju sunnudagskvöldi,” svaraði Fjóla “Það var þannig að..” sagði Valdimar með róandi röddu, ,, að hún Gréta var á leiðinni heim eftir einn sundtímann á sunnudagskvöldinu, þegar hún rakst á strákana úr A.K.Þ þá Sigurð, Tamar og Ólaf, þeir voru eitthvað að stríða henni og neyddu hana til að bíta bita úr epli og gleypa hann.” Hann stoppaði aðeins, stóð upp og leit út um gluggann. Fjóla fékk allt í einu alveg þvílíka sektarkennt yfir því hvað heimskulegt það var af henni að fara ekki með Grétu á sundæfingu eins og hún var vön að gera. Valdimar horfði út um gluggann og sagði: Gréta næstum því kafnaði út af eplabitanum og er með stórt djúpt sár í hálsinum, hún liggur upp á Fossvogsspítala núna, nær dauða en lífi.”
Fjóla fann eitt lítið tár stelast úr auganu sínu rétt áður en hún rauk út og beint niður á spítala með næsta strætó. Í strætónum bað hún svo innilega að Gréta væri enn á lífi því að Fjóla átti eitt ógert við þessa bestu vinkonu sína.
Og þarna lá hún alveg gjörsamlega máttlaus Fjóla gat ekki annað en grátið það var svo sárt, ef þú hefur misst einhvern sem var náinn þér, veistu hvernig henni leið ef ekki þá geturðu ekki ímyndað þér hvernig henni leið.
Fjóla settist við rúmið og hélt í höndina á Grétu; Fyrirgefðu,” byrjaði hún ,, þetta var fáránlegt af mér að láta svona að verða fúl út í þig út af svona litlum hlut og vitandi að þú, að einkvað svona gæti gerst það grunaði mig ekki” hún gat ekki haldið áfram, hún reyndi að faðma vinkonu sína í síðasta skiptið og labbaði svo út.
Sorgmædd horfði Fjóla á fréttirnar.

Lítil telpa lítur til hliðar og segir: Mamma af hverju eigum við þessa spólu, hún er bara með einni frétt?”
Fjóla svarar: ,,Vegna þess að heimurinn er grimmur Gréta, þetta minnir mig á það.”