Um daginn í íslensku áttum við að gera sögu um eitthvað, bara hvað sem við vildum. Svo að ég ákvað að skrifa þessa yndislegu og heillandi sögu um hann Jónas og vin hans. Hefst nú sagan.

Einu sinni í litlum helli, langt í fjarska frá öllu samfélagi bjó mannveran Jónas. Hann var með grágræn augu, rennislétt fjólublátt hár og alltaf hann gekk alltaf í smóking. Klukkan 9:33,42 á hverjum morgni vaknar hann og fær sér ljúffengan morgunverð. Þegar að morgunverðinum er lokið fer hann að vekja besta vin sinn, simpansann Hreggvið. Hreggviður er einstaklega morgunfúll svo eitt skiptið kýldi hann Jónas þrisvar sinnum í augað svo að hann blindaðist og eftir það hefur hann ávallt gengið með lepp.

Simpasinn var eitt sinn að dusta af og sópa í forstofunni en það getur varasamt því að hellisopið er þar við hliðiná. Allt í einu þurtfti hann að pissa svo hann laggði sópinn frá sér og gerði það sem að gera þurfti. Þegar að hann kom til baka þá datt hann um sópinn og flaug út um hellisopið. Á leiðinni niður öskraði hann og öskraði og öskraði og öskraði og öskraði og öskraði og öskraði og öskraði(nokkuð langt fall niður því að hellirinn er í miðjum kletti) og að lokum heyrðist “BÚMM” ái hendin á mér. Já hann hafði verið svo heppin að meiða sig aðeins í hendinni en hvernig gæti hann þá klifrað upp. Jónas var bara að lesa moggann og sötra kaffi svo að hann tók ekkert eftir því að hreggviður væri horfinn.

Tekst Hreggviði að klifra upp aftur?
Fattar Jónas að besti vinur hans sé horfinn?
Þið fáið að vita um það allt í parti 2 af “Sagan um Jónas…”


Partur 2:
Eftir langa umhugsun og tilraunir til að komast upp ákvað Hreggviður að rölta sér í næsta samfélag og athuga hvort þau ættu nokkuð einhverjar gervihendur sem hann gæti fengið í staðinn fyrir sá sem að virkar ekki.
Eins og kom fram í parti 1 þá voru þeir langt frá allri menningu svo að hann þurfti að ganga í 2 mánuði og 7 daga til þess að komast í bæinn… á leið sinni til næsta bæjar þurfti hann að afla sér matar en það gerði hann auðveldlega með því að klifra upp tré og ná sér í banana og annað góðgæti eins og mangó og epli. Þegar að hann kom í bæinn fór hann á næsta spítala og fékk að fara í gervihandaraðgerð frítt því þeir voru ekki með bókhald yfir simpansa aðgerðir. Aðgerðinni lauk með prýði og hann mátti fara strax aftur til sinna heima.
Hann lagði af stað í langferðina og var nákvæmlega 2 mánuði og 7 daga á leiðinni. Hann var mjög spenntur að komast aftur upp og sjá hvernig besti vinur hans líkar hendin. Þegar að hann kom að klettinum byrjaði hann að klifra upp og honum gekk svo vel að það mætti halda að hann væri simpansi sem héti Hreggviður.
Þegar upp var komið rölti hann inn og fór til Jónasar (sem var ennþá að lesa moggan og sötra kaffi).“Jæja Jónas ég er loksins kominn aftur” sagði Hreggviður. “HA, ég tók ekkert eftir því að þú hafir farið eitthvert, varstu ekki að sópa”? sagði Jónas. “ööö jújú segjum það bara” svaraði Hreggviður.

Lífið hélt áfram hjá þeim félögum og Hreggviður var mjög ánægður með nýju hendina sína því nú gat hann lyft helmingi þyngri þyngd en áður og sópað og tekið til á ofurhraða.

Þar með líkur sögunni um Jónas…