Hustlerinn [sögukeppni] Lítill strákur kemur hlaupandi með svartan flugdreka í eftirdragi. Við förum í nærmynd á flugdrekanum sem beygir og gerir alls konar trikk og síðan dembir hann sér niður og fer hliðina á málara sem bregður svo mikið að hann slettir smá hvítri málningu á flugdrekann. Litli strákurinn fer að gráta, við förum í nærmynd af tári sem fellur en síðan er það orðið að regndropa sem fellur í sjóinn og við förum lengra frá í stærra sjónarhorn og við sjáum torfur af fisk sem eru að synda í sjónum við yfirborðið. Áður en við vitum af erum við komin svo langt frá í svo stórt sjónarhorn að við sjáum að fiskarnir mynda stafi sem stafa orðið HUSTLER! Lag byrjar og við förum nær og nær og nær og nær þar til við erum komin upp að einum fiskinum og við horfum á augað í honum. Síðan blikkar hann auganu, við förum lengra frá og þá erum við komin á dimma götu og erum að horfa á nærmynd af auga manns.
Við sjáum síðan aftan á jakkafataklæddan manni að labba eftir dimmri götu að nóttu til. Hann heldur á skjalatösku, við sjáum ekki framan í hann, hann er mjög svalur. Hann gengur inn í það sem lítur út fyrir að vera yfirgefin vöruskemma og lítur í kringum sig. Úr dimmu horni gengur síðan hávaxinn maður með barðastórann hatt og miðar byssu á gaurinn með skjalatöskuna. Ertu með það? Hreytir hann útúr sér. Auðvitað, ert þú með peninginn? Segir maðurinn með skjalatöskuna. Já, hérna segir maðurinn með byssuna og kastar lítilli skjalatösku í áttina að manninum með stóru skjalatöskuna. Maðurinn opnar töskuna og við honum blasa fleiri fleiri fimmþúsundkallar, skipta sennilega milljónum, og hendir síðan hinni töskunni að manninum með byssuna. Maðurinn með byssuna opnar töskuna og… BÚMM!! Taskan springur og maðurinn líka en maðurinn með peningana gengur rólega út, voða svalur, hlæjandi þegar allt í einu stekkur niður af þakinu á vöruskemmunni, geggjað vel vaxinn maður, í engu nema sundskýlu og rauðri skykkju merktri með stóru svörtu H einu saman, allur glansandi, sólbrúnn og geggjað myndarlegur og það lýsir af honum og þemamúsíkin hans spilar þegar hann stekkur af þakinu og lendir rétt fyrir framan manninn með skjalatöskuna. Hann tekur peningatöskuna af manninum og tekur síðan manninn upp og hendir honum þannig að hann lendir beint fyrir framan fangelsið og löggur koma síðan út og læsa hann inní klefa. Rétt á eftir kemur skykkkjuklæddi maðurinn fljúgandi.
Lögreglumenn: Takk Hustlerinn!
Hustlerinn: Leave everything to me!
Og síðan flýgur hann út í nóttina og lögreglumennirnir horfa á með aðdáun.
Myndavélin fylgir ofurhetjunni okkar þar sem hún flýgur yfir risastóru borgina og lendir síðan í skógi aðeins ofar en borgin. Það eru alls konar dýrahljóð, úlfaýlfur og ugluvæl, og Hustlerinn gengur að stóru eikartré.
Hann bankar 2 með hröðu millibili og síðan 1 kröftugt og þá opnast hleri úr jörðinni.
Hann gengur niður margar tröppur þar til hann er kominn að klefa með 4 hurðum. Hann gengur að þeirri lengst til vinstri og opnar hana. Hann gengur inn og kveikir ljós.
Við sjáum helling af dulargervum, vopnum, og allskonar tækjum og tólum. Hann gengur að stórum vegg, ýtir á hnapp og niður fellur stórt rúm úr veggnum. Hann sest á rúmið þegar hann heyrir marr í hurð. Hann gengur í átt að hljóðinu og kveikir ljósin á gangi.
Þá allt í einu heyrir hann einhvern læðast aftan að sér… hann snýr sér snöggt við og BAMM!! Niður kemur glimmer og diskókúla og 8 gellur í bikinísundfötum einum saman koma dansandi í kringum Hustlerinn. Hann dansar með…
Sexí-bikní-stelpur: Hæ Hustleeeeeeer
Hustlerinn: Hæjj
Sexí-bikiní-stelpur: híhíhíhíhí
Hustlerinn: stelpuuur hvernig finnst ykkur ég?
Sexí-bikiní-stelpur: Híhíhíhíhí þú ert æðislegur Hustler!
Hustlerinn: En stelpur, ég verð samt að segja ykkur svolítið.
Sexí-bikiní-stelpur: Híhíhíhíhí
Hustlerinn: Ég hef ekki alltaf verið svona æðislegur, ég var einu sinni lúði!
Sexí-bikiní-stelpur: *gasp*
Hustlerinn: Ér að kidda í ykkur ég hef alltaf verið svona æðislegur!’
Sexí-bikiní-stelpur: híhíhíhíhíhíhíhí
Hustlerinn: Hva segiði stelpur eigum við að kom’ inní svefnherbergi?
Sexí-bikiní-stelpur: híhíhíhíhí komum híhíhíhí
Og þau fara inn í svefnherbergi.

Næsti dagur.

Hustlerinn vaknar og fer inní eldhús þar sem sexí-bikiní-stelpurnar eru búnar að búa til morgunverð handa honum. Hann borðar og fer síðan inn í risastóra bílskúrinn sinn þar sem heeeeeeeelling af glæsikerrum eru. Hann velur sér eldrauðann Lamborghini (vonandi skrifaði ég það rétt) og keyrir út og inn í borgina. Hann fer á lögreglustöðina.

Hustlerinn: Leave everything to me!
Lögga: Lögreglustjórinn vill hitta þig á skrifstofu sinni. Hann segir að það sé mjög áríðandi.
Hustlerinn: Ok.
Hustlerinn gengur inn í skrifstofu lögreglustjórans og þar sér hann feita lögreglustjórann sitja í stólnum.
Hustlerinn: Leave everything to me!
Lögreglustjórinn: Ég hef bæði góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að mafíuforinginn Elequerrtó Luartiamaniques var skotinn á heimili sínu í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að hann var síðasti Luartiamaniquesinn eftir fyrir utan dóttur hans og því var valinn nokkuð gamall maður að nafni Mr. Go í stað hans. Mr. Go var byrjaði þegar hann var 18 ára að vinna fyrir mafíuna sem skúrari, síðan var hann uppfærður í barþjón, síðan varð hann lífvörður Elequerrtó Luartiamaniques’s en fljótlega var honum skipt út í leigumorðingja og hefur starfað sem leigumorðingi síðustu 20 árin og hefur þjálfað marga unga menn og er sagður vera besti leigumorðingi í heimi. Svo núna hafa menn valið hann til að vera nýji leiðtogi mafíunnar.
Hustlerinn: Só?
Lögreglustjórinn: Á morgun verður haldinn fundur í sveitasetrinu sem Mr. Go á. Þar mæta allir leiðtogar helstu mafíunnanna á Íslandi, svo sem The North Side, Vestfirðadogs, Hnakkasamband Selfossar, Mosarnir og fl. Ég vill að þú farir á sveitasetrið um helgina og losir Ísland við þessa menn fyrir fullt og allt!
Hustlerinn: Leave everything to me!
Hustlerinn stekkur út um gluggann og flýgur heim í leynibyrgið sitt.

Næsti dagur.

Við sjáum rétt fyrir utan bílskúrinn Hustlerins og hurðin opnast hægt og rólega. Við heyrum í svona… svona ræsing á vél og síðan kemur risastór Hummer með helling af stórum vélbyssum föstum á. Við sjáum svona ofan á bílinn og hann keyrir á 180 km hraða og keyrir yfir kornakur og yfir mýrar og svona helling af stuffi þar til hann kemur að riiiiiisastóru sveitasetri þar sem helling af löngum og svörtum limósínum hefur verið lagt á bílastæðið, greinilega sem að mafíósarnir eiga.
Hustlerinn gengur út úr bílnum, ýkt svalur, heldur á tvem uzi byssum og er með óteljanlegt magn af skammbyssum, handsprengjum og ammo-i fast á öxlunum og bakinu og stungið ofan í sundskýluna (híhí). Hann gengur að bakhurð á húsinu þar sem vörður með stóra vélbyssu heldur vörð. Hustlerinn læðist aftan að honum og heldur klúti bleyttan með einhverju efni fast að nefi og munni hans þannig að maðurinn fellur niður, rotaður eða í yfirliði eða what ever. Síðan gengur hann inn um bakdyrnar og inn í eldhús þar sem helling af kokkum og þjónum eru. Hann læðist hljóðlega í gegnum eldhúsið því hann vill ekki láta mikið bera á sér fyrr en hann er kominn langt inn í húsið. Hann vippar innan úr sundskýlunni sinni svolítið sérstakt… það var…. nákvæmt kort af sveitasetrinu… (híhí did i get you?) . Hann lítur á það og horfir síðan upp en lítur strax aftur á kortið veeeel og lengi og tekur ákveðið tvö skref áfram og lítur upp. Hann er kominn að hurð og opnar hana. Hann gengur síðan upp hvítann marmarastiga og er þá kominn á aðra hæð hússins.
Á annarri hæð hússins er risastór, tvíbreið hurð. Hann veit einhvern veginn að mafíósarnir eru hinum megin við þessa hurð. Hann finnur það á sér. Eða hann heyrir hávaðann í mafíósunum, þeir eru oftast mjög háværir… Svo gæti líka verið að hann lesi skiltið þar sem stendur “Fundarherbergi Mafíunnar”… hann undirbýr sig mjög vel áður en hann brýst inn í fundarherbergið, tekur tvær handsprengjur í hendurnar og hefur uzi byssurnar tilbúnar… nú er komið að því… stóra stundin!
BAMM! Hann sparkar upp hurðinni og segir “Jibbí jaei jei motherfucker” og hendir síðan handsprengjunum á mitt borð. Lífverðir mafíósanna stökkva á mafíósanna og koma þeim undir borð eða skýla undir sér en örfáir mafíósarnir springa í tætlur við handsprengjurnar.

Mafíósi-frá-Akureyri: (ítalskur hreimur) ey Georgie, gimme some guns!
Einn lífvörður hendir til hans tvem silfurlituðum og skínandi skammbyssum.
Mafíósi-frá-Akureyri: This is for Glerártorg!
Hann stekkur upp á borðið og skýtur eins og brjálaður á Hustlerinn en Hustlerinn er fljótari til og skýtur á hann en lífvörður hans bregst fljótt við og stekkur fyrir skotin. Mafíósinn stekkur niður af borðinu og á bakvið lítið borð og skýtur þaðan á Hustlerinn en er ekki mjög hittinn. Hustlerinn klárar ammo-ið í uzi byssunum og hefur náð að drepa nokkra lífverði og örfáa minniháttar og valdalitla mafíósa. Hann tekur upp eina AK47 og byrjar að hakka á gaurunum. Hann byrjar núna fyrst að stökkva á bakvið borð og drepur þannig einn nokkuð valdamikinn mafíósa, Juliano Höfníhornafirði, sem réð nokkuð miklu á suð- austurlandi. Hann átti bróðir sem var líka staddur á fundinum og var einn valdamesti mafíósinn á landinu. Þegar hann sá Hustlerinn skjóta bróðir sinn til dauða snappaði hann og hljóp öskrandi að Hustlerinum með stóra vélbyssu og skaut eins og brjálaður. Hann var mjög lítill og feitur og var því nokkuð lengi á leiðinni og eyddi öllum skotunum í byssunni og tekur þá upp hníf og er farinn að labba. Þegar hann er síðan loxins kominn að Hustlerinum sparkar Hustlerinn í hann og hann flýgur í gegnum gluggann. Hustlerinn byrjar að hörfa þegar mafíósarnir taka allir upp AK47, tvær í hverja hendi mjög samtaka, og byrja að skjóta á hann allir í einu. Hann stekkur bakvið borð. Mafíósarnir skjóta allir á borðið og borðið þolir greinilega ekki skotkraftinn í þeim og skotin fara beint í gegn. Einhver rauður vökvi rennur undan borðinu og mafíósarnir fara hægt og rólega að borðinu. Þeir kíkja og sjá… tómatsósuflösku á hliðinni og bakpoka hliðin á.
Þeir eru sýnilega mjög hissa og hópast í kringum bakpokann. Síðan heyra þeir allt í einu hátt og skýrt “Hustlerinn, veni vidi vicious! Leave everything to me!” og ýtti síðan á takka á fjarstýringu þannig að bakpokinn sprakk og allir mafíósarnir með. En rétt fyrir sprenginguna náði einn mafíósinn skoti á Hustlerinn og fór það í hægri öxlina og lærið á Hustlerinum. Hann féll niður en harkaði það af sér og stendur upp og höltrar niður, út og inn í da Hustlermobile og keyrir af stað í átt til borgarinnar. Síðan þegar hann er kominn í borgina keyrir hann inn í sjúkrahúsið og er lagður þar inn. Þrem vikum síðar er hann útskrifaður af spítalanum og byrjaði strax aftur í hetjustörfunum.

The end, fin, l'extrémité og að lokum el extremo!

Þess má geta að þessi saga var 1.779 orð. Takk fyrir mig!
Chuck Norris is the reason why Waldo is hiding.