Þessi saga gerist hjá fjölskyldu á Íslandi. Reyndar eru þetta bara gift hjón með einn tveggja ára dreng. En það kallast alveg fjölskylda. Eiginmaðurinn vinnur hjá Eimskip en eiginkonan er heima með drenginn.

Einn heitan sumarmorgun gerðist það að það kviknar í húsinu þeirra. Eiginkonan var að fara út með ruslið svo að drengurinn var einn eftir inni. Konan hljóp inn og reyndi að bjarga drengnum. Húsið var að fyllast af reyk svo að konan sá ekki mikið. Hún hljóp inni í herbergi drengsins þar sem að hann lá sofandi. Þegar hún kom inni í herbergið sá hún sér til skelfingar að það var kviknað í teppi drengsins. Konan þreif teppið af honum en það hefði hún ekki átt að gera því að loginn fór í andlit hans. Konan tók drenginn upp og hljóp með það út. Hún rauk með hann að vatnsdalli sem var í garðinum og byrjaði að skvetta á hann vatni. Loginn slokknaði en drengurinn fékk ljót brunasár.


Tveimur árum síðar


Eiginmaðurinn situr við dánarbeð konu sinnar. Hún hefur barist við krabbamein í tvö ár. Hann heldur í hendina á henni og biður til Guðs. Allt í einu lítur kona hans á manninn sinn og segir veikum rómi: “Elskan mín, nú finn ég að lífið er að fjara út. Knúsaðu litla drenginn okkar, ég mun fylgjast með ykkur frá himnum. Svo deyr hún. Maðurinn grætur sárt.


Þrem mánuðum síðar

Lítill fjögurra ára drengur situr úti í garði og er að leika sér með bolta. Faðir hans kemur heim úr vinnunni, dauðadrukkinn. Hann öskrar á drenginn: “Krakkaandskoti!!! Viltu drulla þér hingað eins og skot! Þú þarft að fá þína refsingu.” Drengurinn felur sig á bakvið ruslatunnu og byrjar að kjökra. Faðirinn öskrar aftur en fer svo inni í eldhús og fær sé bjór. Litli drengurinn hleypur inn í herbergið sitt og legst á rúmið og grætur. Stuttu seinna kemur faðir hans inn. Hann gengur að rúminu og spyr ofurblítt: “Hvað er að litli minn?” “Ertu leiður yfir því að pabbi öskraði á þig?” Drengurinn kinkar kolli. Þá verður faðirinn öskureiður og byrjar að öskra aftur: “Ég hef alveg rétt til að öskra á þig og refsa þér, allt mitt líf hefur verið misheppnað og það er þér að kenna!” Drengurinn hniprar sig ssaman af hræðslu en faðirinn tekur ekkert eftir því, hann heldur bara áfram að öskra. “Fyrst breytisr þú í einhvern vanskapning, svo deyr elsku konan mín úr krabbameini og svo missi ég vinnuna!” “Nú hef ég engan pening til að eyða í þig svo að þú verður bara að sætta þig við að éta það sem er til.” Svo tekur hann upp svipu og fer að berja drenginn þar sem hann liggur þarna varnarlaus. Han ber hann og ber en allt í einu stoppar hann, tekur fyrir andlitið og rýkur svo út. Drengurinn liggur allur alblóðugur á rúminu sínu og hágrætur.




5 árum síðar


Það er mið nótt. Lítill níu ára snáði liggur vakandi og hlustar á hroturnar í föður sínum. Í nótt gerist það. Í nótt mun hann flýja. Eftir 5 ár af barsmíðum er drengurinn búinn að fá nóg. Hann er búinn að skipuleggja flóttan vel. Hann veit að pabbi sinn sefur fast en samt verður hann að vera varkár. Drengurinn stendur á fætur og læðist fram í eldhús. Þar tekur hann kexpakka og svala og setur í poka. Svo læðist hann að útidyrunum. Hann opnar dyrnar varlega svo að ekkert heyrist. Svo gengur hann út og lokar varlega á eftir sér. Þegar hann er kominn út tekur hann á rás. Loksins er hann frjáls. Hann hleypur og hleypur þar til að hann getur ekki meira. Þá stoppar hann og lítur í kringum sig. Hann sér fallegann garð þarna nálægt og í honum er bekkur. Drengurinn gengur í áttina að bekknum og legst á hann. Hann reynir að sofna en það gengur illa. En loks sofnar hann.


Daginn eftir


Drengurinn vaknar við að einhver ýtir við honum. Það er kona. Drengurinn verður hærddur og ætlar að rjúka í burtu en konan grípur í hann. Hún talar rólega til hans: “Hvað ert þú að gera hérna aleinn litli minn?” Drengurinn stamar að hann hafði flúið frá föður sínum sem hafði alltaf barið hann. Svo brest hann í grát. Góða konan tekur utan um drenginn og svoleiðis sitja þau langa stund. Svo standa þau á fætur og góða konan leiðir drengin heim til sín.



Mánuði síðar


Góða konan kemur heim eftir löng réttarhöld. Heima er maðurinn hennar og litli níu ára snáðinn. Konan brosir og segir: “Við unnum, við erum komin með forræðið”. Maðurinn faðmar drenginn að sér og litli snáðinn fær tár í augun. Loksins er hann kominn á gott heimili til fólks sem elskar hann. Í fyrsta sinn síðan mamma hans dó er hann hamingjusamur.



Endi