jæja…ég ætla að segja ykkur nú frá mínum “ástarmálum”

málið er að þegar ég verð hrifin af gaur þá fatta það allir í kringum mig, líka hann, ég er greinilega svo augljós.

Allavegna, eins og greininni hérna einhverstaðar fyrir neðan sem ég sendi inn (þ.e.a.s. ef þessi grein kemst líka inn) þá var ég í skólaferðalagi um daginn, getið lesið allt um það í greininni fyrir neðan.

já…og þetta var 9.b. og 10.b. (ég er í 10unda) saman í ferð og það er einn strákur í mínum bekk sem ég hef aldrei pælt í, við skulum bara kalla hann Matta, hann hefur alltaf bara verið normal gaur, stundum frekar pirrandi týpan en samt alveg fínn. En í þessaru umræddu ferð þá tók ég eftir því hvað hann er nú doldið sætur. Og skemmtilegur líka, þótt að hann sé kannski ekki endilega skemmtilegur við mig. Og ég gerði auðvitað þessa miklu skissu að verða hrifin af honum. Og þegar ég verð hrifin af strákum, þá sýni ég það að augljósan hátt, þannig að það var oft spurt mig í ferðinni: er einhvað milli þín og Matta?
Ég svaraði stundum svona í gamni að ég væri hrifin af honum og ætlaði að ríða honum í ferðinni, tók það svo fram að ég var bara að djóka. En einhvað hefur þetta hrætt Matta, eða einhvað, þvi að hann fjarlægist mig bara meir og meir. Og hann fer líka að vera frekar pirraður á mér, samt gerði eiginlega ekkert til að pirra hann, hann var örugglega bara að reyna að gefa í skyn að hann væri ekki hrifinn af mér. Og ég hefði átt að stoppa þarna, en gerði ég það? neii, aldeilis ekki. Þegar ég var komin heim úr ferðinni fór ég að senda Matta sms og hann svaraði ekki, þá hefði ég átt að stoppa, þetta var augljóst merki um að hann hefði engan áhuga, en neii, í staðinn sendi ég honum sms og sagði að ég væri hrifin af honum! how stupid can I be?!?! Og núna sé ég frekar mikið eftir því, ég hef ekkert heyrt í honum því að hann kom ekkert í skólann í dag, sem betur fer segi ég bara.

en takk fyrir að hlusta á rausið í mér, langaði bar aað fá útrás fyrir tilfinningar mínar.

Kv HoneyBunny