Stundum á ég það til að velta mikið fyrir mér stökum orðum, þessvegna heilu tímana, hér eru nokkur orð sem hafa oft komist inn á velta fyrir sér listann.

Remúlaði: Þetta er alveg ofsalega skringilegt orð, sérstaklega ef maður segir þetta soldið svona, hvað á ég að segja, þroskaheftslega, geðveikt hægt, og mjög lágt niðri. 'utkoman alveg dásamleg ;)

Marmelaði: Þótt að remúlaði og marmelaði séu svolítið lík orð er miklu fyndnara að seigja marmelaði geðveikt hratt, kemur út marmela. Híhí rosa fyndið þegar maður seigir þetta allt í einu í stórum hóp.

Grín: Haha mér finnst þetta svo fyndið, næstum eins og grís og ef maður segir þetta svona grrrííííín og grettir sig svakalega í leiðin, máttu búast við því að fólk staaaari á þig.

Elísabet: Nafnið mitt, tíhí. Alltaf þegar ég pæli í því sé ég fyrir mér ljóshærða ýsu, með miiiiikið hár :S Hef ekki hugmynd afhverju :S

Gírafi: no comment

Múfasa: Pabbin í konungur ljónana. Þetta er öruglega það fyndnast sem ég hef heirt. Haha!
“ Múfasa! Simbi er í hættu”

Sasú: Hvað var höfundurinn að pæla með þessi nöfn.

Yrðlingur: No Comment

Aladín: Aladína, þetta sagði ég einu sinni þegar ég var lítill, hef aaaaldrei gleymt því.

Ég veit þetta er kannski svooooldið klikkað, en ég meina, hafa ekki allir sinn einkahúmor. Þið getið að minnsta kosti hlegið að klikkinu í hausnum á mér ;)

Þetta er kannski svoldið stutt…..
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?