Ég var að vafra um my documents áðan og kom auga á þessa sögu sem að ég hafi skrifað þegar að ég var í 7. bekk og ákvað að senda hana inn á Huga …. þetta er ekki mjög góð saga enda var ég ekki jafn vanur sögu skrifari né með jafn AWESOME húmor þá og ég hef nú (endar er ég geðveikt cool af eitthverjum ástæðum).


Formáli
Þessi saga gerist í hinu forna ríki Kópavogs á þeim tíma þegar sannar hetjur voru uppi. Þessar hetjur voru guðir sinna tíma, sannir kappar sem ekki kölluðu allt ömmu sína, þeir létu ekki deigan síga þó eitthvað bjátaði á heldur börðust fyrir betri heimi. Sagan sem þið eruð rétt að fara að heyra (eða að lesa) fjallar um eina af þessum mikilfengu hetjum … … ja reyndar ekki, þessi saga fjallar um annars konar hetju svona eina af þessum hetjum sem við heyrum ekki um á hverjum degi. Þessi hetja var drengur að nafni Ágúst J. Magnússon og þetta er sagan um hann …

Höfnin
Fyrir ekki svo löngu var drengur að nafni Águst. Þessi drengurinn sá bjó á stað sem kallaðist Kópavogur. Einn dag var drengstaulinn hann Ágúst að dorga í höfnini og þá kom að maður nokkur sem gékk undir nafninu Jóhann “gamli” Jóns. Jóhann bauðst til að selja Ágústi ákveðið kort sem kallaðist “Kortið af leiðini til rosalega undarlega hellisins í fjólubláu fjallshlíðinni”. “Til hvers ætti ég að þurfa þetta kort” spurði Ágúst “Nú til að finna goðsagnakennda Hálf-Arabíska Drekann mikla” svaraði Jóhann gamli þá. “Hálf-Arabískur dreki segirðu” sagði Ágúst “Já, ég sagði það svaraði Jóhann. ”Til hvers ætti ég að vilja Hálf-Arabískandreka?“ spurði Ágúst ”Nú til að öðlast hina frábæru ósk sem drekinn mun gefa þér auðvitað“ svaraði Jóhann. ”Ósk ?“ spurði Ágúst ”Já ósk, hvaða ósk sem er“ svaraði Jóhann ”Hvað mun þetta kort að kosta?“ spurði Ágúst gráðugur á svip ”Hvað áttu mikið?“ svaraði Jóhann ”Ja, ég á gamlan fimmaur og illalyktandi sveskju og ég held að ég eigi hugsanlega gamla kexminslu ef þú vilt“ sagði Ágúst þá. ”Ég bíð þér frama og ríkidæmi stráksi, RÍKIDÆMI og þú bíður mér sveskju“ sagði Jóhann ”Ekki gleyma kexmylsunni og fimmaurinum“ sagði Ágúst hneykslaður ”Já já en samt sem áður er ein illalyktandi sveskja of lítið“ hélt Jóhann áfram ”Ég krefst allavega þriggja sveskja“. ”Það er þá samþykkt“ sagði Ágúst, fór svo heim til sín og náði í tvær sveskjur í viðbót og svo lét hann Jóhann fá sveskjurnar þrjár og Jóhann lét Ágúst fá kortið og þeir tókust í hendur.

Dulmálið á Kortinu
Stuttu eftir að Ágúst fékk kortið í sínar hendur tók hann eftir því að það var skrifað á ótrúlega, einstaklega asnalegu og óskyljanlegu tungumáli. Ágúst fór beint á Tungumáladeildina í Hamraborg. Hann bað móttökukonuna um að þýða textan á kortinu ”Þetta er algerlega óskiljanlegt“ sagði móttökukonan ”Þetta er lang skrítnasta tungumál sem ég hef nokkurn tíman séð“ hélt konan áfram ”Þetta kallar á sérfræðing“ sagði konan, tók upp hljóðnema og sagði ”Sendið Lágmann niður“. Nokkrum mínútum seinna kom rosalega lítill, sköllóttur karl með sítt svart skegg niður stigann. Sköllótti karlinn horfði upp á drenginn hann Ágúst og sagði ”Ég heiti Róbert T. Lágmann IV en þú mátt kalla mig Lágmann“. ”Lágmann er besti tungumálasérfræðingurinn okkar“ sagði konan í móttökunni ”Hann er með doktorsgráðu í Afar einkennilegum og einstaklega fáránlegum og óútskiljanlegum bullmálum“ hélt konan áfram ”Hann er líka með doktorsgráðu í Rottuveiði en það er önnur saga“. ”Átt þú að hjálpa mér að þýða textann? þú ert helmingi minni en ég“ sagði Ágúst. Þá greip Lágmann í peysuna hanns Ágústs og togaði hann niður í sína hæð ”Ertu með eitthverja stæla stráksi?“ spurði Lágmann svo ”Ne-nei“ svaraði Ágúst ”Gott“ sagði Lágmann og sleppti honum. ”Láttu mig fá kortið stráksi“ sagði Lágmann rétt áður en hann reif kortið úr hönd Ágústs ”Aha … ég skil“ sagði Lágmann djúpt hugsi meðan hann las kortið ”Komdu með mér stráksi“ sagði Lágmann og labbaði út úr Tungumáladeildini.

Rosalega Undarlegi Hellirinn
Þar sem nú er komið við sögu eru Ágúst og Lágmann komnir langt frá Tungumáladeildini … ja reyndar ekki svo langt þeir eru komnir í Kirkjuholtið í Kópavoginum. ”Samkvæmt kortinu ætti Rosalega Undarlegi Hellirinn að vera hér“ sagði Lágmann og stappaði fætinum tvisvar í jörðina fyrir neðan sig, af völdum þess mindaðist hola beint fyrir neðan hann ”AAAAaaaaa…“ öskraði Lágmann um leið og hann datt niður holuna. ”Ha, ha hvílíkur einfeldingur“ sagði Ágúst og ætlaði að labba í burtu en rann á bananahíði og datt niður holuna. Það fyrsta sem þeir félagar heyrðu í hellinum var hræðilegur hlátur sem nísti í gengnum skinn og bein. Þetta var hláturinn hanns Jóhanns ”gamla“ Jóns. ”Svo þið genguð í gildruna mína“ sagði Jóhann ”Af hverju bjóstu til gildru fyrir okkur?“ spurði Ágúst. ”Af hverju?, AF HVERJU? Af því að þeir púuðu á uppfinninguna mína miklu“ svaraði Jóhann ”Ég hafði eitt mörgum árum í að búa til uppfinningu sem gat gert fólki kleyft að gera blýanta beittari en þegar að ég sýndi heiminum frábæru uppfinninguna hlógu allir að mér, þau sögðu að það væri búið að finna slíkt upp, þau sögðu að það kallaðist piddari“ ”Yddari“ leiðrétti Lágmann ”Já, já eða það en það sem ég er að reyna að segja er að ég ætlaði að hefna mér á heiminum með því að gjörsigra ykkur tvo af engri ástæðu MUHAHA“ hélt Jóhann áfram. ”DREKI GLEIPTU ÞÁ“. Þá kom inn rosalegur dreki ”Í fyrsta lagi heiti ég Játvarður og í öðrulagi ét ég ekki önnur dýr í alvöru þú veist að ég er grænmetisæta“ svaraði drekinn mjög hommalega. ”Já, já sigraðu þá bara“ öskraði Jóhann og hoppaði af bræði. ”Ætlastu til þess að ég, Játvarður hinn eini sanni, fari að berjast við þessa þarna“ sagði drekinn hneykslaður og benti á Ágúst og Lágmann ”JÁ, ÉG ÆTLAST TIL ÞESS“ sagði Jóhann brjálaður af reiði ”Ertu kolklikkaður, ég gæti brotið nögl“ sagði þá drekinn Játvarður. ”SPÚÐU ÞÁ ELDI“ öskraði Jóhann sem var að springa úr gremju. ”Já en ég meiði mig alltaf svo í hálsinum þegar að ég spý eldi“ svaraði Játvarður. ”Þá sé ég um þá sjálfur“ sagði Jóhann og stökk niður til Ágústs og Lágmanns. Þar næst tók Jóhann sverð úr slíðrum. ”ARR“ sagði Jóhann og bjóst til árásar en datt með andlitið beint ofan í gólfið og misti sverðið fyrir vikið. Ágúst var fljótur að grípa sverðið ”Umm strákar getum við ekki rætt málin“ sagði Jóhann þegar að hann sá að sverði var komið í hendur Ágústs ”AAAA“ sagði Jóhann þegar að hann hljóp út úr hellinum í hræðslukasti. ”He, he“ sagði Ágúst og snéri sér að Játvarði ”Jæja er það satt að þú getir látið óskir rætast“ spurði Ágúst Játvarð ”Ætli það ekki“ svaraði Játvarður ”Jæja þá“ sagði Ágúst ”Ég óska mér að ég fái gömlu illa lyktandi sveskjuna mína aftur. Ég sé svo voðalega eftir því að hafa gefið Jóhanni hana".

Eftirmáli
Og þetta var sagan um drenginn hann Ágúst sem lifði hamingjusamur með gömlu illalyktandi sveskjuni sinni alla ævi.
Lágmann hætti að vinna hjá Tungumálastofnunini í Hamraborg og byrjaði að vinna í draumastarfinu sinu sem Rottuveiðari.
Jóhann gamli fann upp nýja uppfininngu sem gerði hann moldríkann.
Játvarður stofnaði Grænmetisætufélag Kópavogs.
p.s. Móttökukonan á Tungumáladeildinni gekk í félagið.

ENDIR


Ástæðan fyrir öllu Kópavogs talinu var út af því að ég senti söguna í eitthverja sögu keppni um bestu söguna sem gerist í kópavogi …. ég vann ekki sniff.
En vonandi höfðuð þið gaman af!