Þetta er mikil bull-saga sem að ég skrifaði fyrir íslensku tíma … og þar sem þetta er hið mikla sorp áhugamál ákvað ég að bæta við einni grein.


ÓSÝNILEGI MAÐURINN JÓNAS

Eitt sinn ekki alls fyrir löngu var sniðugur maður sem hét Jónas J. Jónsson og var smávaxinn skrifstofugaur sem safnaði gömlum jógúrt fernum og æfði judo í frístundum. Hann Jónas átti líka dauðan páfagauk sem gat talað, en það er önnur saga. Þessi saga fjallar um það þegar að Jónas fór út í búð og alla þá einstaklega skringilegu hluti sem fylgdu í kjölfarið.

Það var sunnudagsmorgunn og Jónas var leiðinni í blessaða búðarferðina. Ó, já minntist ég á að Jónas var ósýnilegur? Nei ég hef sjálfsagt gleymt því svo að ég minnist bara á það núna þá … Jónas var ósýnilegur það er að segja allt nema ein tá en rétt eins og þetta með dauða páfagaukinn er þá er það einnig önnur saga. En allavega Jónas setti upp ósýnilega hattinn sinn, fór í ósýnilegu skóna sína og hélt svo af stað út í búðina. Til gamans má geta þess að Jónas steig í þrjár tyggjóklessur og tvíhöfða risi hjólaði á hann á leiðina í búðina, en eins og páfagaukurinn og táin er það líka önnur saga. Allt annað gekk þó vel og Jónas komast heilu og höldnu í blessaða búðina og fór að kaupa í matinn.
Hann keypti þrjá pakka af illalyktandi ullarsokkurm og myglaða brauðskorpu á 70% afslætti. Svo keypti hann líka geislavirkan morgunmat með auka fitu fyrir páfagaukinn, ég meina þó að hann sé dauður þarf hann ekki að svelta, það væri bara rosaleg gæludýra misnotkun.

Þegar Jónas hinn ósýnilegi var kominn að afgreiðsluborðinu stökk risastórkall fram og otaði ofboðslega stórri myglaðri gulrót í átt að afgreiðslumanninum sem var með gleraugu ef ske kynni að þið vilduð vita það. Sá stóri með gulrótina var hinnsvegar ekki með gleraugu en hann var með derhúfu og í hvítum stuttermabol (eða T-skirtu eins og sumir myndu segja) sem á stóð “óvinir Mumma verða að deyja” hvað sem það nú þýðir.

Komdu með peningana eða ég læt þig borða gulrótina! Öskraði sá stóri með drehúfuna og stuttermabolinn sem við munu héðan í frá kalla Bubba … já Bubbi það er gott nafn. Þá “panikkaði” (innan gæsalappa) afgreiðslumaðurinn með gleraugun og öskraði mjög, mjög hátt eins og lítil stelpa. Jónas hélt fyrir eyrun en Bubbi hinn stóri ýtti mygluðu gulrótinni ofan í kok afgreiðslumannsins sem betur fer olli því að hann hætti að öskra eins og lítil stelpa og byrjaði að halda um hálsin á sér og hósta eins og bandbrjálaður bavíani á bandbrjáluðum degi (hvað sem það nú er). Svo datt hann niður dauður, vesalingurinn kafnaði á gulrót og það sem er allra versta leiðin til að kafna. Þá tók Bubbi peningana og ætlaði að hlaupa út en klessti á Jónas (sem hann sá auðvitað ekki því hann var ósýnilegur) og rotaðist eitthvan veginn.
Þá gerði Jónas (eða eins og indjánarnir kölluðu hann “sá sem er ósýnilegur”) sér grein fyrir því að hann gæti notað krafta sína til að berjast gegn glæpum og eitthverri svoleyðis vitleysu.

Jónas ákvað að ráða tvo flúgandi hamborgara sem aðstoðarmenn sína í baráttunni við glæpina. Það reyndist hins vegar erfitt að berjast gegn glæpum þegar enginn sá mann svo að Jónas gafst upp á glæpabördögum, borðaði einn aðstoðarmanninn, flutti til Búlgaríu, giftist eitthverri ósýnilegri kellingu sem að hann hitti á eitthverrjum ósýnilegum veitingastað, eignaðist ósýnileg börn og lifði hamingju samur til æviloka.
Þetta var sagan af litla kolkrabba stráknum sem vildi ekki hafragrautinn sinn.

ENDIR


Þetta var ekki beint ein af mínum bestu sögum … en flestar sögur sem að ég skrifa skrifa ég ekki inn á word og nenni ekki að hreinrita svo að vonandi verður nærsta saga sem ég sendi betri og með meira bulli (flestar sögur sem að ég skrifa innihalda a.m.k. tuttugu prósent meira bull).