Óvina saga 3. Kafli 3. Kafli: Skógurinn



Halldór horfði, stjarfur af hræðslu, á hryllinginn fyrir framan hann. Þeir sáu húsið hans Guðmundar rifið í tætlur, beint fyrir framan á augun á þeim, af Tröllum. Andlit á stærð við ungan risa, grá-græn, með stór, oddhvöss nef, þunnar varir, rauðglóandi augu, stórar skögultennur og oddhvöss eyru snéru sér allt í að Halldóri og Guðmundi.
Halldór tók allt í einu eftir því að Guðmundur hafði fært sig í átt að þessum grænu, axlarbreiðu risum - sem að hefðu ekki getað verið undir þremur metrum ef maður hefði skorið af þeim hausinn - og tekið út sverð sem að Halldór hafði ekki tekið eftir að hvann væri með þrá fyrir stærðina þess.
“Hlauptu” kallaði Guðmundur allt í einu og Halldór áttaði sig á því að það væri ekkert sem að hann gæti gert og snérist á hæl og hljóp fyrir lífi sínu.

Guðmundur horfði á strákinn, sem að vissi ekkert um gífurlegan mátt sinn, hlaupa í burtu. Hann þurfti að halda Tröllunum nógu lengi í burtu, til að Halldór næði að forða sér.
Er hann bjóst til varnar - bar sverðið fyrir sig og bjóst til þess að nota Hugninn - vonaði hann að stákurinn kæmist heill á lífi og geði til Staðarins.
Þegar að fyrsta Tröllið nálgaðist þá lenti það í óvæntri áras hnullunga sem að rotuðu það auðveldlega. Annað fékk eldingu í sig; nógu sterka til að drepa það; enda var Guðmundur einn af sterkari Óvinunum - þó svo að hann bliknaði í samanburði við Halldór.
Það eru takmörk fyrir því hversu fljótt maður getur notað Hugninn og einnig hversu mikinn kraft maður getur notað á tilteknum tíma og þess vegna náði þriðja tröllið að komast næstum upp að honum og grípa hann með sínum ótrúlega löngu handleggjum en með einni stungu í vinstra brjóstið, með sverðinu, tók
Guðmundur það niður. Það eina sem að Guðmundur sá þegar að hann leit upp frá Tröllinu sem að hann hafði endað við að fella var annað í loftinu fljúgandi í áttina að honum. Gættu þín strákur, hugsaði Guðmundur um leið og hann bar sverðið fyrir sig til að verja sig til dauðans.

Tunglið skein á Halldór er hann hljóp í gegnum skóginn. Sólin hafði sest fyrir þremur klukkutímum og Halldór fann að hann óskaði að hann hefði ekki hent skikkjunni af sér fyrr um daginn svo að hann gæti ferðast hraðar. Eins skrýtið og það getur hljómað þá fann hann að hann saknaði unga mannsins næstum eins mikið og fjölskyldu sinnar. Honum fannst þægilegt að verið með Guðmundi og hann saknaði þess að vera með einhverjum, auk þess þá var hann einhver sem að skyldi hann.
Hann heyrði allt í einu eitthvað þrusk fyrir aftan sig og leit til baka en það var ekkert þar. Halldór var nú að verða hræddur, hann vissi að hann hafði ekki verið eltur af Tröllunum af því að þau hefðu náð hanum fyrir löngu síðan en allir vissu um sögurnar; í Norðurhluta Raah-skógarins - þar sem að hann áætlaði að hann væri núna - áttu að lifa allskonar verur - martraðir komnar til lífsins - og þessvegna var engin byggð í nálægð. Góður staður til að búa á ef að maður er Óvinur, hugsaði Halldór og varð hugað til Guðmundar.
Hann hélt samt ótrauður áfram. Þangað til að aftur heirði hann þruskið fyrir aftan sig og var nú snar í snúningum og snéri sér við og stökk þangað sem að honum sýndist hann sjá hreyfingu og kom niður á einhverju því skrítnasta sem að hann hafði séð nokkru sinni á ævi sinni.

Leifur og Benni hlupu í gegnum skóginn.
“Hann fór hér um” sagði Leifur “hann hlýtur að vera að reyna að komast út úr skóginum; hann hefður verið labbandi í Austur síðustu tvo kílómetrana.”
Þeir höfðu verið að elta strákinn frá því að þeir fundu húsið hans Guðmundar og allan hryllinginn þar.
“Við hljótum að vera farnir að nálgast hann” svaraði Benni “við höfum verið að elta hann í sex tíma og hann getur ekki farið hratt svona eftir að hafa verið á ferðinni í átta-níu tíma.”
“Bíddu, ég sé önnur fótspor hérna, jafnvel minni”
“Hver gæti verið í þessum hluta skógarins; hann er mjög fáfarinn”
Leifur sagði ekki neitt; hann hafði ekki neitt svar.
Eftir aðrar tvær klukkustundir eltandi fótspor, traðkaðan jarðveg og brotnar greinar komu þeir að sjón furðulegri en nokkurri sem að þeir höfðu séð áður.

-MadCLaw