Ævisaga mín ;P 1.hluti Þann merka dag 20. mars árið 1990 kom í heiminn falleg stúlka sem hafði fagurrauðan háralit og stór blá augu. Allir sem sáu hana urðu stóreygir og ennþá fleiri urðu bara ástfangnir, þar var komin lítil snót er fylgir ykkur hér í gegnum þennan texta.

Ég var skírð, æi, ég er ekki allveg viss á því hvenær ég var skírð þannig….. En hinsvegar fékk ég nafnið Kristjana Erla og finnst það fínt nafn, nema að það heitir enginn það sama og ég… nema þá Erla Kristjana eða eitthvað.

Ég átti heima í Reykjavík fyrstu 2 ár ævi minnar en flutti þaðan til sjávarpláss að nafni Dalvík. Ég gekk í leikskóla þar og þess á milli gekk ég til dagmóður sem er reyndar mamma mín. Leikskólinn minn hét Krílakot… sætt nafn :P

Þegar leið á æskuár mín, sem sagt þegar ég arð fjögurra ára, fóru foreldrar mínir að hugsa um að flytja- Til Afríku. Á fimmta aldursári var verið að pakka niður, kvaddi ég þá Böggvisbraut 5 og snéri mér að heimsmálunum, eins og það er kallað.

Ég svaf allann tímann í flugvélinni, þannig að ég missti sjálf af fyrstu flugferð minni…. gaman ekki satt? Þegar við lentum þá þurftum við að taka einhverja litla rellu til Walvis Bay og gerðum það og… Váváááá ÞVílík náttúrufegurð. Mamma hafði smurt nesti… eins og er sagt, nesti og nýja skó og við “traiduðum” nestinu fyrir forlátan flóðhest ú tréi…. ég meina, HÁLF SAMLOKA:.. :S

Þegar komið var í Walvis lituðumst við aðeins um eða kíktum í kringum okkur, fólk var almennilegt þarna svo við náðum allveg inní ;)

Vá hvað var gaman þarna, ekki vitað um skemmtilegri stað nema fjöllin ;) hehehe… Ég var náttlega bara 6 ára þannig :P

En húsið þarna í walwis var svona meðal, ekki neitt sérstakt, heldur meðal, en við áttum heima þar í svona 1 og fluttunm í annað… MIKLU stærra hús :D

Skólagangan í Namibíu var ágæt, byrjaði í forskóla með engann orðaforða í ensku og endaði í 2. grade og með mörg orð í orðforðanum…. krökkunum fannst svo gaman að heyra mig telja á íslensku af því að runan innihélt 6… eða SEX hehehehehehe… :’D góðir tímar.

Seint á árinu 1997 veiktist mamma og fór til Íslands, Við vorum allveg móðurlaus í 1 ár :’( En pabbi var hjá okkur og vinnukonurnar okkur, já… við vorum það rík þarna úti að við vorum með 2 vinnukonur ;) Nahhh segi bara svona ;)

Ég var alltaf í heimavinnuskóla eftir skólann, svona einskonar skólaskjól, hjá sonju :D og það var geðveikt gaman… vorum við hliðiná þýskum einkaskóla og vorum alltaf að kalla á krakkana haha við erum ekki lengur í skólanum :D Við vorum mörg þarna íslensk þannig að málinu glataði ég ekki ;)

Flugferðir heim til íslands voru tíðar, flestallar hátíðir, nema jólin 1997 og eitthverjar smáhátíðir eins og afmælið mitt og þannig ;)

Síðan fengum við líka heimsókn :D Það var stuð, Amma Erla og siggi komu og voru hjá okkur heilt sumar :D En minnistæðast er þó þegar Fjóla og Krissi komu :D:D þau komu sko með fullt af skyrir með sér og voru tekin í tollinum, MEÐ SKYRIÐ og tollverðirnir voru ekki að trúa að þetta væri matur og þau þurftu að éta allveg 10 lítra af skyri á staðnum hahahaha smekklegt? :P Held að þau hafi ekki smakkað skyr í heilt ár ;)

Svo sumarið 1998 áttum við að kveðja okkar kæra 2.föðurland- Namibíu, sárt en snjórinn er líka góður :P Það var haldin allveg þvílík kveðjuveisla handa okkur krökkunum og viti menn, ég á ennþá plaggatið sem þau gáfu mér :’D ogþað er ofsalega gaman að skoða það :D Flugferðin var löng og ströng, en heimkoman var æðisleg, því það er ekkert betra en að hlaupa upp í fangið á mömmu sinni ef maður hefur ekki séð hana í tæplega ár ;)

Nú er 1. hlutinn búinn þannig… :P bara bíðið spennt eftir næsta hluta ;)