Hitt og þetta Ég fór einu sinni í Smáralindina með stjúpa mínum, systur, bróðir og mömmu.
Stjúpi minn ætlaði að kaupa eitthvað sem hafði verið auglýst á tilboði í BT þegar hann kom inn í BT spurði hann eftir vörunni, og honum var svarað að varan færi á tilboð næsta dag eftir það hafði líka staðið í BT-blaðinu en hann hafði ekki tekið eftir því.
Og svo á leiðinni út þá fórum við í snúningshurðina og litla-systir mín labbaði á stað út en það var aðeins og snemma þannig að hún labbaði á glerið sem var ógeðslega fyndið, hún hló líka af því eftir á.

———————-

Síðan var það á hér uppi á Bifröst sem ég var eikkað að flippa með nokkrum vinum mínum og síðan hittum við einn mann og ég spurði hann hvort hann væri Jón forseti og hann sagði að hann væri dauður, en ég var fljótur að svara og sagði:“Kannski ertu afturganga.”
Hann svaraði þá:“Geng ég þá afturábak?”
ég sagði:“Já, en má ég gera vísindalega tilraun til að komast að því hvort að þú sért afturganga eða ekki.”
Oh hann leyfði mér það og ég potaði í hann og sagði:“Þú ert ekki Jón Forseti þú ert Jón verðandi forseti.”
Þess má til gamans geta að maðurinn heitir Jón.

——————–

Við strákarnir fórum líka heim til þjálfarans okkar og dingluðum á bjöllunni hjá honum og þá kom meðleigandi hans til dyra og við sögðum við hann:“Er Bragi heima.”
Hann svaraði neitandi.
En þá sagði ég:“Viltu segja honum að við höfum komið að spurja eftir honum?”
Þá heyrðist innan úr íbúðinni:“HANNES!!”
síðan spurði Bragi okkur hvort að við héldum að hann hefði tíma til að leika við okkur.
Við sögðum allir:“Já!!” þó að við vitum að hann sé á milljón í skólanum.

——————-

Svo var það einu sinni í Hlíðunum sem ég og einn vinur minn fórum og gerðum fótsporin okkar í gangstétt þar sem steypan var blaut og biðum síðan eftir vinnumönnunum.
Síðan þegar þeir komu þá vorum við að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð þeir voru ekki beint ánægðir vinnumennirnir!!!

Meira seinna