Var að gera mér grein fyrir því er ég var að spjalla við Leif, Fríðu og Eydísi á MSN hvað sorpið er búið að gera mikið fyrir mann =S

Það hefur fært mér örugglega yfir 100 hlátra, yfir 1000 glott og 376 hugastig.

Einnig hefur það fært mér og örugglega fleirum hér
vini (þó svo að hafa aldrei hisst þá eru netvinir líka vinir manns!) og þar næsta föstudag er maður meira að segja líklegast að fara að hitta hluta af þessu liði! Áður en ég byrjað á sorpinu hefði ég ekki kunnað jafnvel að meta pointless húmor, hefði ekki getað verið jafngóður í að vera með pointless húmor og hefði aldrei látið mér detta í hug að hitta fólk sem ég þekki bara í gegnum netið!En sorpið er bara svo…sérstakt!

Ein þau skemmtilegustu MSN samtöl sem ég hef átt ever eru t.d við sorpara! Ein skemmtilegustu netsamtöl sem ég hef átt eru við sorpara!
Ég verð að segja að ég skil alls ekki hvað fólki finnst að þessu!
Þetta áhugamál hefur leitt saman manneskjur og gert að vinum og jafnvel einhverntíman pörum!
Ég t.d. hefði ekki jafn gaman af netinu ef ég vissi ekki af sorpi, ég myndi ekki hlæja jafn mikið af því t.d. og hefði ekki kynnst sumu alveg yndislega skemmtilegu fólki!
Ég held t.d. að það sé ekki einn sorpari sem getur sagt að hann hefði jafn gaman af huga.is, jafnvel netinu, jafnvel lífinu? Ef að hann hefði ekki byrjað á sorpinu!
Kannski finnst einhverjum ég hljóma eins og ég sé lonely og eigi ekki vini utan netsins en það er ekki raunin, það er ekki raunin. Ég er bara að reyna að gera fólki grein fyrir hvað þetta spilar stórt hlutverk, mér fannst þetta alltaf bara vera voða skemmtilegt en áttaði mig fyrst á fyrr í dag í miðju hláturskasti út af einhverju hvað þetta er stórt…ekki taka mig sem geðsjúkling eða lonely gaur gerið það.