Jæja, fyrst ykkur líkaði svona vel við seinasta nammi-pokann, ætli ég kaupi ekki annan fyrir 200 ;)


Ég var í sumarbústað með fjölskyldu minni fyrir nokkrum árum, og við hliðina á sumarbústaðnum var fjós með skrilljón beljum, þar var 9-10 ára drengur sem vissi ALLT um beljur og hann var alltaf að tala um beljur við mig, svo kom hann með mér upp í sumarbústað og mamma var úti og hún var að spurja hvernig væri að eiga beljur og fleira, hann svarar því og svona, svo bætir hann við ‘'þú ert soddan skvísa’'

Ég ætlaði ekki að hætta að hlæja ;'D Drengurinn var 10 og móðir mín 36 eða eitthvað :P

…………………………………………..

Ég var í kringum 4 ára þegar ég var með mömmu, ömmu og afa úti að aka(man ekki hvar) en við keyrðum framhjá rétt, ég spurði ‘'Hvað er þetta?’' ‘'Þetta er rétt’'svaraði afi ‘'jaaá, en hvar er þá skakt?’'

…………………………………………..

Svo var ég í öðru, sumarbústað fyrir löngu síðan, ég sat upp í sófa með hvítt lak utan um mig svo bara sást í andlitið mitt, frændu minn spurði ‘'ertu draugur?’' ‘'nei’' svaraði ég ‘'nú, hvað þá?’' ‘'eh…BRAUÐ!’'

:P

…………………………………………..

Bróðir minn aftur, ef þið lásuð sögunA í 100kr bland í pokanum um ‘'jess’' puttan, þá er þessi svipuð…

Mamma var að fara með bróa í barnapössun, ‘'erum við að fara í barnapössunina?’'spurði hann ‘'já’' svaraði mamma ''Já! Þá hitti ég kanski, þarna æjji, hana, ég man ekki hvað hún heitir! æjji eins og fólkið spilaði á í ga lma daga'' ‘'gamla daga’' spurði mamma ‘'já, eins og englarnir, æjj, þeir gerðu svona (*hreyfði hendurnar fram og aftur til skiptis*)’' ‘'Harpa?’' '', kanski hitti ég Hörpu''

Svona reddar maður sér :P ;)

…………………………………………..

Mamma fór með bróa og litla frænda á bílaverkstæðið, bró sagði við frænda, ''í ga lma daga notuðu mennirnir ekki svona til að lyfta bílunum'' ‘'nú?’' svaraði frændi forvitinn ‘'neihh, þeit notuðu skjaldbökur’'

Þarna er Flinstones andinn :P

…………………………………………..

Hver veit nema ég komi með fleiri sögur :Þ