Jæja hér kemur saga sem ég samdi fyrir nokkrum vikum.


Einn dag var Llamadýrið Loðbert úti að gánga. Þá kom ofsa stór háhestur og borðaði Llamadýrið Loðbert. Inní maganum á háhestinum var geitungur, hákarl, peníngur og hrútur. Llamadýrið loðbert byrjaði á því að koma sér vel fyrir. Þá kom hákarlinn og gaf Llamadýrinu Loðbert kúmen og sagði: Þetta kúmen skaltu nota aðeins þegar þú ert í ofsa hættu. Llamadýrið Loðbert sagði þá: takk!

Eftir 30 daga og 34 nætur datt geitungnum svolítið í hug. Hann kallaði alla saman og sagði: Nú þegar við höfum verið fastir í háhestinum ofsa lengi og viljum komast út þá verðum við að hjálpast að við að rispa hjartað í háhestinum. Allir fóru af stað að leita að nöglum og glerbrotum til að rispa hjartað í háhestinum. Llamadýrið Loðbert fann risa nögl. Geitungurinn fann frosið sallat. Hákarlinn fann rúðuþurku með osti. Peníngurinn fann bráðnausynlega hlussu. Hrúturinn fann bráðnaðan sykurpúða. Nú héldu allir af stað að rispa hjartað.

En þegar þeir komu að hjartanu missti Llamdýrið Loðbert risa stóru nöglina sína niður í holræsi og nöglin sást aldrei aftur. Þá greip Llamadýrið Loðbert til þess ráðs að rispa hjartað með eplasósu kremi. Nú byrjuðu allir að rispa hjartað. Eftir 21 dag og 88 nætur sagði hákarlinn: þetta er ekki að ganga. Við verðum að reyna eitthvað annað. Þá sagði hrúturinn: við gætum bara hlammað okkur niður rassinn þegar háhesturinn kúkar næst.

Allir héldu þá af stað niður þarmana. Eftri 1 dag og 1 nótt sagði Llamadýrið Loðbert: Ég er svangur! þá sagði Hákarlinn: það er ekkert borðanlegt hér svo við verðum bara að halda áfram þangað til að við komum í rassinn. Þá sagði Llamadýrið Loðbert: ókeij! Allir héldu svo af stað aftur. Þegar þeir voru komnir að rassinum var gorkúla sem sagði: ef þið viljið komast í rassinn þurfið þið að svara 1 spurningu! Llamadýrið Loðbert sagði þá: ég er góður í spurningum! gorkúlan sagði þá: hér kemur spurningin.

Ommiletta gángandi
Niður ofsa stiga
Blámann kemur með ofsa fjall
Og steypir því niður gljúfur.

Seinna kemur þá grár maur
Og hann smíðar ofsa pressu
Núna er allt orðið “pé”
Kúmenið skaltu nota

Llamadýrið Loðbert sagði: váááá. Geitungurinn sagði: Þetta var sko plebbalegt. Peníngurinn sagði: Apa Mýri. Hrútirinn sagði: muuuuhhuuuhuhhuhuihuhuhu. Hákarlinn sagði: Loðbert! nú er tími til að nota Kúmenið sem ég gaf þér! Llamadýrið Loðbert sagði þá: ókeij, en ég veit ekkert kvennig ég nota það. Hákarlinn sagði þá: huffff… settu það bara niður og segðu hvað þú villt láta gerast. Llamadýrið Loðbert: ókeij. Llamadýrið Loðbert lagði niður kúmenið og sagði: ég vil að Gorkúlann kremjist svo fast að hún ælir út svarinu við gátunni. Þá kramdist Gorkúlan svo fast að út kom hjartaáfall sem eitthvað stóð á. Allir sögðu Loðberti að lesa hjartaáfallið.

Llamadýrið Loðbert tók upp hjartaáfalllið og las: Svarið er: “Pípulagníngarmaður með stóra holu” þá byrjuðu allir að hlæja. Svo allt í einu greip Hákarlinn fram í og sagði: við verðum að segja svarið !!! Hrúturinn gekk þá að inngangnum að rassinum og sagði “pípulagníngar maður með stóra holu” þá opnaðist inngangurinn. Allir gengu inn og þá byrjaði að koma ofsaleg lykt. Llamadýrið sagði: hey þetta er eins og lyktin hennar ömmu ! þá sagði Geitungurinn: já þetta er líka eins og lyktin hanns púmba. Þá sagði Hákarlinn: Loðbert, nú getur þú fengið þér að borða eitthvað af þessu brúna. Llamadýrið Loðbert svaraði þá: ókeij. Llamadýrið Loðbert fór strax og hámaði í sig þetta brúna. Eftir 3 daga og 12 nætur byrjaði að koma jarðskjálfti. Hákarlinn sagði þá: nú kúkar háhesturinn ! allt byrjaði að ítast út úr rassinum og út kom fullt af þessu brúna, Hákarlinn, Geitungurinn, Peníngurinn og Hrúturinn. Þá sagði Hákarlinn: hvar er Loðbert ! svo liðu 3 sekúndur og Loðbert skaust út um rassinn beint framaní hrútinn. Þá fóru allir sína leið heim til sín.

Endir.
“Blood Is The Life Which Flows In You. But It's Also Death When It Escapes. A True Symbol Of Life And Death…”