Hugmyndina að þessari grein fékk ég í skólarútunni þegar ég var að koma úr íþróttatíma í dag, föstudaginn 26. ágúst 2005, rétt fyrir hálftólf.
Ég vildi skrifa grein hingað inn, því að ég ýtti á “ég ætla” takkann hér á sorpinu. Þið sem ýttuð á hann, gerið það sem hann biður ykkur um, og drullisti til að skrifa greinar! (Í þessu tilfelli þýddi “drullisti” að þið ættuð að “fara” að skrifa greinar)
En nóg af formála, eruð þið ekki spennt yfir því um hvað greinin fíkn er? Ég ætla nú að svala þessum þorsta ykkar, gjöriði svo vel :}

¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿? ¿?¿?

Já, fíknin, hún getur tekið besta fólk ofurgreipum, og stjórnað alveg lífi þess, þar sem líf manneskjunnar snýst ekki um neit annað en að útvega sér næsta skammt, af því sem fíkillinn er háður, sem getur verið ýmislegt, meira um það neðar.

Fíknin á rætur sínar að rekja langt aftur í tíma, t.d. voru risaeðlur oft með fíkn í eina tegund laufblaða, af trjátegund einni sem eigi hefur fengið nafn, en málið er í vinnslu hjá alþjóðlegu nafnagefiráðuneytinu, þessum sem sjá um að gefa plöntum og dýrum nöfn, you know?
Athugið, að ef einhver segir nei við þessu, þá er hann að vernda risaeðlurnar, sem getur bara þýtt eitt: Risaeðlurnar eru ekki útdauðar, leynilegur hópur þeirra umbreytti sér í manneskjur og ætlar að taka yfir heiminn, lokið hurðum og gluggum og haldið ykkur innandyra.

Vá, nú er ég kominn langt út fyrir efnið, en ætla nú að halda áfram að tala um fíkn.

Frægasta fíknin eru án efa fíkn í eiturlyf, t.d. hass, amfetamín, kókaín, heróín, morfín, LSD, E-pilluna (alsælu), og fleiri efni kann ég eigi að nefna, því að eigi hef ég prófað fleiri tegundir.
Einnig er mjög fræg fíkn sígarettufíknin, ég þekki nokkra, meðal annars fólk sem ég kalla mömmu og pabba, og auðvitað vita það allir að sígarettufíkill stjórnar sorpinu.

En einnig eru til fleiri fíknir, t.d. átfíkn, sem að flestir ameríkanar eru með, tölvufíkn, kynlífsfíkn, sorpfíkn sem ég er reyndar með, og ýmsar minni þekktar.

En nú ætla ég, ÉG prívat og persónulega, að fjalla um fíkn mína í fyrsta skipti opinberlega, enda fattaði ég það bara í dag að ég væri háður þessu, að þetta væri enginn leikur lengur, bara að smakka af og til, það er búið:

Frásögn mín:

Ég hef viðurkennt það fyrir sjálfum mér, að ég er háður þessu, ég get ekki lifað af án þess að fá mér þetta, því miður :{ Meira segja er ég að svala fíkn minni as I speak.

Þetta var ekkert svakalegt vandamál fyrst, ég var smá í þessu þegar ég var lítill og vitlaus, en svo byrjaði ég aðeins aftur í vor.
Þetta lagðist næstum því niður að fullu í sumar, engang í mellem sem maður notaði þetta, en þegar nær dró skólabyrjun fór þetta að ágerast.
Í byrjun ágúst fór ég að fá mér eitt og eitt stykki, tók svona 2-3 daga að klára pakkann.
Nú fer ég með pakka á dag, eða svona um það bil, og get eigi hætt.

Ég get ekki lært í skólanum án þess að hafa pakka með mér, og sting þessu mjög laumulega upp í mig, því að þetta er bannað inni í skólanum, en ég geri þetta samt. Önnur ástæða fyrir því hvað ég er laumulegur með þetta, er sú að allir hinir vilja þetta, en ég þarf allt sem er í pakkanum, og get því ekki gefið með mér.

Ég losna við stress út á þetta, mér finnst þægilegt að vera með þetta upp í mér, og get ekki hugsað mér lífið án þess.

Sem betur fer á ég nóg af þessu, en fyrr eða síðar mun ganga á birgðirnar, og ég veit ekki hvað ég geri þá, því að þetta fæst ekki hvar sem er í nógu og stórum pakkningum fyrir mig.

Ég ætla ekki að berjast á móti, heldur láta þetta breyta öllu mínu lífi, mínum venjum, markmiðum og lífsháttum.

Endir frásagnar minnar

Ég þakka ykkur fyrir að nenna að lesa þetta og reynslusagan er 100% sönn, vildi koma því á framfæri, því sumum gæti þótt hún ótrúverðug.

Með bestu kveðju,
vansi :}