Maður er nefndur Páll Sigurður Jónsson og var uppi fyrir nokkrum árum og var svoldið klikk í kolli. Hann fæddist og ólst upp í litlum bæ á Austurlandi.
Eigi bjuggu þar margt manna og eigi var hann vinsæll meðal þeirra því óeðlilegur var hann. Hann var hvorki stór né lítill, feitur eða mjór, hann var risastór en heilinn alltof lítill. Hann hélt að hann væri Guð því hann var risastór og gat kveikt ljós með eldi og einnig kastað hlutum upp á þak svo þeir myndu aldrei koma sjálfkrafa aftur. Þegar fólk spyr hann að því hvað hann gerir við eldspýturnar svarar hann: “gott þykir mér góðs að njóta”.
Eitt sinn var Palli hjá móður sinni í mat, hún var búin að elda hrygg og biður Palla að hjálpa sér, “eigi muntu biðja Guð um svona lítlsverð verk, en ég er góður og þess vegna mun ég hjálpa þér móðir góð”, hann stóð upp frá borðinu og gekk að eldavélinni og sagði hryggnum að eldast en það gerðist ekkert. “Páll Sigurður Jónsson, þú veist að þú ert ekkert Guð, hættu þessari vitleysu alltaf, þú ert bara óvenjulegur maður, þú ættir að leita til geðlæknis” segir móðir hans. Palli er orðlaus. “Hvernig getur þú sagt þetta við mig, ég veit að ég er Guð og þú veist það líka, hvernig get ég annars kveikt ljósið eða látið hlutina hverfa sem ég kasta upp á þak, ég trúi þessu ekki upp á þig, ég er farinn, vertu bless” segir Palli og fer út og skellir hurðinni á eftir sér.
Hann fer heim til sín, hoppar upp í rúm og grætur lengi. Eftir u.þ.b klukkutíma stendur hann loks upp því hann er orðinn mjög svangur því hann fékk ekkert að borða hjá móður sinni. Hann fer inn í eldhús og ætlar að sækja sér eitthvað að borða en það er ekkert til, svo hann fer út og ætlar að fara að kaupa sér eitthvað að éta.
Hann fer út í búð, búðin er ekki stór, því ekki er bærinn stór, hann tekur sér frosna flatböku og eina kók og ætlar að labba með það út, “hvert ertu að fara með þetta” segir rödd fyrir aftan hann, þetta er afgreiðslumaðurinn, sköllóttur og þybbinn maður á þrítugsaldri. “Bara heim, afhverju?”, “ertu vitlaus, þú verður að borga fyrir þetta” segir afgreiðslumaðurinn. Nú verður Palli hissa og segir: “v-v-veistu ekki hver ég er, ég er Guð”. “hahaha og ég er með hár á hausnum” segir afgreiðslumaðurinn. “en-en-en þú ert ekki með neitt hár á haunum segir Palli hissa. ”Ég veit það þetta var kaldhæðni, borgaðu eða ég hringi á lögguna“ segir maðurinn reiðilega, nú verður Palli hræddur og borgar manninum og labbar út.
Hann fer heim og borðar flatbökuna og drekkur kókið með og hugsar í leiðinni hvað hann gæti gert meira fyrir heiminn á morgun, kannski gæti hann haft heimsendi því ekkert af fólkinu trúði honum, ekki einu sinnu móðir hans, já, hann ætlaði að hafa heimsendi hann, hann hugsar lengi hvernig heimsendi hann gæti haft en dettur ekkert í hug og sofnar í heimsendahugsunum.
Daginn eftir vaknar Palli seint ”shit, ég er búinn að missa af morgunverðinum!“ hugsar hann felmtri sleginn ”hvað á ég að gera!“ öskrar hann upphátt, ”afhverju ég!?“ grætur hann, Um kvöldið þennan sama dag er Palli að labba í bænum um kvöld, það var janúar og frekar dimmt. Hann var búinn að labba í nokkra stund er hann sá mann nokkurn, hann labbar að honum og spyr”hvað munt þú vera að gjöra“, maðurinn lítur við, sér Palla og segir: Eigi munt þú vilja vita það” segir maðurinn og dregur upp um sig buxurnar. En hver munt þú vera, risastóri maður? “Ég er Guð” svaraði Palli. Þá hló maðurinn, lengi og vel og trúði Palla greinilega ekki. “Viltu veðja?” sagði Palli, hann girti sig vel, andaði djúpt og sagði “verði ljós”. Þeir biðu í nokkra klukkutíma an aldrei kom þetta ljós sem Palli pantaði. Loks sagði maðurinn, ennþá hlæjandi “þú ert ekki Guð”. Palli fór að gráta.
Palli tók þetta mjög nærri sér og rölti enn meira um bæinn. Hann hugleiddi það sem maðurinn sagði og hann komst loks að þeirri niðurstöðu að hann væri í raun og veru Guð.
Daginn eftir fór Palli til sálfræðings. Hann sagði honum að tveir menn hefðu niðurlægt hann í gær og sagt að hann væri ekki Guð “hvernig er hægt að niðurlægja mig svona”! öskraði hann. “Palli minn, róaðu þig nú niður og sestu aftur”. Palli settist en þá byrjaði sáli að hlæja “þú veist að þú ert ekki Guð, hvað er að þér” hló sáli. Þá æstist Palli upp og öskraði að sála “víst er ég Guð, hvað er að fólkinu í þessum bæ, ég skal búa til ljós og þá sérðu að ég er Guð”, Palli tók eldspýtnapakkann úr vasanum sínum, tók nokkrar eldspýtur og kveikti í þeim og segir: “haha hvernig getur útskýrt þetta2 en brennir sig á eldnum og missir eldspýturnar á blaðabunka á skrifborði sálfræðingsins og allt fór úr böndunum og kviknaði í skrifborðinu og síðan öllu herberginu og sálfræðingnum með en Palli dreif sig í burtu.
Næstu daga á eftir varð Palli mjög þunglyndur, hann gekk um bæinn, orðin sem mennirnir tveir og sálfræðingurinn sögðu voru honum mjög minnistæð, ”hvernig er hægt að niðurlægja mig svona“ hugsaði hann með sér og sparkaði í kött sem labbaði fram hjá sér, ”afhverju ég“
Hann labbar út á bryggju, klukkan er átta og sólin ennþá uppi, hann sest niður og tárin byrja að seitla niður vangann er sólin blandast við sjóinn og máninn kemur upp. Hann stendur upp og öskrar ”ég er Guð!“ og býr sig undir að láta sig detta í sjóinn en þá heyrir hann kallað fyrir aftan sig ”Palli, Palli, eigi skal hoppa“ Palli snýr sér við og sér að þetta er móðir hans, ”farvel, móðir góð" segir hann og lætur sig falla í sjóinn. Þar með endar líf Páls Sigurðar Jónssonar sem kenndi sig við Guð.