Þegar ég kom fyrst á þetta ,,áhugamál“ þá hélt ég að það væri bara verið að tala um rusl, ruslahaugana og endurnýtingu. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég frekar skýrt þetta áhugamál ,,ýmislegt”. En ég hef svolítið í pokahorninu (: til að skrifa um, sem er akkúrat um sorp, svo að ég set það bara á sorp (: haha

Þegar maður er í óhreinu umhverfi þá líður manni ekki vel. Flest strætóskýli í Reykjavík eru ógeðsleg. Fólk skyrpir horslefi á götuna og nennir ekki að henda svalafernum í ruslið. Ég þoli þetta ekki. Mér finnst að það ætti að koma upp ruslatunnum sem erfitt er að eyðileggja og eru svo stórar að þær fyllast ekki á einum degi. Það er oft sem ég þarf að henda einhverju rusli þegar ég er úti, en þá er alltaf svo langt í næstu ruslafötu, af hverju er ekki hægt að fjölga þeim, það getur ekki verið svo erfitt! Stundum er búið að eyðileggja þær, stundum eru þær fullar og þegar ég var lítil voru þær of hátt uppi svo að ég gat ekki náð upp í þær til að henda úr þeim, börn geta líka þurft að henda í ruslið. Hvert snifsi sem þið hendið út á götu getur haft einhver skaðleg áhrif á náttúruna
Einu sinni var sýnt í sjónvarpinu um einhvern bíl sem fer niður götur og tekur tyggjóklessur. Mér finnst að Reykjavíkurborg ætti að láta taka allar tyggjóklessur af götunum, það er ekkert vitlausara en að láta slá grasið (: Þegar að maður fer til Akureyrar, þá er svo miklu betra þar, mér finnst meira að segja jafn mikið rusl út í London í Reykjavík! Og það held ég að sé mikið. Hugsið ykkur næst um áður en þið hendið rusli á götuna, því að ykkur líður betur þegar þið eruð orði elliærir ellilífeyrisþegar, þá hugsið þið til baka og segið, æi ég vildi að ég hefði hent kókómjólkinni minni í ruslið þann 28.2.04 klukkan 22:21 (: