Hérna fáið þið að líta fyrstu sögu sem ég samdi sem er yfir 400 orðum, ég gerði hana fyrir nokkrum árum en þetta er alveg fín saga.

Hérna er mitt framlag

Svo er sagt að maður að nafni Jón Karl Jónsson á Skaga hafi verið á gangi á Tröllaskaga. Tröllaskagi er á Norðurlandi. Hann hafði verið að týna ber og að taka myndir af umhverfinu og þegar hann var búinn að vera lengi að týna og ber og taka myndir af umhverfinu sá hann ógnvekjandi tröllskessu sem var 4 metrar á hæð og mjög ljót.
Jón faldi sig bakvið klett einn svo tröllskessan myndi ekki sjá hann. Hann ákvað að kasta steini í tröllskessuna en ef hann myndi gera það þá myndi hún taka eftir því að það væri einhver í nánd. Hann hugsaði sig vel um og þegar hann hafði hugsað sig vel og lengi um ákvað hann að kasta steininum í tröllskessuna. Hann kastaði ekki bara einum steini heldur mörgum steinum, sem hann hafði týnt.
Tröllskessan fann ekki fyrir steinunum þannig að Jón Karl Jónsson kastaði enn fleiri steinum. Tröllskessan fann þá loksins fyrir þeim en sá ekki Jón Karl Jónsson vegna þess að hann hafði hlaupið á brott. Jón Karl Jónsson hljóp smáspöl og faldi sig svo fyrir tröllskessunni bak við anna klett. Tröllskessan stoppaði svo skyndilega og kallaði: „Hvar ertu? Hvar ertu?“ Jón Karl Jónsson kallaði „Hérna!“ en tröllskessan heyrði ekki svo Jón Karl Jónsson kallaði hærra, en tröllskessan heyrði það samt ekki. Svo kallaði Jón Karl Jónsson aftur eins hátt og hann gat og kastaði steinum í tröllskessuna svo tröllskessan heyrði í honum og fann fyrir steinunum.
Tröllskessan sá Jón Karl Jónsson og hljóp á eftir honum. En hann var ekki nógu fljótur að hlaupa í burtu svo tröllskessan sá hann og náði honum. Tröllskessan fór með hann í stóra hellinn sinn og setti hann í læst herbergi til að geyma hann. Tröllskessan ætlaði nefnilega að borða hann seinna.
En Jón Karl Jónsson slapp þegar hún opnaði geymsluna til að ná í annan mann. Tröllskessan sá Jón Karl Jónsson ekki þegar hann slapp. Aldrei hafði neinn sloppið frá henni vegna þess að hún hafði alltaf drepið þá sem hún geymdi, en hún gleymdi að drepa Jón Karl Jónsson svo að hann slapp. Jón Karl Jónsson komst heim til sín og allt endaði vel.
En það má ekki gleyma aumingja tröllskessunni sem missti einn mann sem hún ætlaði að borða. Hún var í ótrúlega mikilli fýlu. Næstu daga gekk allt illa hjá tröllskessunni. Hún fór út á nóttinni, en gleymdi sér að lokum og þegar sólin kom upp varð hún að steini. Þannig að allt fór illa hjá tröllskessunni.
- Á huga frá 6. október 2000