Lalla - Voo var á leið til að leysa eina af þessu venjulegu morðgátum sínum.
Málið var að gamall karl hafði látisit í mjög mjög drungalegu húsi og það var yfir 300 ára gamalt. Þegar Lalla - Voo var komin að staðnum þar sem morðið var framið steig hún útúr bílnum sínum og horfði á húsið,Þetta var að kvöldi til svo að það var fullt tungl og úlfavæl glumdi um allt.

Lalla - Voo herti sig upp og gekk í átt að húsinu , hún opnaði dyrnar og gekk inn. Húsið var mjög gamalt eins og ég sagði og því brakaði og bresit í öllu. Lalla - Voo tók upp vasaljósið sitt og labbaði inn í eldhúsið.

Þar sá hún marga hnífa liggjandi á gólfinu og sumir voru blóðugir. En Lalla - Voo vissi alvge að hún mátti alls ekki gefast upp og að hún yrði að fara áfram , því lengar sem hún gekk því myrkra og myrkra varð húsið. Lalla - Voo var farin að heyra hljóð en hún vildi ekki gefast upp. Eftir 20 mínútna göngu slökknaði á vasaljósinu.


Lalla - Voo andvarpaði og settist niður, hún ætlaði að reyna að vaka því að sofa var ekki treystandi í þessu húsi. Hún reyndi að líta í kringum sig en sá bara pínu lítið. Eftir 20 Mínútur byrjuðu að heyrast öskur og læti. Lalla - Voo stóð upp og gekk pínu áfram en fann þá eitthvað kalt snerta hana.

Hún öskraði og ætlaði að hlaupa út en hún gat það ekki því að hún fann að það var eitthvað fyrir hurðinni. Hún öskraði en þá kviknuðu ljósin. Lalla - Voo leit í kringum sig og síðan greip hún hægt um hurðarhúninn sem var óvarinn fyrir hlutnum sem var þar víst áðan og snúi honum. Hurðirnar opnuðust og hún hljóp út um dyrnar og beint inn í bílinn sinn . Hún leit á klukkuna , hún var 3 að nóttu til . Lalla - Voo ætlaði að ræsa bílinn að bensínið var búið , hvað gat hún gert?