Til Helgamf88 á huga, öðru nafni Helga!

Helga leit út um gluggann á strætó og sá þar mann á gangi. Hann var í gulum regnstakk og það fannst Helgu aldeilis merkilegt. Hann minnti hana á nokkurskonar fíl en hún var ekki viss, hvað var hann? Kannski bíll, gulur bíll, hún hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður! Henni var hugsað til Gullu og leiksins “gulur bíll” en var þetta raunverulegt? Kannski var þetta draumur, hún var ekki vön strætóferðum svona síðla kvölds og vissi ei hvað til bragðs skildi taka. Strætó stoppaði og inn steig gömul kona með lítinn hund í veskinu, chiuauva hund. Helgu skall skelk í bringu og hjartað hóf að slá hraðar, hún hafði aldrei séð jafn fallegan hund. Þetta var eins og ást við fyrstu sýn, því hundurinn stökk upp úr töskunni og beint í fang Helgu. Helga brást snögglega við og hóf að klappa hundinum, undursamlegt var þetta einstaka augnablik í lífi Helgu, hún varð að eignast þennan hund. Um leið og hún áttaði sig á því kom gamla konan og vildi fá hundinn sinn aftur, en Helga neitaði að láta hundinn frá sér. Gamla konan varð æfareið og ásakaði Helgu um ókurteisi og stuld, hún vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, þannig að hún hringdi strætó bjöllunni, og stökk út.. með hundinn.
Úti var rigning en Helgu var sama og hljóp áfram með hundinn undir úlpunni, svo að hann myndi ekki blotna, þessi elska. Þegar hún gaf sér loks tíma til að stöðva og líta í kringum sig uppgötvaði hún að hún væri stödd í verslunarmiðstöðinni firði, hún tók strætó 46, viss um að komast heim! Þegar Helga sá “Bryndísarsjoppu” ýtti hún á bjölluna og hoppaði létt á fæti út úr strætó og heim á leið. Þegar heim var komið og Helga var komin inn, sá Steingerður hana og spurði hana hvar hún hefði verið, Helga sagði henni söguna og að hún elskaði hundinn og ætlaði að eiga hann. Steingerður var sátt við skoðanir Helgu og þau lifðu hamingjusamar til æviloka.

Höfundar Gulla (gullaj) og Steingerður (dengi)