Nýlega gekk, hinn víðfrægi Stefán vinur minn undir aðgerð á
lugnum. Ástæðan var einföld, hann átti í vandræðum með að
anda og ef ekkert yrði gert bráðlega myndi kölski ná völdum.

Aðgerðin var talin fremur einföld og allt virtist ganga
frábærlega. Læknarnir voru undraðir yfir þvi hversu fljótur
Stebbi var að jafna sig og eftir aðeins 3 daga senda þeir hann
heim og gefa honum leyfi til að vinna og gera alla ósköp sem
hann vildi. Nú virðist þetta vera of gott til að vera satt, enda var
eitthvað á seiði.

Læknarnir höfðu skjátlast svakalega, þeir rugluðust á
gögnum hjá öðrum sjúklingi sem hafði verið með smá
vægilegan hita, þar með mátti Stebbi ekkert vera leika sér.
Læknarnir hringdu undir eins til hús Stebbana og útskýrðu
ruglingin og sögðu þeir að foreldrar hans ættu að halda
honum frá því að hreyfa sig of mikið. En það var um seinan,
Stebbi var að sippa fyrir utan húsið, er foreldrar hans finna
hann. Hann átti í vandamálum með að anda.

Hann var tekinn í sjúkrabíl og rush-aður á sjúkrahúsið. Nú er
ekkert annað hægt að gera en að bíða og sjá til en læknarnir
eru búnir að gefa frá sér að við meigum búast því því versta.

Hér er ég að skrifa þessa grein meðan ég er í sorg er ég
hugsa um lífið án Stebba, vottið honum virðingu hér í svörum
ykkar.

Framhald er fréttir berast !