Tilgangur:
Samhvæmt kenningum efnafræðinar er línulegt samband milli leiðni og magn uppleystra efna. Þessi tilraun er ætluð að sýna fram á þetta samband og einnig verða niðurstöður úr mælingum notaðar til að mæla styrk þriggja lausna með rafleiðnimælingu.

Áhöld og efni:
1. Leiðnimælir: Hanna HI 8633 (óvissa +/- 0,001mS).
2. spritt hitamælir (óvissa +/- 0,5°C).
3. Segulhrærari.
4. Mæliglas 500ml (óvissa +/- 25ml).
5. Vog: ScatecSBA 42 (óvissa +/- 0,001mg).
6. Kranavatn.
7. X lausn.


Framhvæmd:
Kranavatn (300 ml)er sett í 500ml mæliglas (nr. 4 á listanum uppi) og er mælt með spritt hitamæli (nr. 2), hiti þess er 20,2 °C, síðan er leiðni vatnsins mæld með leiðnimæli (nr.1)og hún er 0,159 mS (millisím). Saltið er mælt með vog (nr.5), blað er set á vog og hún núllstilt, síðan er mælt 0,1gaf salti. Saltið er sett í kranavatnið og hrært vel í með Segulhrærara (3). Því næst er leiðnin mæld aftur og er hún þá 0,178 mS. Næst er mæt 0,2g af salti og það hrært við vatnið, þá er leiðnin mæld og er hún þá 3,63 mS. Aftur er 0,2g af salti bætt við og er leiðnin 5,67 mS. 0,5g er bætti út í vatnið og það hrært eins og alltaf og þá er lausnin orðin 10,85 mS. Síðan er 1,0g af salti bætt við og er lausnin þá 21 mS, og síðast er bætt við 3,0g af salti sett í kranavatnið og þá er lausnin orðin 47,9 mS.
Hitaveitu vatn er sett í 500ml mæliglas og hitinn mældur, hann er 27,4°C. Leiðnin er síðan mæld leiðni og reindist hún 0,413 mS (mælirinn var skolaður vel á milli). Síðan er lausn X mæld og hiti hennar er 21,1°C og leiðnin er 61,9 mS.