Dónaskapur í strætó Já þannig vill til kæru hugarar að ég var að koma úr strætó rétt í þessu, en leið mín lá með strætisvögnum Reykjavíkur, niður á lækjatorg í heimsókn til ömmu minnar og afa, og svo aftur heim í grafarvog.

Ég háttaði ferð minni eins og öllum öðrum venjulegu strætóferðum mínum, þótt ég hafi ekki farið í strætó býsna lengi. Ég tók til 200 krónur eins og ég hafði gert seinast er ég tók strætó, og gekk svo útá stoppistöð. Ég beið eftir 115, og loks kom hann 5 mínútum á eftir áætlun! Jæja, ég fer að bílstjóranum og ætla að borga fargjaldið, læt 200 krónurnar í og geng aftur í vagn. En á meðan göngu minni stendur, kallar strætó bílstjórinn að mér með mjög reiðilegri og óvingjarnlegri röddu \“KOMDU HÉRNA!! ÞETTA ERU BARA 200 KRÓNUR! ÞAÐ VANTAR 20! Þú kemst ekki upp með neitt svindl hér góði! Borgaði það sem vantar uppá eða ég hendi þér út!!\”. Mér fannst bregðast allt of harkalega við. Hann hefði til dæmis alveg getað beðið mig að koma aðeins aftur, það hefði nefnilega vantar örlítið uppá, það kosti nefnilega 220 krónur, en nei. Ég borgaði þó 2 tíkallana sem ég var svo heppinn að eiga.

Eftir mikla útreikninga og heimspekilegar pælingar hef ég komist að því að þetta leiðinlega atvik, var örugglega orsakað af misskilningi mínum á almennu fargjaldi, þar sem ég hafði einungis greitt bílstjóranum 200 krónur, í stað 220, sem öllum íbúum Reykjavíkur ber að borga þegar 12 ára aldri er náð. Ég vill biðja þennan bílstjóra afsökunar fyrir að hafa borgað rangt gjald, og ég skil að það er varla fyrirgefanlegt.

Hins vegar, vill ég meina að bílstjórinn hafi brugðist of harkalega, með því að ásaka mig um að hafa reynt að svindla. Einnig tel ég rangt af honum, að beitra hatrinu á starfi sínu sem strætóbílstjóri, gegn mér fyrir það eitt að hafa ekki vitað af verðhækkunum þar sem ég hafði ekki notað strætisvagnanna lengi.

Ég efast ekki um að fleiri hugarar hafi lent í bitrum og þunglyndum strætóbílstjórum, sem nýta sér hvert minnsta tækifæri til að reiðast farþegið strætisvagnanna. En einnig vill ég hrósa þeirri hugmynd að setja bækur í strætóanna, þótt sá gjörningur hafi einunigs verið í viku á meðan Vika Bókarinnar stóð yfir. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá táninga leika sér að þvi að rífa bækurnar af sætunum, þegar þeir hefðu geta lesið þær og fræðst af mikilli skemmtun.